Vikan - 21.09.1961, Síða 22
Fyrsta myndin, sem tekin var í
ísrael af Paul Newman í hlut-
verki Arí Ben Kanaans. Hann er
að máta búninginn, áður en
myndatakan hefst.
nýju. 1 Jerúsalem léku um tutt-
ugu Þúsund manns með í mynd-
inni, — og myndin sló í gegn.
Paul Newman lifði sig alveg inn
í hlutverk Arí Ben Kanaans. Hann
lærði hebresku, áður en upptakan
hófst, og dvaldist dálitinn tíma i
Israel til að kynnast öllum að-
stæðum. Sal Mineo, sem lofaði
mjög góðu í fyrstu mynd sinni,
Rótlausri æsku (með James Dean
og Natalie Wood), sýnir nú ó-
venjugóðan leik. Eva Marie Saint
er svo mikil stjarna, að hún velur
hlutverk sín sjálf, og hún lagði sig
alla fram til að leika hina raun-
verulegu Kitty, sem að lokum sigr-
ar hjarta Arí.
Paul Newman hafði konu sína,
Joanne Woodward, með sér til
Israels. Hún er sjálf mikil kvik-
myndastjarna, en hætti við allt
þess háttar, meðan maðurinn var
í Israel. „Staða mín er við hlið
hans,“ segir Joanne. Þau eru mjög
ástfangin eftir margra ára hjóna-
band og ákveðin í að láta ekki
frægðina eyðileggja hjónaband
sitt. — „Þá hætti ég frekar," segir
Joanne. Þau hjón leika annars
saman i mörgum myndum frá
Fox-kvikmyndafélaginu. Þar að
auki lék Newman aðalhlutverkið
á móti Elísabeth Taylor í Köttur
á heitu blikkþaki.
Eva Marie Saint hafði einnig
mann sinn, Jeffrey Hayden, og tvö
börn sín með sér. „Án þeirra get
ég ekki lifað," segir hún. „Mér er
ómögulegt að vera svo lengi i
burt frá þeim sem þessi kvikmynd-
un stendur yfir.“
Hinn 21 árs gamli „rokk“-
söngvari Sal Mineo er enn ógiftur
og eyddi frítímanum í að gefa
eiginhandaráskrift.
Eitt atriði myndarinnar. — Sitj-
andi til vinstri er Paul Newman.
Efst til hægri er Sal Mineo og við
hlið hans Eva Marie Saint í hlut-
verki bandarísku hjúkrunarkon-
unnar.
gefið sig nokkrum kvenmanni siðan.
E'n enginn ræður yfir tilfinninga-
lífi sinu, og Arí hittir hina fallegu
og viljasterku bandarísku hjúkrunar-
konu, Kitty (Eva Marie Saint). Hún
hefur viljandi og óviljandi flækzt inn
í flóttamannavandamálið og kynnist
Ari Ben Kanaan í einu áhrifamesta
atriði myndarinnar, þegar hann
smyglar nokkrum hundruðum Gyð-
ingabarna frá fangabúðum á Kýpur
Kvikmyndin, sem kom öll-
um á óvart í Cannes. Paul
Newmann er í aðalhlut-
verki, en þar að auki leik-
ur Eva Marie Saint banda-
ríska hjúkrunarkonu, Sal
Mineo sjálfstæðishetju, og
hin fjórtán ára Jill Ha-
worth leikur unga, þvzkætt-
aða stúlku, sem leitar að
föður sínum.
Exodus er skáldsaga, sem farið
hefur sigurför um allan heim. Bókin
er áhrifamikil og æsandi lýsing á
uppbyggingu Israels árið 1947.
Frá bækistöðvum Hitlers og hvað-
anæva úr Evrópu flykktust þús-
undir þúsunda af Gyðingum til
eyjarinnar Kýpur og þaðan ætluðu
þeir áfram til Palistínu. Við þetta
voru Englendingar hræddir, því
þeir héldu að Aröbum mundi aukast
svo mikið styrkur við þessa mann-
flutninga, og stöðvuðu þess vegna
flóttafólkið. En Gyðingar í Israel
ákváðu að halda baráttunni áfram,
og bókin og kvikmyndin, sem
gerð hefur verið eftir henni,
fjallar um hið mikla stríð, sem
þá var hafið. Aðalpersónan, Gyð-
ingurinn Arí Ben Kanaan, er mikill
maður, sem aldrei guggnar, — til
þess hefur hann gengið í gegnum of
mikið. Unnusta hans var drepin af
Aröbum við landamæri Palestínu,
þegar hann var ungur. Hann
talar aldrei um hana og hefur aldrei
Jill Haworth brosir fallegu brosi í
hlutverki þýzkættuðu stúlkunnar,
sem Jeitar að föður sínum.
og í bát, sem á að flytja þau til fyrir-
heitna landsins. Englendingar reyna
að þvinga hann til að framselja börn-
in. En Arí hótar að sprengja skipið
i loft upp, ef þeir nálgist þau. Eftir
nokkra langa og þreytandi daga, sem
allur heimurinn fylgist með, gefast
Englendingar upp. Börnin, sem hafa
orðið að þola sult í 100 tíma, og hin
miklu mótmæli hvaðanæva úr heim-
inum verða einum of mikið fyrir
ensku foringjana.
Sal Mineo leikur unga frelsishetju,
sem alizt hefur upp í hinum hræði-
legu fátækrahverfum í Varsjá, en
eyddi æskunni í hinum alræmdu
fangabúðum Þjóðverja í Auschwitz.
Þetta hefur gert hann kaldlyndan og
tilfinningalausan. Jafnvel hin unga,
þýzkættaða stúlka, sem leitar að föð-
ur sínum og er mjög hrifin af honum,
á mjög erfitt með að komast í gegn-
um hina hörðu skurn, sem umlykur
hjarta hans. Hún er leikin af hinni
fjórtán ára gömlu Jill Haworth.
Mikið hefur verið talað um þessa
bók alls staðar í heiminum. Hinn
frægi leikstjóri Otto Preminger las
handritið tveimur mánuðum, áður en
það var prentað og ákvað að gera
beztu kvikmynd sína eftir því. En
hann mætti miklum erfiðleikum allt
frá byrjun. Þar sem E'nglendingar
sættu mikilli gagnrýni vegna afstöðu
sinnar í vandamálum Gyðinga, neit-
uðu margir enskir tæknifræðingar og
sérfræðingar að taka þátt í kvik-
mynduninni.
Kvikmyndin var tekin í Kanaan, og
vopnaðir verðir voru viðbúnir til að
hindra árásir af hálfu íbúanna í
Arababænum Kfar Kana, sem er þar
rétt hjá. Öll borgin Gan Dafna, sem
skiptir nokkru í sambandi við sögu-
þráðinn, hefur verið byggð upp að
Gefið fðtunum vetroifrí
Allur fjöldinn af ungum
stúlkum gengur í þunnum
nælonsokkum í vetrarkuldum.
Er það ekki skaðlegt? Það er
alltaf rétt að klæða sig eftir
árstíðum, ekki aðeins með til-
liti til sokkanna. 1 biðstofum
lækna eru daglega ungar kon-
ur, sem á einhvern hátt hafa
veikzt af að klæða sig kæru-
leysislega. Hvað er það þá,
sem gerist? — Ef fætur t. d.
eru daglega í miklum kulda,
verða þeir bláir, og séu þeir
einu sinni orðnir það, er hætt
við, að það verði alltaf viðloðandi. Það er blóðrásin, sem truflast, og árangurinn er
ljótir og bláir fætur, sem eru til mikillar óprýði. Eitthvað er þó unnt að gera til
að reyna að bæta úr þessu. Heit og köld böð til skiptis eru t. d. ágæt. Einnig er
rétt að hætta að nota nælonsokka köldustu mánuði árs og nota heldur þykka sokka
eða ullarsokka í staðinn, bæði af þeim ástæðum, sem nefndar voru, og einnig, til
Þess að fæturnar fái svigrúm til að anda örlítið. Ef stúlka hefur tilhneigingu til að
svitna á fótum, versnar það, ef nælonsokkar eru notaðir árið um kring. En breyti
maður til dálítinn tíma, fá fæturnir langþráð vetrarfrí. —- En hvernig eiga þær þá
að fara að, sem þurfa að vera í nælonsokkum við vinnu? Þær þurfa að fara í sokka-
buxur utan yfir; þær koma svona tveimur mínútum fyrr á morgnana, ná þær
að fara úr þeim. Sokkabuxur eru mjög hentugar, því að þær skýla miklu meira
en sokkar, og það er mjög mikilvægt, sérstaklega ef hvasst og kalt er. Ef allar stúlkur
gerðu sér ljóst, að það hefnir sin að vera „flott dama“ allan veturinn — í þunnum
undirfötum, nælonsokkum og hælaháuni skóm, -— þá gætu læknar áreiðanlega „strik-
að út alla kvensjúklinga,, sem þjást af „bláum fótleggjum" og blöðrubólgu.
Mínútusamtal við
SOPHIU LOREN
Blaöafulltrúi Paramount-
kvikmyndafélagsins hefur
skrifaö styzta viötal, sem sézt
hefur í Hollywood. Þaö tók eina
mínútu, og fórnarlambiö var
Sophia Loren, sem þekkt er
fyrir hreinskilni sína.
— Sophia Loren, — hvaö
finnst yöur um ást?
— Ég hef heyrt, aö hún sé
til.
— Vináttu?
— Mjög sjaldgæft fyrirbœri.
— LifiÖ?
— Dásamlegt eöa liræöilegt.
Þaö fer eftir því, hvernig maö-
ur lifir því.
— Peningar?
— Gildi þeirra fer eftir aö-
stööu eigendanna.
— Minnimáttarkennd?
— Hef ekki heyrt getiö um
fólk án hennar.
— Drauma?
— Þaö er betra aö dreyma
illa og vakna í fullkomnu liji
heldur en hitt.
— Sjónvarp?
— Stórfínt, aöeins ef maöur
veit, hvernig á aö skrúfa fyrir
þaö.
Connie
Francis
í SAUMAKLÚBBINN
OSTABItAUÐ.
4 fransbrauðsneiðar, 20 gr smjör, gott stykki af feitum
osti, 4—5 matsk. rifinn ostur, 40 g smjör eða smjörlíki eða
þrjár matsk. olía til að steikja úr, 1 tsk. pipar.
Brauðsneiðarnar eru smurðar og lagðar saman tvær og
tvær með osti á milli. Hægt er að rífa niður afgang af göml-
um osti og setja í staðinn fyrir ostsneiðina. Skera má osta-
brauðið í Þríhyrninga eða aflanga búta, því brauðið er steikt
á pönnu í smjöri, smjörlíki eða olíu.
Ostabrauð má bera fram með lauksúpu og öðrum græn-
metissúpum, en einnig er gott að nota brauðið sem sérstak-
an rétt og hafa þá hrærð egg með Því.
Fyrir tveimur árum komst ég skyndilega á
toppinn vegna plötu, sem ég söng inn á og hét
Who‘s Sorry Now? — og hefði Perry Como
ekki hjálpað mér, hefði ég fallið algjörlega
saman vegna hinnar miklu pressu, sem skyndi-
lega hvíldi á mér. Fjölskylda mín og vinir báðu
mig að hvíla mig og taka þessu rólega. En ég
var ekki nema nítján ára og fannst, að gæti
sigrað heiminn á einum eða tveimur vikum.
Ég hélt, að frægt fólk með einhvern metnað
þyrfti að vinna meira en átta tíma á dag. Þess
vegna vann ég nítján tíma á dag — svona til
öryggis — og þaut á milli hljómleika og
skemmtistaða.
Auðvitað biluðu taugarnar. Ég varð mjög við-
kvæm, og búningsherbergi mitt líktist lítilli
lyfjabúð; það var svo fullt af alls konar lyfja-
töflum. En ég huggaði mig við töflurnar. Ég
tók 24 á dag fyrir utan fjölda af róandi meðul-
um til að halda mér algerlega í ró.
Svo dag nokkurn tók ég eftir því, hvernig
Pcrry Como hagaði sér, áður en hann kom fram
í útvarpi eða sjónvarpi. Hann talaði við starfs-
lið og gesti, gerði að gamni sínu og sagði
brandara. — Hvernig gat hann verið svona ró-
legur? Að lokum tók ég í mig kjark og spurði
hann. Ég sagði honum, hvernig mér liði og
hann hlustaði á mig án þess að segja neitt.
Svo sagði hann:
— Gerðu eins og ég, Connie. „Slappaðu af“,
og stundaðu vinnuna. Eins og þú veizt, var ég
mörg ár söngvari með hljómsveit. Það var
hræðilegt lif, og þetta byrjaði að valda mér
óbyggjum. Mér fannst sem hið raunverulega líf
færi fram hjá mér. Fyrst datt mér í hug að byrja
aftur á fyrri vinnu minni sem rakari. En kon-
unni minni tókst að sannfæra mig um, að ég
gæti haldið áfram á framabrautinni og samt
sem áður lifað rólegu og skemmtilegu lifi. Svo
byrjaði ég að fara eftir mínum nýju lífsreglum,
og það gekk prýðilega.
Og Perry má þakka það, að ég komst yfir
þetta. Ég hef sungið inn á fimm plötur, sem
seldar eru milljóna tali. Það hefur því
verið nóg að gera, en samt hefur mér aldrei
liðið eins vel og nú. Og töflurnar eru fyrir
löngu farnar veg allrar veraldar.
Connie Francis, fædd Connie Franconara í
Newark, New Jersey, fyrir 21 ári, var vaiin
vinsælasta dægurlagasöngkona Bandaríkjanna
í fyrra. Hún er einnig efst á vinsældalistum
um alla Evrópu. Hún er fyrsta konan, sem hef-
ur farið fram úr karlmönum i þessari grein,
og yfir átta milljónir af plötum hennar hafa
selzt síðustu árin. ★
SÍGAUNABARÓNINN
Flestir hafa eflaust séð Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss, þegar
hann var leikinn hér í Þjóðleikhúsinu, og allflestir hafa vafalaust haft
gaman af. — Nú er unnt að fá alla óperuna í hljómplötudeild Fálkans
fyrir 860 kr. Þetta eru tvær þrjátíu og þriggja snúninga plötur, gefnar
út af hljómplötufyrirtækinu His Master's Voice. Óperan er sungin á
þýzku af þýzkum listamönnum, en með aðalhlutverk fara: Hilde Giiden,
Anneliese Rothenberger, Karl Terkal og Erich Kunz. Philharmóníu'-
hljómsveitin í Vín leikur með Kór Félags hljómlistarunnenda í Vín.
Stjórnandi er Heinrich Hollreiser.
Óperettan var fyrst sýnd í Vín 24. október árið 1885 og vakti óhemju-
hrifningu. Efnisþráðurinn er rómantískur og gerist í Ungverjalandi á
tímum sjálfstæðisbaráttu Ungverja um miðja nítjándu öld. Efnisþráðinn
er víst óþarft að rekja nánar; ástin lætur mikið að sér kveða, og
ekki þarf að taka fram, að allt endar vel, þó að horfurnar séu ekki
alltaf sem beztar.
22 VIKAN
VIKAN. 23