Vikan - 21.09.1961, Side 24
$pennandi 09
skemmttleQ nstnr-
SA0A eftlr
Pntrikn Femvicfe
11. hluti.
Þetta getur ekki átt sér stað,
hugsaði hann. Svo braut hann upp
bréfið, sem lagt hafði verið innan í
pakkann.
Fyrst í stað hélt hann, að Þetta
bréf væri alls ekki til sín. En ávarpið
tók af allan vafa um Það: — Kæri
Victor Cleveland ... Jú, sjálft leik-
ritið var líka nefnt sínu rétta nafni.
Efablandinn og óttasleginn renndi
hann augum yfir bréfið . . . orða-
gambur . . . óeðlilegt . . . lágkúru-
legt ... atburðirnir ýktir ... viðbrögð
persónanna ósönn og óeðlileg . . .
Síðan las hann bréfið orði til orðs,
meira að segja tvisvar, án Þess þó
að hann væri í rauninni nokkru nær,
— hugsaði sem svo, að þetta hlyti að
vera léleg fyndni. Það gæti ekki kom-
ið til gneina, að umboðsmaðurinn
leyfði sér að viðhafa slik orð um
leikrit eftir HANN.
— Þetta getur ekki átt sér stað,
mælti hann stundarhátt. E'n um leið
og hann heyrði sína eigin rödd, varð
honum ljóst, að þetta var staðreynd
engu að síður, hve ótrúleg sem hún
annars var.
Umboðsmaðurinn hafði endursent
honum leikritið. Og hann tilgreindi
ástæðuna, umbúðalaust og án nokk-
urrar miskunnar. Orðin, sem hann
hafði lesið vélritunarstúlku sinni
fyrir, störðu af hvítum pappirnum
beint i augu Victor Cleveland, hvasst
og fasst. . . vöktu stolt hans til upp-
reisnar. Umboðsmaðurinn hlýtur að
vera genginn af göflunum! Kann
hann ekki að meta snilldarverk, þessi
erkiheimskingi. . .
En uppreisnin var fyrir fram von-
laus. Umboðsmaðurinn tók það fram
i bréfinu, að þrír leiklistarráðunaut-
ar hefðu lesið leikritið yfir og væru
allir á einu og sama máli. Gremja
Clevelands breyttist í örvæntingu.
Leikritið var að öllum líkindum mis-
heppnað. . .
Hvað í ósköpunum á ég að segja
fólkinu? var fyrsta spurningin, sem
vaknaði í huga hans. Hvernig átti
hann að skýra þetta? — Það verður
uppselt í marga mánuði, þegar nýtt
leikrit eftir Victor Cleveland kemur
á svið, heyrði hann sjálfan sig segja.
Hann roðnaði. 1 rauninni hafði
hann sjálfur trúað þessu statt og stöð-
ugt. Honum hafði ekki komið til
hugar, að þar gæti verið um neitt
grobb eða skrum að ræða. En nú
varð hins vegar annað uppi á ten-
ingnum.
— Ég hef orðið mér til skammar,
sagði hann lágt við sjálfan sig. Og
um leið og hann horfðist þannig i
augu við staðreyndirnar, mundi hann
eftir enn einu.
Peningarnir . . .
Nú var ekki lengur um neinar
gifurlegar tekjur að ræða. . . .
ÓVÆNT AÐSTOÐ.
Það þótti Cleveland þó uggvænleg-
ast, að nú voru engar horfur á, að
hann fengi peninga í bráð, hann, sem
hafði heitið Marínu gulli og grænum
skógum. Nú skuldaði hann Tremein-
fjölskyldunni margfalt það, sem hann
átti i handbæru fé.
Það var þessi skuld vegna fæðisins
og húsnæðisins, sem mestum vand-
ræðum olli, því að vitanlega gátu
þau Marin frestað brúðkaupinu um
skeið. En hann vissi, að fjölskyldunni
lá á peningunum. Lísa hafði þegar
innt hann eftir borgun, og hann hafði
heitið því, að ekki skyldi standa lengi
á henni, þar sem hann treysti því þá,
að hann fengi ríflega fyrirfram-
greiðslu, um leið og samningarnir
væru undirritaðir.
En nú. . .
Ekki mega þau bíða tjón, þótt ég
sé montinn kjáni, hugsaði hann. Ein-
hvern veginn verð ég að komast yfir
peninga til að greiða með skuldina.
Kannski ég geti selt ritvélina.
En ritvélarlaus gat hann ekkert
skrifað. Hann beit á jaxlinn. Að dómi
umboðsmannsins og sérfræðinga hans
gat hann raunar ekkert skrifað, hvort
eð var ...
Það litur út fyrir, að ég verði að
fara að vinna í skrifstofu aftur, hugs-
aði hann og reyndi að ímynda sér,
hvernig honum mundi falla það nú að
verða að sitja við skrifborð og ann-
að álíka athyglisvert allan ársins
hring að undanskildu hálfsmánaðar
sumarleyfi. Nei, — aldrei! Þá var
skömminni skárra að fást við aúglýs-
ingastarf eða fasteignasölu. Hvað sem
það svo yrði, mundi hann kunna þvi
jafnilla og hann hafði kunnað skrif-
stofustarfinu áður.
Raunar gat ekki átt sér stað, að
umboðsmaðurinn og sérfræðingar
hans hefðu á réttu að standa. Leikrit-
ið gat ekki verið eins lélegt og þeir
vildu vera láta. E'f til vill gæti ég
lagað það eitthvað, hugsaði hann í
örvæntingu sinni, — endursamið
það ...
Hann fór að blaða í handritinu.
Hann heyrði vingjarnlega rödd
Kittýjar úti fyrir glugganum: —
Jæja, Anna, hvernig líður yður í dag?
Þér hafið áreiðanlega þörf fyrir te.
Ég ætla að tala við hana Rósu um
Það.
Þetta þýddi, að einnig yrði kallað
á hann til tedrykkju og að hann
yrði spurður, hvort hann hefði ekki
fengið neinar fréttir af leikritinu.
Hann flúði út um bakdyrnar með
handritið, lagði leið sina upp með
læknum. Þar hitti hann Lísu fyrir,
þar sem hún var að gera nýtt sól-
skýli, — reyndi að flétta Það úr af-
skornum pálmablöðum. Hún leit upp,
þegar hann bar að. — Það kom
pakki til þín, sagði hún.
— Veit það, svaraði Cleveland og
varð sjálfur undrandi á því, hve
stuttur hann var í spuna. Hún varð
ekki síður undrandi, og þegar hún
virti hann fyrir sér, kom henni mjög
á óvart, hve svipþungur hann var
og dapur i bragði. Það leyndi sér
ekki, að hann hafði orðið fyrir ein-
hverju. Hún hafði aldrei séð hann
slíkan áður. Og nú veitti hún athygli
pakkanum, sem hann bar undir hend-
inni.
— Hefurðu fengið nokkrar fréttir
af leikritinu þinu? spurði hún, —
vissi raunar, að hún þurfti ekki að
spyrja, þar sem hann hafði handritið
meðferðis. Ef til vill hafði þá um-
boðsmaður hans ekki orðið eins hrif-
inn og hann gerði sér vonir um.
— Það var endursent, svaraði
hann.
— Endursent?
Hann kinkaði kolli. — Það var
ekki dæmt hæft til sýningar.
Nú, þegar hann hafði sagt Það
beinum orðum, létti honum einkenni-
lega. Það var eins og hann hefði þar
með breytt þessari óhugnanlegu
martröð í staðreynd, sem hann varð
að horfast í augu við. — Það er þó
ekki það lakasta, bætti hann við.
Lísa lagði frá sér skærin og flétt-
urnar — ósjálfrátt, rétt eins og hún
tæki svo mikinn þátt í vandræðum
hans, að allt annað gilti hana einu.
— Hvað áttu við? spurði hún. Og
hún heyrði, að hann dró djúpt and-
ann, eins og hann þyrfti að taka i
sig kjark til Þess að skýra henni frá
áhyggjum sínum.
— Ég get ekki greitt Þér það, sem
ég skulda Þér fyrir fæði og hús-
næði, ... ekki fyrr en mér hefur
þá tekizt að selja ritvélina mína,
sagði hann. — Svo þagnaði hann við
eitt andartak, en bætti við, og það
leyndi sér ekki, að hann meinti Það,
sem hann sagði: — Mér þykir mjög
fyrir þessu, Lísa. Mér kom ekki ann-
að til hugar en þeir tækju leikritinu
tveim höndum og ég fengi ríflega
fyrirframgreiðslu.
— Ritvélina máttu alls ekki selja,
mælti Lísa ákveðin. Vitanlega lá
henni mjög á peningunum, — en
hvernig átti hann að geta nokkurn
tíma greitt þá, ef hann seldi ritvél-
ina? — Hvað ætlastu annars fyrir?
spurði hún.
— Fá mér skrifstofuvinnu, geri ég
ráð fyrir. — Ég vann í skrifstofu, áð-
ur en ég fór að skrifa leikrit.
Og Lísa minntist Þess, að hann
hafði sagt, að sér hefði fallið sú
vinna með afbrigðum illa.
Hún leit spyrjandi augum á pakk-
ann. — Hvað var það eiginlega, sem
þeir fundu leikritinu til foráttu?
Cleveland hikaði við andartak, en
dró svo bréfið frá umboðsmanninum
upp úr vasa sínum og rétti henni. —
Það er bezt, að þú lesir það sjálf,
sagði hann með nokkurri beizkju.
Lísa las bréfið. Og eins og Cleve-
land varð hún að lesa það tvívegis,
áður en hún gat áttað sig á, hvað
eiginlega væri um að ræða. Ein-
kennilegt, hve leikritið gat eiginlega
verið gallað.
— Getur það verið, að það sé
svona afleitt? spurði hún.
Cleveland yppti öxlum. — Svo segir
umboðsmaðurinn að minnsta kosti, og
hann ætti að vita það.
— En þér fannst sjálfum, að það
væri öllu betra en fyrra leikritið þitt,
mælti hún enn. -— Svo sagðirðu
Marínu.
Hann kinkaði kolli. Hann hafði
sagt svo margt við Marínu, og allt
var það ólíkt skemmtilegra en það,
sem hann hafði séð sig tilneyddan að
segja Lísu nú. Og að því er varð-
aði sjálft leikritið ...
— Ef til vill hef ég ekki lagt eins
mikla vinnu í það og fyrra leikritið,
viðurkenndi hann. — Ég taldi það
einhvern veginn öruggt, að þessu
leikriti hlyti að verða að minnsta
kosti eins vel tekið og hinu fyrra.
Lisa minntist þess nú, að hún hafði
heyrt smella linnulaust og án afláts
í ritvélinni hans, rétt eins og þetta
kæmi allt af sjálfu sér og hann þyrfti
aldrei að hugsa sig um.
— Heldurðu sjálfur, að það hefði
orðið betra, ef þú hefðir lagt í það
méiri vinnu? spurði hún.
Og nú fyrst brá fyrir nokkurri von
I rödd hans, þegar hann svaraði: —
Það er einmitt það, sem ég er að
brjóta heilann um, sagði hann. Og
satt bezt að segja, var það einmitt
þess vegna, að ég kom með Það til
þín. Ég er að hugsa um að leggja
það undir þinn dóm.
— Má ég þá lesa Það? spurði hún.
Eiginlega hafði hún ekki ætlað að
segja þetta. Leikritið kom henni í
sjálfu sér ekkert við. Og það var
nóg starf fyrir hana og meir en
bað að hjálpa Mikka. Það var nú
til dæmis þetta sólskýli.
— Viltu þá gera mér þann greiða,
Lísa? spurði hann ákafur og rétli
henni handritið. — Athugaðu, hvoit
það muni svara fyrirhöfn að endur-
semja það — eða hvort Það er rétt
hjá umboðsmanninum, að það sé
einskis virði.
Hann ýtti pálmablaðafléttunum of-
an af bekknum, svo að hún gæti setzt
þar. Svo veitti hann Því athygli, að
hann stóð Þarna og hafðist ekki að,
en hún tafðist frá starfi sínu hans
vegna.
— Ég skal ganga frá þaki skýlis-
ins, á meðan þú lest, sagði hann.
— Allt í lagi, sagði hún og var
þegar tekin til við lesturinn.
Grcenklœdda stúlkan.
Leikritið fjallaði um tvenn ung
hjón, sem bjuggu í íbúðum hlið við
hlið, og kvikmyndaleikkonu, sem var
tíður gestur á öðru heimilinu. 1
fyrsta þætti gerðist eiginlega ekki
neitt, að Því er Lísa gat bezt séð,
annað en það, að persónurnar voru
sifellt að rabba saman og reyna að
vera fyndnar, án þess þó að þeim
tækist það. Svo tók hún til við annan
þátt. Grænklæddu stúlkunni var að
takast að eyðileggja hjónaband
beggja, — sem var þeim ekki nema
mátulegt, eins heimsk og óeðlileg og
þau voru á allan hátt, hugsaði Lisa,
sem alltaf gramdist heimska fólks, —
og fyrr en varði var hún orðin öllum
persónum leikritsins sárgröm einmitt
fyrir þennan áberandi galla þeirra.
Svo tók þriðji þáttur við, og þá varð
allt einhvern veginn óskýrt og óskilj-
anlegt ...
Þá féll allt aftur í ljúfa löð, —
hjónakornin sættust, en leikkonan
hraðaði sér til Hollywood. Allt gerð-
ist þetta með skjótum hætti og sam-
kvæmt fyrir fram ákveðinni áætlun,
hvort sem það var sennilegt eða ekki.
Það var sem sé afráðið, að leikritið
skyldi enda vel, hvað sem það kost-
aði, — jafnvel þótt slíkt væri þvert
úr átt við alla heilbrigða skynsemi,
og þegar Lísa lauk lestrinum, lá við
sjálft, að hún væri orðin umboðs-
manninum fyllilega sammála.
— Jæja? spurði Cleveland, sem nú
var búinn að ganga frá skýlisþakinu
og horfði á hana, dökkum, spyrjandi
augum. Lísa vissi ekki, hvað segja
skyldi.
— Segðu mér sannleikann, mælti
hann biðjandi. — Og þá komst hún
ekki hjá Því.
— Þetta eru ekki raunverulegar
manneskjur, sagði hún. — Það er
það, sem ég tel aðalgallann á leikrit-
inu. Þær eru ómerkilegar og heimsk-
ar yfirborðsmanneskjur. Venjulegt
fólk hagar sér ekki þannig, — það
fer ekki stöðugt kringum allar stað-
reyndir eins og kettir kringum heitan
24 VIKAW