Vikan


Vikan - 21.09.1961, Page 29

Vikan - 21.09.1961, Page 29
Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Þú skalt var- ast allar öfgar i vikunni og reyna að fara hinn gullna meðalveg. Þér berast óvæntar fréttir, lík- lega um helgina, og skaltu strax fara að þeim ráðum, sem vinur þinn gefur þér í sambandi við þær fréttir. Mundu að standa við það loforð, sem þú gafst fyrir skemmstu. Talan 5 skiptir þig afar miklu í vikunni. NautsmerkiÖ (21. apr.-—21. maí): Þetta verður ánægjuleg vika fyrir þig, einkum þó á vinnustað. Þar gerist margt skemmtilegt, og einn vinnufé- lagi þinn sýnir á sér nýja og skemmtilega hlið. Þú ættir að umgangast þennan vinnufélaga þinn meira. Þeir, sem afmæli eiga í maí verða fyrir miklu láni á fimmtudaginn. Heillatala 7. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Það verður í fyrstu einhver óvissa yfir vikunni, en úr því rætist, áður en langt um líður. Taktu ekki mark á því, sem ókunnur maður segir þér um einn félaga þinn. Þú ferð líklega í stutt en skemmti- legt ferðalag í vikunni, en þá muntu gleyma einhverju, og mun það koma sér afar illa. Heillatala 12. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þú skalt um- fram allt ekki gera neitt, sem þú ert hræddur við að misheppnist í vikunni. Líklega á þetta við eitt áform þitt og eins félaga þíns, sem þið hafið haft á prjónunum undanfarið. Þið skuluð bíða með að hrinda því i framkvæmd. Kona, sem þú þekkir lítil- lega gerir þér ómetanlegan greiða. LjónsrnerkiÖ (24 júli—23. ág.): Fyrst i stað mun aílt leika í lyndi i vikunni, en líklega verður samt eitthvað til þess að varpa skugga á sæluna um helgina. Þú skalt samt ekki taka það of nærri þér, þvi að innan skamms rætist lika úr þessu. Þú hefur verið allt of kröfuharður heima við upp á sið- kastið, og verður þú að bæta úr þvi. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Það gerist margt markvert i vikunni, og liklega muntu skemmta þér óvenjumikið. Þú skalt reyna að sinna einu áhugamáli þínu í vikunni, þvi að það getur orðið til þess að þér græðist fé. Þú skalt ekki binda þig neitt i vikunni, og umfram allt ekki gefa nein loforð, sem verða til þess að þú verður að hætta við annað, sem þú hafðir ákveðið. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú hefur ver- ið að glíma við eitthvert vandamál undanfarið og hvorki hefur gengið né rekið, en nú berst þér loksins hjálp úr óvæntri átt. Mundu að votta rétt- um aðila þakklæti þitt. Þú hefur verið allt of lausmáll undanfarið, og nú færð þú illilega að kenna á því. Fimmtudagurinn verður óvenjulegur dagur. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú átt erfitt með að taka nokkrar ákvarðanir í vikunni og lætur um of stjórnast af ráðum annarra. Þú verður að reyna að fara að hugsa sjálfstætt. Þú gerir dálítið í vikunni, sem ekki virðist skipta ýkjamiklu, en sannleikurinn er sá, að þetta skiptir fram- tíð þína talsvert miklu.. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þetta verður afar friðsæl vika, og ekki gerist ýkjamargt mark- vert. Það mun einhver koma með áskorun í þinn garð, og skaltu ekki taka þeirri áskorun, þótt þú verðir eitthvað gagnrýndur fyrir það. Þú hefur vanrækt einn félaga þinn undanfarið, og er það miður. Þeir, sem fæddir eru undir Bogmannsmerkinu í nóvember verða fyrir miklu peningaláni. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Það gerist margt í vikunni, sem verður til þess að þú tekur framförum, enda þótt þú getir engan veginn hrósað þér af því sjálfur. 1 sambandi við merkis- atburð í fjölskyldunni gerist eitthvað, sem veld- ur þér vonbrigðum. Þú hefur verið allt of latur undanfarið og er þér réttast að láta hendur standa fram úr ermum. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú verður óvenjuhirðulaus i vikunni, og verður þetta hirðu- leysi þitt til þess að þú missir af góðu tækifæri. Sá dagur vikunnar, sem skiptir þig langmestu, er sunnudagurinn, en þá muntu fá skemmtilegar fréttir, sem verða til þess að þú ferð að lifa lífinu öðruvísi en þú hefur gert til þessa. Talan 5 skiptir þig miklu. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú munt eyða óvenjumiklu í vikunni, og líklega mestu í fánýta hluti. Þú virðist ekki hafa farið skynsamlega með peninga undanfarið, og verður þú að taka á þig rögg. Á laugardaginn gerist eitthvað, sem þú hefur lengi beðið eftir, en varst hættur að gera þér vonir um, að myndi nokkurn tima gerast úr því sem komið var. m

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.