Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 37
ódýrasti
6 manna vagninn
á markadnum
FIAT 600 multipla
Fiat 600 multipla er hentugur fyrir
Verð ca kr. 117.600.00
cDCP&n
Laugovegi 178
Sími 38000
Stórar fjölskyldur
Iðnaðarmenn sem flytja þurfa menn,
vörur og verkfœri milli vinnustaða
Verzlunarmenn með litlar verzlanir
Sölumenn
Arfur frá Brasilíu.
Framhald af bls. 25.
—. Ég heföi átt a8 taka með mér
vasaljós, svaraCi Lísa. En hana hafði
ekki grunað Það, þegar hún gekk upp
með læknum, að hún yrði þarna fram
i myrkur.
Fram undan bugðaðist götuslóðinn
eins og óljós, dimmgrá rák milli
myrkra runnanna. Hún hrasaði um
stein, og hann greip utan um hana
til að verja hana falli.
Hann tók utan um hana, öidungis
eins og hann hafði gert í fyrsta skipti,
sem þau sáust, hugsaði hún með sér.
Og enn leiddi hann hana öruggri og
rólegri hendi um grýttan götuslóð-
ann, öldungis eins og hann hafði þá
leitt hana ut úr tollstöðinni út að
bílnum.
1 það skipti fannst henni sem hún
yrði fyrir rafiosti við snertingu hans.
— Kannski var það líka æsikenndin,
sem olli. Þetta voru fyrstu kynni
hennar af Ríó, fyrsta skref hennar á
braut híns nýja lífs. Að þessu sinní
varð hún ekki fyrir neinu raflosti, en
það jók á öryggi hennar, að hún
mátti styðjast þannig við arm hans.
Auk þess var henni aldrei að skapi að
vera þarna á ferli úti við, eftir að
myrkt var orðið. Þá heyrðist svo mik-
ið af ókennilegum hljóðum, þá voru
slöngur hvarvetna á skriði, skugg-
arnir myrkir og ógnandi. En nú stóð
henni á sama.
Það lá við, að henni brygði, þegar
hann tók til máls. — Lísa, þú getur á-
reiðanlega ekki gert þér i hugarlund
hve inniiega þakklátur ég er þér fyrir
þessa aðstoð þína við leikritið.
Hún hló, en þótti þó gott að heyra
alvöruna og einlægnina i rödd hans.
— Það er vist þetta gamla, að betur
sjá augu en auga, svaraði hún.
—■ Þú sást, hvers með þurfti, sagði
hann'. — Þú hefur gætt leikritið nýju
lifi. Hann varð ákafur. — Eg er viss
um það, að nú er ég á réttri lelð.
Hún brostl i myrkrinu. — Og þá
kemur ekki til þess, að þú verðir að
selja ritvélina þína?
— Ritvéiina. . . Það kom ðtti I
röddina, þessu virtist hann gersam-
lega hafa gleymt í hrifninguni. —
Æ, æ, — ég skulda ykkur mikið fé
fyrir fæði og húsnæði, sagði hann í
örvæntingu, og nú var hrifningin al-
gerlega horfin úr rómnum.
— Gleymdu þvi, sagði hún. — Við
komumst af einhvern veginn.
— En það geta liðið nokkrar vikur,
þangað til ég get greitt þér skuldina.
sagði hann með vonleysishreim. — Nú
á ég eftir að endurrita leikritið, og
. . . og hvaða trygingu hef ég svo
fyrir þvi, að það verði talið sýningar-
hæft að heldur. . .
Þau gengu þegjandi nokkurn spöl
og hugleiddu máíið. Anna mundi á-
reiðanlega greiða skilvislega, og hún
hafði ekki minnzt á að fara. Það
var alltaf nokkurt fé. Og ef tll vill
tækist þeim að lagfæra eitt herbergi
enn og verða sér úti um þriðja leigj-
andann. . . .
— Þetta lagast allt af sjálfu sér,
SSffðÍ T
En hann hristi höfuðið. — Ég get
ekki legið upp á ykkur á þennan
hátt — eins og snikjugestur.
—■ Það eru ekki neinar snikjur, ef
þú greiðir skuldina upp að lokum.
— Þakka þér fyrir . . . En það er
bara þetta, að nú finnst mér sem ég
hafi ekkl tryggingu fyrir neinu, úr
þvl að þetta gat komið fyrir. Eg á
ekki vist, að Þeir telji leikrltið hafa
breytzt til hins betra, þótt mér finn-
ist þaö, og þótt svo það verði tekið til
sýningar, þá á ég ekkl vist, að Þvl
verði tekið jafnvel og hinu fyrra. . .
Það var eins og allt hefði hrunið í
rúst hjá honum á einni stundu. —
En þú varst að enda við að segja,
að þú héldir, að þetta væri á réttri
leið, sagði Lisa og vildi tala í hann
kjark.
Cleveland hleypti brúnum. — Já,
og ég er í rauninni á þeirri skoðun.
En nú skulum við horfast i augu við
staðreyndirnar, Lísa. — Beizkju-
hreimurinn var aftur kominn í rödd
hans. -— Það er ekki nema stutt
stund síðan, að ég hélt, að allt sem
ég skrifaði, væri hreinasta snilld og
gæti bókstaflega ekki betra verið.
Bréfið frá umboösmanninum hefur
sýnt mér fram á hið gagnstæða, og
nú kæri ég mig ekki um að láta
blekkjast aftur. Ég gerði réttast að fá
mér einhverja vinnu á daginn og
skrifa svo á kvöldin . . . og get Þó
ekki komið Því við eins og stendur,
því að þá hef ég þig ekki mér til að-
stoðar, og þá rennur þetta allt út í
sandinn aftur. . . .
Það var auðheyrt á rödd hans, að
honum var alvara um Þetta, og allt
í einu fannst Lisu sem hún yrði svo
ákaflega hamingjusöm. Þetta, að
hann skyldi þurfa hennar við, máði
algerlega í brott minningarnar um
það, sem forðum gerðist við sund-
laugina í Ríó.
Hún sagði ákveðinni röddu: — Þú
verður hérna, þangað til endursamn-
ingu leikritsins er lokið. Þú getur
hjálpað Mikka öðru hverju við að
mála húsið, ef Þér finnst Það létta á
samvizkunni. Og svo bætti hún við,
eins og hún vildi fyrir fram kveða
niður öll andmæli. — Þú verður,
hvort eð er, einn af fjölskyldunni,
þegar þú kvænist Marínu.
Marín . . . Honum brá. Hann hafði
alls ekki munað eftir því siðustu
klukkustundirnar, að hún væri til.
Hann fann til samvizkubits, en svona
var það alltaf, þegar einhver hug-
mynd greip mann, — þá var eins og
allir og allt, sem var ekki henni eitt-
hvað tengt, bókstaflega máðist út.
—■ Ég hef ekki enn sagt henni
fréttirnar, sagði hann dapurlega. Lisa
gat ekki séð svipbrigðí hans I myrkr-
inu, en röddin var þannig, að hún
1,
flýtti sér að segja eitthvað, sem dregið
gæti úr kvíða hans.
— Brúðkaupið þarf ekki að drag-
ast von úr viti, þótt þetta færi svona.
Hvað helduðu, að það taki.þig langan
tíma að endursemja leikritið?
— Það er ómögulegt að segja, . . .
mánuð, . . . kannski einar sex vik-
ur. . .
En það var ekki frestun brúðkaups-
ins, sem haíði valdið honura mestum
áhyggjum, lieidur, að ham. liafði lieit-
ið Merínu aut of miklu og þótti nú
með ullu óvist, að hann gæti nokkurn
tíma staðið v ð helminginn aí því.
Ef svo færi, aö hann reynd'st þess ekki
megnugur aó fylgja sigunum uttir,
þá Komst hann ekki hjá þvi að ger-
þ eyta öllu.n framtíðaráætlunum sin-
u’Ti, — og það mundi ekni vcrða svo
aoóvelt að skýra henn: frá því. . .
Framhald á næstu síðu.
vikam 37