Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 16
SMÁSW EFT1R H5REN BRÁjSEN
Snjórinn þyrlaðist niður fjallshlíðarnar og lagðist í dalina eins og
þykkt teppi. Yfir landinu hvíldi grár og þungbúinn himinn, sem hoðaði
meiri snjó á endalausa auðnina.
í þessum hvíta og gráa heimi ruddi maður sér braut í snjónuin. Öðru
hvoru stanzaði hann og dró djúpt andann, barði saman snjóskónum
og lagfærði hina þungu byrði, sem hann bar á bakinu. Hann var í
góðum fötum fyrir þessa veðráttu. í lykkju við beltið hjengu íshaki
og öxi. Hann var undir það búinn að jnirfa að ganga á fjöll og ryðjast
i gegnum furuskógana, sem þöktu hlíðar dalsins.
Öðru hvoru leit hann til baka og sá hvernig skafrenningurinn fyllti
spor hans samstundis — hann rumdi ánægjulega og gekk áfram. Hann
vissi ekki nákvæmlega hvar hann var. Hann hafði farið í lestina í
Edmonton i Alberta og síðan úr henni litlu áður en hún beygði til
Graham Landing. Lengra fór lestin ekki og því lagði hann gangandi
af stað yfir snjóbreiðurnar norður á bóginn.
Landslagið varð sifeHt eyðilegra, brátt hurfu hinar strjálu byggðir,
og loks var ekkert að siá nema fjöllin, dalina, skógana og beinfrosnar
árnar. Hann hafði nákvæmlega það nesti meðferðis, sem með þurfti,
og ef óveðrið gerði ekki út af við hann, gat hann reiknað með áð kom-
ast í nyrztu furuskógana eftir eina eða tvær vikur. Þar bjuggu skógar-
höggsmenn i dreifðum hópum og þar bjóst hann við að fá vinnu, án
þess að þurfa að svara of mörgum spurningum.
Ef þetta færi eins og hann hafði áæt’að, yrði líf hans eins og munks
— en þó var sá munur á, að munkurinn hafði bækur sínar og áhuga-
mál hjá sér — en hann mundi vera fjarri öllu þvi, sem honum var
kærast. En ef þetta mistækist — þá átti hann góða byssu og stöðuga
hönd. Af frjálsum vilja mundi hann ekki hverfa aftur heim.
Upp úr miðjum degi hætti að snjóa og það birti til. Landslagið var
fallegt í einmanaleik sínum, frosnar árnar glömpuðu eins og silfur-
>< bönd i kaldri vetrarsólinni — og allt i einu sá hann mannveru koma
l^hratt á skiðum á móti sér. Honum varð svo bilt við, að hann hafði
‘"ekki hugsun á að snúa við, fyrr en það var of seint. Manninum miundi
finnast það grunsamlegt og kannski mundi hann skjóta á hann á flótt-
anum. Þegar hann nálgaðist, sá hann að þetta var kona!
Hann hefði e-kki orðið meira á varðbergi þó hann hefði mætt bjarn-
dýri. Konan var kornung og klædd tízkulegum lappabúningi með rauð-
um og bláum leggingum. Hún var með húfu með rauðum skúf — og
undan henni feyktust Ijósir og liðaðir hárlokkar. Útlit hennar benti
ekki til þess, að þarna væri frumstæð fegurðardís af þessuin slóðum.
Þegar hún kom auga á hann, veifaði hún með öðrum stafnum og
renndi sér svo upp að hlið hans með beirri le'kni. sem gat ekki annað
en vakið aðdáun hans. Hún leit glaðlega á hann, en svo breyttist svimir
hennar og hún sagði með vonbrigðahreim: „Æ, ég hélt að þetta væri
læknirinn ...“
„Læknirinn?" spurði hann ruglaður og leit á hana.
„Já, það er sá tuttugasti og þriðji í dag, er það ekki? Hann er vanur
að koma hér um þetta leyti mánaðarins. Þeir koma með hann i heli-
kopter til Dalton og hariú fer hér um allt svæðið í mótorsleða, og
síðan taka þeir hann aftur á sama stað,“ sagði unga stúlkan.
„Ég hafði ekki hugmynd um, að hér byggi fólk,“ sagði hann hugsandi.
„Það búa hér veiðimenn i tjöldum — þeir láta lækninn vita af sér
með þvf að kynda bál — og svo erum það bara við — faðir minn og ég.“
Svo bætti hún hrygg við: „Og núna er faðir minn veikur aftur. Ég
hef gengið meðfram ánni á hverjum degi þegar vel hefur viðrað, en ég
hef ekki séð neitt I»l, svo hann er sjálfsagt farinn aftur ...“
„En hvernig hafið þið farið að, þegar faðir yðar hefur verið veik-
ur áður?"
„Það hefur venjulega komið einhver skógarhöggsmaður, sem hefur
ótt leið framhjá, en í þetta sinn höfum við engan hitt í tvo mán:uði.“
Hann andvarpaði feginsamlega. „Það er dálítið kærulaust að búa
svona langt frá mannabyggðum með veikan mann, er það ekki?“
„Við búum ekki alltaf hér, og faðir minn er hraustari fyrir hjartanu
hér en niðri 1 Winnepeg, þar sem við eigum hús.“ Hún brosti. „Ef pabbi
hefur tekið það í sig, að það ?é gott að skrifa einhvers staðar, þýðir
ekki að mótmæla honum — þó svo að honum dytti í hug að búa í
trjákrónu í frumskógum Brasillu.“
Hann brosti ekki á móti, þó bros hennar yljaði honum. „Ég er lækn-
ir,“ sagði hann kuldalega.
„Eruð þér það?“ spurði hún tortryggnislega.
„Ég heiti Jan Warren,“ sagði hann af misgáningi — hann hafði
gleymt, að hann hafði tekið sér nýtt nafn.
10 VIKAN