Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 29
1*
w
Slankbelti eða brjóstahaldari er undir-
fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að
vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru
það þýðingarmikill þáttur I klæðaburði
yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með
fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar vel
þekktu KANTER'S lífstykkjavörur, sem
eingöngu eru framleiddar úr beztu efnum,
í nýjustu sniðum. Þér getið ávallt verið
öruggar um að fá einmitt það sem yður
hentar bezt frá
WIK
ii
4
'bilpnap
Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.): Þú skalt ekki
leggja út í neina óvissu í þessari viku, vegna þess
að á einu sviði leikur lánið allt annað en við þér.
Vinur þinn einn gerir þér ómetanlegan greiða í
vikunni og innan skamms gefst þér tækifæri til
þess að launa honum þetta. Farðu varlega með peninga
um helgina. Fimmtudagurinn verður bezti dagur vikunnar.
NautsmerkiO (21. apr.—21. maí): Þetta verður
vika mikillar hamingju á flestum sviðum. Þó er
hætt við að eitthvert smáatvik eigi eftir að vaida
þér einhverjum áhyggjum. Þú ferð i skemmtilegt
samkvæmi um helgina, þar sem þú kynnist per-
sónu, eða jafnvel persónum, sem þú átt eftir að sjá tals-
vert meira af næstu vikur. Heillalitur rautt.
Tvíburamerkið (22. maí—21. júni): Líklega verð-
ur þessi vika ekki á allan hátt eins og þú hafðir
gert ráð fyrir, en ekki skaltu kvíða neinu, því að
þetta verður yfirleitt hin ánægjulegasta vika.
Eitthvert kvöldið gerist eitthvað, sem þú hefur
lengi beðið — kannski er það samt of seint. Á laugardag
verður þér komið þægilega á óvart.
Krabbamerkið (22. júní—23. júli): Þú færð'hug-
mynd í vikunni, sem rétt er að hrinda i fram-
kvæmd, áður en það verður orðið um seinan. Þó
skaltu ekki fara of geist af stað. Eitthvað í fari
ástvinar þins hefur angrað þig undanfarið, en
líklega er bezt að minnast ekki á þetta, heldur láta það sem
vind um eyru þjóta. Heillatala 14.
Ljónsmerkiö 24. júli—23. ág.): Það gerist óvenju-
mikið í vikunni, og þú munt verða miðpunktur-
inn í einhverju, sem þú og kunningjar þínir gera.
Þú virðist öfundsjúkur út í einn félaga þinn, og
er það ljótur löstur. Það er ekki síður hann, sem
hefur ástæðu til að öfunda þig. E'kki finnur þú samt til
öfundar í fari hans, eða hvað?
MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú leggur út
í eitthvað, sem verður þér ofviða, þegar fram í
sækir, en láttu það samt ekki á þig fá, þvi að
þetta verður til þess að kenna þér góða lexíu. Það
er ágætt að hafa sjálfsálit, en of mikið má Þó að
öllu gera. Líklega gerist eitthvað neikvætt á laugardag, ef
þú heldur ekki vel á spöðunum. Er það af sérhlífni?
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú munt eiga
mjög ánægjulega daga, og ekki verða kvöldin
sizt. Eitt kvöldið gerist eitthvað, sem kemur þér í
gott skap næstu vikur, svo ekki er það að verra
taginu. Þér gefst tækifæri að eignast mjög góðan
vin i vikunni — ef sá er af hinu kyninu, gæti hugsazt að
Amor færi eitthvað að skipta sér af sambandi ykkar.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú skalt reyna
að forðast allar öfgar í þessari viku, einkum hvað
allan mat og drykk snertir. Það biða þín miklar
freistingar um helgina, en líklega ert Þú gæddur
nægilegum viljastyrk til að standast þær. Trúðu
því ekki nema mátulega vel, sem félagi þinn segir þér
um annan félaga þinn. Heillatala 11.
BogamannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Þú virðist
einkennilega heppinn í vikunni, og máttu þakka
þínum sæla, því að ýmislegt það, sem þú gerir,
virðist i fyrstu vera hið mesta glapræði. Gleymska
þín gæti komið þér illilega í koll. Á miðvikudags-
kvöld berast þér tíðindi, sem eiga eftir að breyta áformum
þínum varðandi næstu daga til mikilla muna.
______ GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Vinur þinn ger-
ir eitthvað, sem særir þig mjög, en líklega skil-
urðu ekki fyllilega, hvers vegna hann gerði þetta.
1 vikunni kemur svo hið sanna í ljós, og þá mun
allt leika í lyndi. Þú færð skemmtilegan mann í
heimsókn einhvern daginn. Þú ættir að umgangast hann
meira. Miðvikudagurinn er heilladagur fyrir konur.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.): Þetta verð-
ur fremur leiðinleg vika — þ. e. a. s. ef þú kannt
ekki að gera þér mat úr þvi litla meðlæti, sem
þér býðst. Ef þú ert maður til þess, verður þér
ríkulega launað. Þú lest eitthvað, sem kemur þér
til að skipta um skoðun varðandi mál, sem þér er mjög
ofarlega í huga. Föstudagurinn er dálítið varasamur, ekki
hvað sízt fyrir ung hjón.
Fiskamerkiö (20. febr.—20. marz): Þú munt eiga
mjög þægilega daga i vændum, enda þótt ekki
gerist neinir stórviðburðir. Þú virðist óvenjuvel
hæfur til að njóta lífsins þessa dagana, og er það
vel. Láttu þetta þér að kenningu verða. Þú verður
gagnrýndur eitthvað fyrir það, sem þér varð á í vikunni,
sem leið, en láttu þá gagnrýni sem vind um eyru þjóta.
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.