Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 27
til systur minnar, Elisabeth Nesser,
og beðiö hana að gera okkur þann
heiður að vera viðstadda hjónavígsl-
una. „Það er sannarlega tími til þess
kominn", varð henni að orði. „Eg
vildi óska að móðir okkar væri á lífi
og gæti verið viðstödd".
Síðan ræddum við við Howard
Strickling, sem lengi hafði verið ná-
inn vinur Clarks. Sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóri MGM hafði hann með
höndum yfirstjórn auglýsingastarf-
semi fyrirtækisins, og leitaði þá oft
aðstoðar og ráða hjá Clark. Þóttist
Clark vita að hjónabandi okkar yrðl
ekki lengi haldið leyndu, og áleit því
bezt að fela honum að tilkynna blöð-
unum um það, einföldum orðum og
undanbragðalaust.
„Við Kathleen ætlum að gifta okk-
ur á morgun", sagði Clark. „A1 Men-
asco hringir til Þín þegar hjónavigsl-
unni er lokið og við erum örugglega
komin undan, svo þú getur tilkynnt
blaðamönnunum fréttina".
Og loks var þá giftingardagur okk-
ar upp runninn — 11. júlí, 1955. Veðr-
ið var yndislegt, glaðasólskin og hiti.
jafnvel klukkan sex síðdegis, þegar
við Clark og Elisabeth lögðum af stað
í nýja, hvíta bílnum hans. Við vorum
dálítið seint fyrir, og þegar við lögð-
um af stað út á eyðimörkina urðum
við enn fyrir töfum, bíllinn bilaði þótt
nýr væri.
Clark, sem alltaf vildi vera stund-
vís, var staðráðinn í að þau Menascos-
hjónin skyldu ekki þurfa að bíða
okkar lengi. Sama sem nýr, bilaður
bill, skyldi ekki verða til Þess að rugla
áætlun hans á sjálfan brúðkaupsdag-
inn. Við námum því staðar hjá bensín-
stöð, keyptum sex brúsa af olíu og
héldum svo áfram ferðinni. Með
hundrað mílna millibili urðum við að
nema staðar og fylla olíu á bílinn.
Við ókum sæmilega hratt, þegar
smellur kvað við. Clark ók þegar út
að vegarbrúninni. „Bg geri ráð fyrir
að hjólslanga hafi sprungið", sagði
hann.
Við nánari athugun kom þó í ljós
að allt virtist í lagi með barðana og
slöngurnar. Ég varð þess vör að ein-
hvern þef lagði fyrir vit, sem mér
fannst ég kannast við. Ég þurfti ekki
annað en opna töskuna mína, sem lá
aftur í, til þess að gátan leystist.
Hinn mikli hiti úti á eyðimörkinni
hafði orðið greiðsluvökvaflöskunni
minni um megn. Eg hafði sett hana í
eitt horn töskunnar, og það kom í ljós,
að stúturinn hafði bókstaflega sprung-
ið af henni. Til allrar hamingju hafði
ég vafið öll önnur plögg í töskunni
plastdúk, svo þau hafði ekki sakað.
Þegar við komum til Gardnerville
eftir erfiðan akstur, kom enn eitt
vandamál á daginn. Við þurftum að
hafa fataskipti fyrir hjónavígsluna,
eh þar sem okkur hafði tekizt að haga
öllu með slikri leynd, vildum við ó-
gjarna leggja þann árangur í hættu
með því að koma við í áningarskýli
og hafa fataskipti þar — alltaf mátti
gera ráð fyrir að einhver bæri kennsl
á Clark.
Skammt írá veginum sá ég þéttan
trjálund við litinn læk. „Við getum
sem bezt haft fataskipti þarna inni i
lundinum", sagði ég. „Við getum
þvegið okkur úr læknum".
Ég gleymi aldrei augnaráðinu, sem
systir mín sendi mér. „Eg vil ekki vita
til Þess að þið þvoið ýkkur upp úr
læk á brúðkaupsdaginn eins og ein-
hverjir villimenn", mælti hún með
nokkurri þykkju. „Við höfum fata-
skipti í áningarskýli — látið þið mig
um þetta".
Við létum hana svo ráða, og allt
Tbni heimapermanent gerir
hár yóar mjúkt, gljáandi og meðfærilegt
Með TONI fáið pér fallegasta og
varanlegasta permanentið. Vegna þess
að “leyniefni” Toni heldur lagningunni
og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér
þurfið aðeins að bregða greiðunni í
hárið, til þess að laga það. Ekkert annað
permanent hefir “leyniefni”. það er
eingöngu í Toni.
Toni er framleitt i þretnur styrkleikum
REGULAR fyrir venjulegt hár
SUPER fyrir mjög fínt hár
GENTLE fyrir gróft hár, skolað og litað hár
Einn þeirra er einmitt fyrir yður.
Toni framleiðslatryggirfegursta hárið
gekk að óskum. Við námum staðar
úti fyrir áningarskýli, hún fór inn og
bað um tvö herbergi í tvær klukku-
stundir. „Foreldrar mínir eru svo
þreyttir eftir aksturinn um eyðimörk-
ina, að þau þurfa að hvíla sig svolitla
stund", sagði hún við afgreiðslumann-
inn.
Við systurnar bárum farangurinn
síðan inn í herbergin. Clark beið úti
i bílnum þangað til við gáfum hon-
um merki um að allt væri i lagi. Þá
kom hann inn, haltrandi og boginn
í baki, með dökk sólgleraugu og hatt-
börðin brett niður. „Líttu á hann",
sagði Lísa við mig, „þú hefur enn tíma
til að breyta ákvörðun þinni".
Þannig var levndarmálinu bjargað.
Við höfðum fataskipti og snyrtum
okkur í snatri.
Framhald i næsta biaði.
Matur og brauð
Framh. af bls. 39.
mótum eða í ofnskúffu en þá þarf
að auka hana i samræmi við stærð
skúffunnar.
Eplalengja.
300 gr hveiti, 200 gr smjörlíki,
% lítill bolli súrmjólk.
Hveitið er sáldrað á borð. Smjör-
líkið skorið í með hnif. Vætt í með
súrmjólkinni. Deigið hnoðað fljótt
saman, látið biða á köldum stað
um stund. (Bezt er að það bíði til
næsta dags.
Flatt út frenmr þunnt og skorið
i lengjur, sem eru lagðar saman
með eplasneiðum eða góðu mauki.
Penslaðar með mjóik eða cggi og
örlitlum sykri stráð yfir. Það er
einnig fallegt að skera upp i raðir
lengjunnar og flétta yfir á miðjuna.
Bezt nýbakað.
ViivAN 27