Vikan


Vikan - 14.06.1962, Side 14

Vikan - 14.06.1962, Side 14
Tvær aðstoðarstúlkur voru einnig viðstaddar, þær Þuríður Sörensen hjúkrunarkona og Arnbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarnemi. Eftir augnablik opnaði hann augun. Hann skildi strax að það versta var liðið hjá. 14 VIKAN að beygja af. Tárin komu fram í augun og skeifa á stokk- bólginn munninn. Ég flýtti mér þess vegna að smella af og hraðaði mér svo út. Ég leit við um leið og ég gekk fram og sá að læknirinn tók stóra og skrýtna töng í hægri hönd og beygði sig niður yfir litla snáðann um leið og hann sagði: „Vertu nú hraustur, karlinn. Þetta verður ekkert sárt ....!“ Ég minntist Þess er ég stóð þarna i sama herbergi fyrir nokkrum mánuðum síðan, og hélt þá í höndina á mínum eigin litia strák. Það var svipuð skeifa á munninum á honum, og það heyrðist heldur ekki i honum hljóð, en augnaráðið var dálítið öðruvísi, af því að pabbi hans hélt i höndina á honum. Það var ekki alveg eins hræðslulegt, — en biðjandi — eins og hann væri að biðja mig um að gæta sín fyrir þessum grímuklædda manni, sem stóð yfir honum og ætlaði að fara að gera eitthvað við höndina hans, sem hafði farið í þvottavinduna .... Eða þegar ég, var þar nokkrum dögum seinna með sama piltinn með stóran skurð á höfði, eftir að hafa dottið á miðstöðvarofn! Ég gat ekki gætt hans fyrir manninum, en ég gat róað hann á meðan maðurinn var að sauma hann saman, Þó að sennilega hafi ég verið töluvert órólegri sjálfur, en hann. Ég kunni ekki beint vel við mig þarna i stofunni, með strák- inn minn fastan viðskiptavin, að þurfa að koma þangað í svip- uðum erindagerðum aftur. -—O------- --------------- „Algengustu slys í heimshúsum, og jafnframt oft þau hættu- legustu, eru eitranir,“ sagði Haukur Kristjánsson læknir, er ég fór að ræða við hann um algengustu orsakir slysa á börn- um. „Það er kannski leiðinlegt að þurfa að segja það, en slíkar eitranir eru oftast hreinni vanrækslu og kæruleysi að kenna, hjá fullorðna fólkinu." — Hverskonar eitranir eru það, aðallega? „Krakkar komast t. d. í sigarettustubba í öskubökkum og éta þá. Nikótínsýran, sezt til i stubbunum og getur verið mjög hættuleg, ef smákrakkar taka upp á því að éta þá.“ — Þú segir mjög hættulegt. Áttu við að það geti verið lífshættulegt? „Það getur verið það. Ég man að vísu ekki eftir neinu til- felli hérna heima, þar sem börn hafa dáið af sliku, en það liei'ur komið fyrir erlendis." — Ég þarf varla að spyrja Þig ráða um varúðarráðstafanir gegn þessu Það er auðvitað fyrst og fremst að hafa ekki öskubakka þar sem börn geta náð til þeirra .... „Já, og að hreinsa þá oft. Láta sígarettustubba ekki liggja í öskubökkum lengur en nauðsyr.legt er, ef börn gætu með einhverju móti náð til þeirra. Annars gildir þetta aðeins um rnjög ung börn, held ég. Strax og þau fara að stækka, er rniimi hætta á að þau leggi sér slíkt til nrunns.“ — L’.'u fleiri eiturlyf yfirleitt hættuleg í heimahúsum .. . . ? „Já, ég er nú hræddur um það. Það eru t. d. allskonar hreinsivökvar, gólf- og húsgagnabón, þvottalögur eins og t. d. klorox, se..i Þó er liklega ekki lifshættulegt, vegna þess að það er ekki svo sterk blanda. Svo er það vítissódi, edikssýra, sern íólk kaupir stundum í iyfjaverzlunum, acetone, sem kvenfólk notar til að hreinsa naglaiakk af nöglum og svo náttúrulega ekki sízt ýmis konar töílur og önnur lyf, sem fólk geymir oft ótrúlega kæruleysislega." — Gamlir afgangar og svoleiðis . . . . ? „Já. Oft og tíðum hefur fóllt enga hugmynd um, hvað í glösunum er, né hverskonar töflur er um að ræða, og þá verður það að koma með umbúðirnar til okkar, til þess að við getum beitt réttri aðferð við lækninguna. Annars er maga- tæming aö sjálfsögðu gerð þegar í stað. Það er eitt með þvi algengara, sem við gerum við litla krakka.” — Það ætti að vera lítill vandi að geyma slík lyi á ör- uggum stað. „Já, ef nokkur ástæða er þá til að geyma þau. Þegar fólk er hætt að vita hverskonar lyf það eru, og miðar dottnir af glasi eða öðrum umbúðum, þá áiít ég sjálfsagt að henda innihaldinu, svo það verði engum að skaða. Annars á að geyma öll lyf á ákveðnum og öruggum stað, þar sem börn hafa engan möguleika á að ná í þau.“ — Hvert er svo næstalgengasta vandamálið? „Það eru líklega miðstöðvarofnarnir ....“ — Miðstöðvarofnarnir .. . . ? „Já, það er eins og þeir séu alltaf beint fyrir framan krakka- greyin, þegar þau detta framyfir sig. Þau eru að hlaupa u i og leika sér, og svo detta þau beint framyfir sig. Stundum er ekkert fyrir framan þau nema bert gólfið, eða gólftepp.,' stundum stóll eða borð, og Þá meiða þau s!g venjuiega ekki svo illa, að þau þurfi sérstakrar aðgerðar við. En þegar mið- stöðvarofn er fyrir framan. þau og þau lenda með andlitið á skörpum brúnunum, þá er oft illt í efni. Þau koma þá hingað með djúpa skurði á enni og kinn, en sjaldan er það mjög alvarlegt." — Já, ég kannast við þetta af eigin reynsiu. Hvað er annars helzt hægt að gera við þessu? „Það er ekki svo gott að segja. Auðvitað er það ekki alveg sama, hvaða gerð af miðstöðvarofni er um að ræða. Þeir

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.