Vikan - 14.06.1962, Síða 17
væntanlegum starfsfélögum ....
Hann kinkaði kolli vingjarnlega.
Leit svo til Einars.
— Mig langar til að segja nokkur
orð við yður, Einar, ef þér hafið tíma
til þess, sagði hann.
Eva kvaddi þá og hélt út úr skrif-
stoíunni. Þegar hún hafði lokað dyr-
unum, tók Ström yfirlæknir að troða
í pípu sina.
— Þér eruð þreytulegur, Einar,
mælti hann. Það er og sízt áð undra,
þetta hefur verið erfið nótt. En Það
var ekki fyrst og fremst það, heldur
allt annað, sem mig langaði til að
ræða við yður.
Það leyndi sér ekki, að Ström yf-
irlæknir átti erfitt með að hefja máls
á þvi, sem honum lá á hjarta. Það
virtist viðkvæmt mál, og Einar fór
að gruna hvað það mundi vera.
— Eins og þér vitið, reiði ég mig
mjög á álit yðar, sagði hann loks.
Og mig langar til að vita hið sanna
um hvernig þessu var í rauninni hátt-
að með Bertilsen lækni í gær. ■
Skýrsla Ingiríðar hjúkrunarkonu var,
satt bezt að segja heldur uggvænleg.
Er það satt, að hann hafi verið ölv-
aður við skurðaðgerðina?
Einar gerði sér það fyllilega Ijóst,
að yfirboðari hans treysti honum, og
það hafði sínar skuldbindingar í för
með sér. Og hann hvorki vildi bregð-
ast því trausti né gat Það. Hinsvegar
gerði hann sér einnig Ijóst, að fram-
tíð Bertilsen, sem verið hafði vinur
hans um langt skeið, gat að miklu
leyti oltið á svarinu.
— Nei, það er of sterkt að orði
kveðið að segja að hann hafi verið
ölvaður, svaraði Einar eftir nokkra
þögn. Síðan sagði hann frá því,
hvernig þetta hafði gerzt, og hvers
vegna hann hefði sjálfur leyst Bertil-
sen af hólmi við skurðaðgerðina. Hann
var örvílnaður og ekki fyllilega með
sjálfum sér, herra yfirlæknir, sagði
hann að lokum. Þér vitið það bezt
sjálfur, að hann er mjög fær skurð-
læknir, þegar hann nýtur sín.
Ström yfirlæknir kinkaði kolli.
— Hann hefur að minnsta kosti
verið það, sagði hann. Það eru vand-
ræði, að hann skuli vera farinn að
drekka. Að visu ekki svo, að orð væri
á því gerandi, ef ekki væri um lækni
að ræða; en það má aldrei koma fyrir
að læknir sé skjálfhentur við skurð-
arborðið, eða svo mikið sem grunur
hvíla á um það, að hann sé undir
áhrifum áfengis þegar svo ber undir.
Ég kemst ekki hjá því að leggja þetta
mál fyrir yfirstjórn sjúkrahússins.
Það er annað en gaman, en hvað á
ég annað að gera? Ég ber ábyrgðina,
bæði gagnvart stjórn sjúkrahússins
og sjúklingunum.
Þar með mundi framtíð hans
gersamlega lögð í rústir, svaraði Bin-
ar. Og það væri sannarlega illa farið.
Hann var ekki ölvaður, ekki í eig-
inlegum skilningi .... það get ég
svarið. Að visu veit ég, að hann hefur
gert nokkuð mikið að því að undan-
förnu að neyta áfengis, en hann hef-
ur aldrei verið drukkinn í starfi sínu.
Þér vitið hvernig hjónaband hans var,
og hvernig það fór. I rauninni er ekki
unnt að dæma neinn strangt fyrir
það, þó hann leiti á náðir vínsins,
Þegar allt gengur honum þannig á
móti. Það er ekki öllum léð það þrek,
sem með þarf til að standast það. Eri
ég trúi því samt statt og stöðugt að
hann sigrist á Þessu. Svo eru það líka
efnahagsvandamál, sem þjaka honum.
Ég legg til að þér veitið honum tæki-
færi. Hann er fyllilega þess virði,
bæði sem maður og læknir .... I
— Ekkert kysi ég einmitt frekar.
En hvernig er það —■ er ekki nokkur
leið að fá einhverja góða konu til
að taka hann að sér? Hann þarfnast
þess fyrst og fremst að eignast góða
konu og gott heimili. Hvernig er
þetta með hann og Grétu?
— Hún ann honum hugástum, en
það lítur ekki út fyrir að hann hafi
einu sinni hugmynd um það. Jæja,
kannski augu hans opnist, áður en
það var um seinan. Maðúr verður að
vona það.
Yfirlæknirinn sló öskuna úr píp-
unni.
— Jæja, mælti hann Þungt hugsi.
Ég verð að minnsta kosti að tala
við hann og vara hann við.
— Ég efast um að það væri hyggi-
legt, þegar maður með hans skap-
ferli á hlut að máli. Það er ekki gott
að vita upp á hverju hann kynni þá
að taka. Tilfinnirigar hans eru eins
og opin kvika þessa dagana. En ef
þér treystið mér, þá skal ég taka
málið í mínar hendur, eins og það
liggur nú fyrir og reyna að hafa
áhrif á hann.
— Ég þigg það með þökkum, fyrst
þér viljið taka það að yður. Mér
þykir gott að sleppa. Ég verð að játa,
að mér hefur ekki verið rótt, síöan
Ingiríður hjúkrunarkona flutti mér
skýrslu sína. En nú skal ég ekki tefja
yður lengur. Nú skuluð þér fara heim
og hvíla yður .... og skilið kveðju
minni til Lilian. Hvernig líður henni
annars?
Einari vafðist tunga um tönn, þótt
hann vissi ekki sjálfur hvað olli.
— Hún þreytist enn óeðlilega fljótt.
E'n höfuðverkurinn er að mestu leyti
úr sögunni.
— Gott er það. Hvernig sefur hún?
— Yfirleitt vel, en það kemur þó
fyrir að ég verð að gefa henni lyf, svo
hún sofni... 1 rauninni er ekkert
óeðlilegt við það.
I
' I
ÞEGAR Einar hafði kvatt yfirlækn-
inn og hélt á brott, gat hann ein-
hverra hluta vegna ekki varizt þeirri
hugsun, að það hefði verið eitthvað
meira en venjuleg hugulsemi ein-
göngu, sem Ström gekk til, þegar
þann spurði svo náið um líðan konu
hans. Það var eins og hann vildi
spyrja: Hvernig er það .... gerir þú
eiginkonu þína hamingjusama? Og
Einar skelfdist við spurninguna, sem
þó hafði ekki verið lögð fyrir hann
beinum orðum. Hvernig gat nokkur
efazt um að hún væri hamingjusöm?
Leit hún þannig út, að það vekti með
fólki grun um að svo væri ekki? Eða
óafði húh ef til vill gefið einhverjum
eitthvað í skyn i þá átt? Nei, það
var með öllu útilokað; hún var bæði
of dul og of stolt til þess, að hún
ræddi þannig einkamál sín. Hann var
þess meira að segja fullviss, að Sol-
veig Halle, sem var bezta vinkona
hennar, átti ekki trúnað hennar í
þeim málum. Eflaust var þarna ein-
ungis um hans eigin imyndun að
ræða. Vitanlega hafði yfirlækninum
ekki gengið annað en vinátta og hæ-
verska til, er hann spurði þannig.
En það var annað, sem var mun
alvarlegra í þessu sambandi. Þessi
tilefnislausa krufning hans á spurn-
ingu yfirlæknisins hjaut að eiga ræt-
ur sinar að rekja til slæmrar sam-
vizku. Og hvað gat eiginlega valdið
slæmri samvizku hans? Hann hafði
gert læknisstarfið að lífsstarfi sínu
vegna þess að hann unni því, og hafði
dreymt um að verða læknir, allt frá
k Því hann var lítill hnokki. Gat það
»valdið honum slæmri samvizku, þótt
Það er örðugt í ann-
ríki læknisins að
fylgjast með ungri og
fallegri eiginkonu.
hann rækti það starf, sem var I senn
mikilvægt og ábyrgðarmikið, eins vel
og honum var framast unnt.
Vitanlega unni hann þeim báðum
hugástum, Lilian og Súsönnu. Raunar
gat Lilian ekki tekið neinn þátt í
starfi hans, en hún sýndi þó meiri
skilning gagnvart því, en títt var
um konur lækna yfirleitt, og var ekki
með neitt þref eða Þjark, þótt starfið
í sjúkrahúsinu hefði það í för með
sér, að hann gæti ekki sinnt heimil-
inu nema að takmörkuðu leyti. Það
kom ekki oft-fyrir að hann gæti setið
heima við arininn á kvöldin í ró og
næði —- annað hvort var það nætur-
varzlan i sjúkrahúsinu, eða þá sjúkra-
vitjanir, stundum langt fram á nótt.
Og þegar hann hafði lausa stund, sem
sjaldnast var, þá var hann yfirleitt
svo þreyttur að hann hafði mesta
löngun til að sofa og hvíla sig. Raun-
ar var það þá eins oft, að það var
Lilian sjálf, sem var svo þreytt, að
hún vildi helzt af öllu sofa. Og ekki
var heldur neitt einkennilegt við það;
hún hafði heimilisstörfin um að sjá,
auk þess sem hún var að annast Sús-
önnu litlu, og satt bezt að segja, þá
var hún ekki neinn þrekforkur. Auk
þess hafði hún vanizt rólegu og á-
hyggjulausu lífi í æsku, og alltaf
átt þess kost að njóta skemmtana-
upp einhverja tómstundaiðju, eða
eignast einhver áhugamál, mundi
henni veitast það auðveldara.
Ekki vantaði hana bækurnar, því
að bókasafn Patriks gamla frænda
var bæði mikið og vandað, en hún
hafði ekki mikið yndi af bókum yfir-
leitt. Þau höfðu fengið stóran flygil
í brúðkaupsgjöf, hið vandaðasta hljóð-
færi, sem hún hafði oft leikið á fyrstu
árin, en nú kom Það varla fyrir. Og
auk þess áttu þau vandaðan útvarps-
grammófón og gott plötusafn, en
smekkur hennar varðandi hljómlist,
var allur annar en hans — öll sí-
gild tónlist þótti henni leiðinleg, eða
hún gat ekki notið hennar, en það
þótti honum aftur á móti hin bezta
hvíld. Hann hafði gert sér vonir um,
að sér mætti takast að breyta smekk
hennar smám saman, en það var öðru
nær.
Með öðrum orðum — hann hlaut að
horfast í augu við staðreyndirnar,
hann vanrækti hina ungu og fögru
eiginkonu sina, og Það var skylda
hans að géra þar breytingu á. Hann
ákvað að nota væntanlegt sumarleyfi
sitt til langferðalaga með henni. Sús-
anna litla var orðin fjögurra ára, Eva
mundi fúslega taka það að sér að sjá
um hana meðan Þau væru fjarver-
andi, svo það var ekki neitt vanda-
lifsins í höfuðborginni, svo það varlip,i _ __ , „ -4.
sízt að undra, þótt henni hefði ekkife|mal- D£er Krfm’ raðskonan og Bnt.
enn tekizt að fella sig við lífið í af-Évlnnukona ------ """
■m
skekktum smábæ. Ef hún hefði tekið"
þeirra læknishjónanna,
Framliald á bls. 38.
TIKAM 17