Vikan


Vikan - 14.06.1962, Síða 19

Vikan - 14.06.1962, Síða 19
Að ofan: Loftmynd af Svínafellstjörn, milli Hvalsíkis og Skeiðarár, þar sem togarinn strandaði. Mennirnir komust vestur yfir kvíslarnar — t. v. á myndinni — og náðu Orrustustöðum á Brunasandi. djúpur áll milli grunnsævisins og lands. Þó vitaö sé með vissu, að oft hafi farizt skin á grynningunuin, er það þó algengast að þeim skoli alla leið á land, eða undan þeim fjarar, svo að skipverjar geta geng- ið þurrum fótum á land. Skipsins bíða hins vegar þau örlög — þó óbrotið sé — að grafast í fingerð- an sandinn og enn þann dag i dag þekkja menn enga örugga aðferð til að ná skipum út úr sandi, frá því að grafast i fíngerðan sandinn i kirkjugarði skipanna. Það er að því leyti rétt að tala um kirkjugarð skipanna, að þar grafast skip i bókstaflegum skilningi. Um afdrif áhafnanna eru til margar sögur. Þó fast land sé undir fótum, sandurinn, þá biður skips- brotsmanna oft eyðimerkurganga, með sandstormum, botnlausum kviksyndum og jökulám, frosti, lijarni og jökulruðningi, eftir því hvernig stendur á veðri. Milur eru til bæjar frá ströndinni og skips- brotsmannaskýli eru fá. Aðeins þeir, sem þarna hafa alizt upp, eða dvalið langdvölum, þekkja öruggar leiðir um sandauðnirnar. Með þess- ar staðreyndir í huga, skulum við hverfa aftur i tímann, til ársins 1903, eða nánar til tekið 19. janú- ar það ár, en þann dag strandaði þýzki togarinn FRIEDRICH AL- BERT, frá Getsemúnde á svo- nefndri Svínafellsfjöru, sem liggur milli Skeiðarárósa að austan og Hvalsíkis að vestan. Friedrich Albert. Það mun hafa verið um 10 leytið um kvöldið, sem togarinn kenndi grunns í brimgarðinum. jFlestir skipverja voru i fasta svefni, nema þeir, sem voru á verði. Úti á grunn- inu heltust brotsjóirnir yfir skipið og fyrr en varði, hálffyllti það af sjó. Þannig barst leikurinn gegnum brimgarðinn, unz það hafnaði und- ir sandbökkunum. Þó undarlegt sé, sakaði engan skipverja, né tók fyrir borð, með- an brimsjóirnir steyptu sér lótlaust yfir Friedrich Albert frá Getse- múnde og klukkan fjögur um morg- uninn hafði fjarað það undan skip- inu, að áhöfnin komst á land — lifaíidi. Það er auðvelt að geta sér til um það, hvað efst var i huga þeirra 12 þýzku sjómanna, sem á kaldri janúarnótt stóðu votir inn að skinni á ókunnri strönd, umluktir myrkri. Að baki þeirra lá togarinn í brim- löðrinu. Um þetta segir i Fjallkonunni 17. febrúar 1903: „Sem von var, varð veslings mönnunum fyrst fyrir að fara að leita mannabyggða. Þeir fóru viðs- vegar um sandinn og gerðu ýmsar atrennur til að vaða vötnin, bæði uppi undir jökli og niðri við sjó, en alls staðar var óvætt.“ Þeir kom- ust sem sé að þeirri ömurlegu stað- reýnd, að þeir voru innilokaðir i gildru. Um strandstaðinn er það að segja, að hann var einn hinn versti, sem þarna er að finna, og um liann segir i sama blaði Fjallkonunnar: „Þar eystra eru margar landtök- ur ekki góðar, en þessi staður er þó langvoðalegastur þeirra allra. Þaðan eru nálega 5 mílur upp að jöklinum, þar sem sumarvegurinn Framhald á næstu siðu. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.