Vikan - 14.06.1962, Síða 33
s
Toni
heimapermanent gerir
hár yóar mjúkt, gljáandi og meófærilegt
Með TONI fáið þér fallegasta og
varanlegasta permanentið. Vegna þess
að „leyniefni" Toni heldur lagningunni
og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér
þurfið aðeins að bregða greiðunni í
hárið, til þess að laga það, Ekkert annað
permanent hefir ,,leyniefni“, það er
eingöngu Toni.
Toni er framleitt i þremur styrkleikum
REGULAR fyrir venjulegt hár
SUPER fyrir mjög fínt hár
GENTLE fyrir gróft hár, skolað og litað hár
Einn þeirra er einmitt fyrir yður.
Toni framleiðslatryggirfegursta hárið
sig. Hann gekk út hægum skrefum.
„Josée ....“ sagði Eva. „Þetta var
harla léleg fyndni.“
„Alls ekki. Alan skildi hana full-
komlega."
Hún fékk sér sígarettu og hönd
hennar titraði. Það tók Brandon fulla
minútu að hafa uppi á kveikjaranum
sínum og tendra logann.
« „Um hvað vorum við annars að
tala?“ spurði Josée.
Hún fann fyrst og fremst til þreytu.
* 00000
Bilhurðin skall að stöfum og Josée
stóð titrandi upp við hana. Kinnel-
systkinin störðu Þögul á hana. Hvergi
ljós í húsinu. Þó stóð Chevrolettinn
þar fyrir utan.
„Hann hlýtur að vera sofnaður,"
sagði Eva, af lítilli sannfæringu.
Josée yppti öxlum. Nei, ihann var
ekki sofnaður. Hann beið þess að
hún kæmi heim. Það mundi koma til
harðrar sennu. Hún hræddist senn-
ur, alla ósátt og átök og, þegar Alan
var annarsvegar, öll orðasklpti. Samt
sem áður gat hún einungis sjálfri
sér um kennt. „Ég er heimskingi,“
hugsaði hún með sjálfri sér eins og
svo oft áður. „Erkiflón. Hvers vegna
gat ég ekki haldið mér saman?" I
örvæntingu sinni sneri hún sér að
Brandon.
„Ég held ég hafi ekki neinn kjark
í mér til þess,“ sagði hún. „Komdu
rnér út á flugvöll, Brandon, lánaðu
mér fyrir farinu. Eg held heim til
Krakklands aftur.“
„Það geturðu ekki," sagði Eva. „Það
væri svo .... svo .... skræfulegt.“
„Skræfulegt, skræfulegt .... Hvað
gerir það eiginlega til? Ég er aðeins
að reyna að komast hjá vitagagns-
lausu rifrildi, það er allt og sumt. Þú
talar eins og skátastelpa. Skræfu-
legt ....“
Hún stóð á öndinni, leitaði örþrifa-
ráða til að komast úr sjálfheldunni.
Hún átti það yfir höfði sér að hún
yrði gagnrýnd, af þeim sem hafði
íullan rétt til þess. Það var tilhugs-
un sem hún hafði aldrei getað þoiað.
„Hann hlýtur að bíða komu þinnar,“
sagði Brandon. „Þetta hlýtur allt að
hafa fengið mjög á hann.“
Þau töluðu í hálfum hljóðum, öll
þrjú. Þau minntu mest á óttaslegna
samsærismenn.
„Allt i lagi,“ sagði Josée. „Þessi
undanbrögð koma mér ekki að neinu
haldi. Það er bezt fyrir mig að fara
inn.“
„Þætti Þér kannski betra að við
dokuðum eitthvað við?“
Svipur Brandons var þrunginn
harmrænni göfugmennsku. „Minn
gamli aðdáandi hefur tekið mig í
sátt,“ hugsaði Josée með sér, „en
með blæðandi hjarta.“ Hún brosti
sem snöggvast.
„Hann drepur mig ekki,“ sagði hún,
og þegar hún sá skelfingarsvip þeirra,
bætti hún við með áherzlu. „Og jafn-
vel þótt svo færi ....“
Hún veifaði hendi til Þeirra i
kveðjuskyni og afréð að taka örlög-
um sinum. 1 París hefði þetta allt
orðið með öðrum hætti; Þá mundi
hún hafa eytt nóttinni í hópi kátra
kunningja og ekki snúið heim fyrr
en undir morgun, alltof þreytt til að
kviða senunni. En hérna hafði hún
verið í slagtogi við tvo stranga gagn-
rýnendur, og smám saman hafði hún
glatað þeim litla kjarki, sem fyrir
hendi var. „Kannski drepur hánn
mig,“ hugsaði hún, „hann vantar að
minnsta kosti ekki brjálsemina til
þess.“ En í rauninni lagði hún ekki
neinn trúnað á það. Innst inni fyrir
mundi þetta vekja hjá honum fögn-
uð, hann mundi taka fegins hendi
svo ákjósanlegri átyllu til að kvelja
og pína sjálfan sig. Hann mundi
krefja hana sagna um hvert smá-
atriði, hvert ....
„Guð minn góður," hugsaði hún,
„hvað er ég að vilja hingað?“
Hún óskaði sér heim, til móður
sinnar, í sitt gamla umhverfi, í hóp
vina og kunningja. Hún hafði sett
sér að öðlast yfirborðsfágun, ferðast,
giftast, komast úr landi. Hún hafði
talið sér trú um að það væri unnt
að stokka upp spilin. Og nú, þessa
molluheitu nótt á Florida, þegar hún
lét hallast upp að dyrastafnum, lang-
aði hana til að kjökra, kalla á hjálp,
haga sér eins og tíu ára telpukrakki.
Hún hratt upp hurðinni, nam staðar
i myrkrinu fyrir innan. Kannski var
hann líka sofnaður. Kannski átti hún
að læðast á tám að rúminu svo hann
yrði hennar ekki var. Hún varð
skyndilega gripin æsilegri von. Þann-
ig var það þegar hún kom heim úr
skólanum með lélega einkunn, þegar
hún stóð á þröskuldinum, hlustaði og
reyndi að átta sig á því sem hún
heyrði að innan. Voru boðsgestir hjá
foreldrum hennar? E'f svo var, hafði
hún ekkert að óttast. Tilfinningin var
nákvæmlega söm, og óljóst gerði hún
sér grein fyrir þvi að hún var ekki
hótinu hræddari við bálreiðan bónda
sinn nú, en hún hafði verið fyrir
fimmtán árum við foreldrana, sem
voru ekki sérlega uppnæmir fyrir
núlli í landafræði, jafnvel þótt það
væri einkadóttir þeirra, sem ! hlotið
hafði þá einkunn. Ef til vill voru
hámarkstakmörk varðandi samvizku-
bit, varðandi óttann við afleiðingarn-
ar og ef til vill náði maður því há-
marki í eitt skipti fyrir öli á tólf
ára aldri. Hún þreifaði eftir rafmagns-
rofanum og kveikti. Alan sat á legu-
bekknum og horfði á hana.
„Þá kemurðu," sagði hann heimsku-
lega.
Og hún beit á vörina. Hún lá við
höggi, en hann hlifði henni. Hann
var fölur, en flaska hvergi sjáanleg
í námunda við hann.
„Hvers vegna siturðu í myrkrinu?“
tók hún til máls.'
Og hún settist með hógværð
skammt frá honum. Hann strauk
hendi um hvarma sér, eins og hann
gerði svo oft, og skyndilega fann hún
vakna hjá sér löngun til að leggja
VIKAN 33