Vikan


Vikan - 26.07.1962, Page 4

Vikan - 26.07.1962, Page 4
Telpnbuxnr í öllum stærðum og fjölbreyttu litaúrvali. Biðjið um buxurnar frá 8PARTA Borgartúni 7. — Sími 16554. Brögð í tafli.. . Kæri Póstur. Þakka ykkur fyrir viðtalið viS hann Björn Þorsteinsson, þaS var anzi gott, en þaS þýSir bara ekki fyrir ykkur aS reyna aS ljúga aS lesendum, aS þessi blaSamaSur ykkar hafi gert viS hann jafntefli. ÞaS var alveg óþarfi aS koma meS þennan brandara i restina og auk þess var þetta alls enginn brand- ari. ÞiS megiS ekki vera aS hæSast aS saklausum áskrifendum — þaS gæti einhver trúaS þessu. Vignir. — — -— Svei mér þá, þessi skáJc var telfd, hvort sem Björn hefur verið upplagður eða ekki, það fylgir ekki sögunni. Ánnars er þér fullheimilt að koma hing- að upp á ritstjórn og tefla við þennan blaðamann. Við skulum meira að segja birta skákina ykkar. Hugmyndasnauðir . . . Kæri Póstur. Ég var að hugsa um þaS, hversu óstjórnlega hugmyndasnauðir við erum, íslendingarnir. Við vorum að tala um þetta tveir kunningjar, og ég mátti til að skrifa þér um þetta, vegna þess að ég hafði i hugsunarleysi mínu ekki hugsað út í þetta. Það, sem við vorum að tala um, er þetta: ÞaS má aldrei svo koma ný vörutegund á markað- inn, sem ekki hefur sézt hér áður, að hún festist ekki i munni fólks- ins undir vörumerki. Þú skilur kannski ekki við hvað ég á; tökum dæmi, eins og hansahillur og bambabaunir. Ég vil engan veginn rýra þessi tvö vörumerki, enda mega framleiðendur vera stoltir af því að heyra vörur sömu tegundar nefndar vörumerki þeirra. En auð- vitað er það fjarstæða að kalla vörurnar vörumerkjanöfnum: Hansa er fyrirtæki, sem framleiðir vissa tegund af vegghillum og skáp- um, og jarðhneturnar (heitið virð- ist ekki tamt) eru ekki neinar bambabaunir, jjótt fyrirtæki eitt, sem framleiðir slíkar hnetur kalli þær jjví nafni. Svona nokkuð er illa gert gagnvart þeim fyrirtækj- um, sem framleiða svipaðar vör- ur. Og þá kem ég að spurningunni: er ekki til einhver nýyrðanefnd og orðabókarnefnd, sem leiðréttir svona vitleysu? Svar óskast fljótt. Óttar. — —— Jújá, nýyrðanefndin er til og lætur talsvert til sín taka, gefur út nýyrðasöfn og sitthvað fleira, og orðabókar- nefndin starfar af fullum krafti, en þær geta ekki verið að nöldra út af svona smámunum. Ef vöru- merlcjanöfn festast við vissa vörutegund, hiýtur sú sama vörutegund að hafa eitthvað til síns ágætis, og ef svo er ekki, breytist heitið á siikri vöruteg- und von bráðar í munni fólks- ins. Einu sinni hétu allir, kúlu- pennar „birópennar“, vegna þess að sú pennategund, sem mest seldist, hét Biro. Ég heyri orðið iðulega talað um vegg- hillur og salthnetur eða jarð- hnetur. Léleg aðsókn - lélegar ferðir... Kæri Póstur. Mig langar til að skrifa þér um dálitið, sem þarf einhvers staðar að komast á prent, af þvi að það er leiðinlegt að vita til þess. Ég er mikill knattspyrnuaðdá- andi og fer alltaf á völlinn, þegar ég á þess kost. En ég hef tekið eftir þvi, að yfirleitt er aSsóknin miklu betri á gamla íþróttavellinum á Melunum en á Laugardalsvellinum, og ég held, að ég viti af hverju það stafar. Völlurinn nýi er svo út úr, að það háir mönnum talsvert. Auðvitað er þettta bara límaspurs- mál, þvi að borgin er óðum að stækka austur á bóginn, og um leið verður völlurinn nokkurn veginn miðsvæðis. En eins og málum er háttað núna, eiga þeir, sem sækja völlinn, mjög erfitt með að komast þangað, nema þeir eigi bíl, og það eiga nú ekki nærri allir enn þá. Auðvitð er hægt að fá sér ærlegan spássértúr upp á völlinn, en það eru ekki margir, sem vilja leggja slkt á sig. Strætisvagnaferðir þarna um slóðir eru mjög óhentugar, enda kemst ekki nema litill hluti vallar- gesta i vagninn, þegar völlurinn er vel sóttur. Oft gengur að vísu vagn frá vellinum, en það er líka altl of lítið. Það sem þarf að gera, er að láta vagna ganga til vallarins úr nokkr- um bæjarhlutum og láta þá svo biða, þegar leikunum er lokið. Ég er handviss um, að þetta myndi auka aðsóknina til mikilla muna. Völlurinn er í alla staði til mikillar fyrirmyndar, og væri synd, að hann fengi ekki að njóta sín. Ég vona, að forráðamenn vallarins taki þetta til athugunar og komi á reglu- bundnum ferðum til vallarins og frá honum — a. m. k. þegar likur eru á, að fjölmennt verði á honum. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Knattspyrnuaðdáandi á Melupum. Sölumennska________ Vikan, Pósturinn. Er jjað ekki skerðing á heimilis- helgi, þegar sölumenn eru farnir að ryðjast inn í húsið til rnanns, vekja mann upp með hringingum á morgnana og bjóða manni eitt- hvert skran? Geta líka merkjasölu- börn leyft sér að hringja dyra- bjöllum eldsnemma á sunnudags- morgnum? Er þetta hvergi hann- að? Ég veit, að erlendis deila menn mjög um það, hvort ætti að leyfa svona nokkuð, einkum þó alla um- ferðasölu. Hvernig er þessu farið á íslandi? Mér finnst þetta svo hvimleitt, að mér liggur við að setja upp skilti við útidyrnar og

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.