Vikan - 26.07.1962, Side 16
Andartaki síðar laumaðist Gústav
út á eftir henni. Þá stóðst Lilian ekki
mátið. Hún hvarf út á eftir þeim.
Fyrst í stað gat hún ekki komið auga
4 þaú, en svo heyrði hún eitthvert
þrusk .... Gústav stóð við sýrenu-
runnan og svo var að sjá, sem hann
væri að svipast eftir einhverjum.
Loks kallaði hann lágum rómi út i
myrkrið á Evu. Lilian læddist á bak
við tré. Hvað gat hann viljað henni?
.... En allt í einu þóttist hún mega
skilja hvað var. Eva hafði lagt snöru
sína einnig þar. Það var þá hún, sem
átti sökina á því, hve gerbreyttur
hann var í viðmóti að undanförnu.
Skinhelgar manneskjur eru öllum
hættulegri, Það sannaðist hér. En nú
skyldi Eva ekki leika lengur á hana
eða aðra. Einar skyldi fá að vita
hvernig hún var í rauninni, þessi
læðimús. Ætli honum mundi ekki
koma það á óvart ....
Nú óttaðist hún það ekki lengur,
band með okkur nokkra undanfarna
mánuði, henni og mér. En nú er ég
staðráðinn í að slíta því. Þoli það
ekki lengur. Hún yfirgefur Eineir
aldrei, það er mér loks ljóst þótt seint
sé. Hún fórnar aldrei þeim lífsvenj-
um, sem hún er orðin samgróin. Ég
á ekkert nema skuldir, en Einar er
auðugur og stendur til mikils frama.
Ég get ekki boðið henni neitt, sem
jafnast á við það i hennar augum.
— Þú hefur heiðarleika þinn. Þú
verður að verja hann, Gústav, slíta
af þér fjötrana. Þetta sæmir þér ekki.
— Heldur þú í rauninni að mér megi
takast að slíta fjötrana? Treystir þú
mér til þess, Eva?
Lilian ýtti liminu frá með ýtrustu
varúð, svo hún gæti greint þessar
tvær skuggaverur. Hún sá að Eva
lyfti armi, og af hreyfingum hans
gat hún ráðið að hún stryki Gústav
um hárið, eins og hún vildi hugga
hann.
mér annað en fýsn, sem veldur því
að ég hef andúð og vi,ðbjóð, bæði á
sjálfum mér og henni. Þú ein getur
bjargað mér, Eva.
— Þú ýkir í örvæntingu þinni, vin-
ur minn. Við skulum tala betur um
þetta seinna. Þú manst að ég hét
þér nóttinni i nótt .... en eftir þessi
orð þin get ég ekki staðið við það
heit. Eigi að takast með okkur náin
.... vinátta, þá má hún ekki eiga
sér það upphaf, að hún sé fyrirfram
dæmd. Það hlýturðu að skilja....
Nei, nei, Gústav .... þú mátt ekki
.... mátt ekki eyðileggja allt ....
Skilurðu mig þá ekki
Eva spratt á fætur, en Gústav vafði
hana örmum.
— Þú mátt ekki fara. Það er ein-
ungis ást þín, sem getur bjargað
mér. Hvar hef ég eiginlega haft aug-
un, Eva? Þú ert töfrandi ....
— Ég vil ekki blekkja þig, Gústav.
Ég skal segja þér sannieikann, fyrst
sig af honum og tók á rás, hann veitti
henni eftirför út í myrkrið —
og Lilian elti þau ósjálfrátt og án
þess að gera sér það ljóst. Eva kleif
upp lága hæð og hélt áfram flótt-
anum, en Gústav greip báðum hönd-
um um höfuð sér, hætti eltingarleikn-
um og sneri heim að setrinu. En Eva
hljóp enn •— og Liiian vissi hvert
stígurinn lá. Gripin æðislegum fögn-
uði veitti hún Evu eftirför . ..
Lilian nam staðar í myrkrinu og
hlustaði, og hver taug í líkama henn-
ar var spennt til hins ýtrasta. Hún
heyrði steina velta undan fótum Evu;
það þýddi að hún væri komin niður
í snarbrattan hallann að brún grjót-
námunnar hinum megin, en þar tók
við margra mannhæða hengiflug að
botni námunnar Það var óhugsandi
með öllu að Evu mætti takast að
stöðva sig i hallanum, auk þess sem
hún gat ekki séð hvað við tók, hafði
ekki neinn grun um það heldur, því
FRAMHALDSS AGAN
9. HLUTI
EFTIR BODIL ASPER
að Eva mundi geta hróflað við því,
sem henni var hjartfólgnast — því
efnahagslega öryggi, sem Einar veitti
henni. Og hún skyldi lika finna ráð
$il þess að Gústav missti allan áhuga
á þessari lítilfjörlegu hjúkrunarkonu
sem ekki átti einu sinni utan á sig
leppana. Á einu vetfangi hafði hatur
Lilian á Einari beinzt að Evu, það
var hún, sem átti upptökin að því,
hve allt hafði gengið úrskeiðis fyrir
henni að undanförnu. En nú skyldi
svipt af henni sakleysishjúpnum. Hún
heyrði Evu svara lágt við kirsuberja-
tréð, heyrði Gústav hvisla heitum,
æstum rómi, en gat ekki greint orð-
in. Hjartað barðist ákaft I barmi
hennar, hún hélt niðri í sér andan-
um og laumaðist á milli trjánna, enn
nær þeim, unz hún gat heyrt hvert
orð þeirra án þess að eiga á hættu
að þau yrðu hennar vör.
— Jú, það er hverju orði sannara,
það hefur verið hið nánasta sam-
— Ég treysti þér, Gústav, hvíslaði
hún. Ég treysti þér ....
Lilian opnaði munninn og hefði
rekið upp hljóð ef raddböndin hefðu
ekki brugðizt henni. Og hatursglott
lék um varir henni, þegar hún sá
Gústav krjúpa á kné og leggja höfuð
sitt i skaut Evu.
— Hjálpaðu mér, Eva. Ég þarfnast
þín .... þú ein getur hjálpað mér ...
— Ég vildi óska að ég gæti Það. En
hvernig ætti ég ....
— Þú ert svo góð og hrein. Þú
getur gert mig að manni. Ég veit
ósköp vel, að ég er þin ekki verður.
Ég hreyfst af þér í fyrsta skipti sem
ég sá þig, og þó þú gerir þér að sjálf-
sögðu ekki grein fyrir því, þá á ég
það þér að þakka að mér er orðið
ljóst hversu ósæmandi samband okkar
Lilian er. Ég hef ekki komizt hjá því
að bera ykkur saman. Þið eruð eins
ólíkar og tilfinningarnar sem þið vek-
ið hjá mér. Lilian vekur ekki hjá
þú knýrð mig til Þess. Þegar ég hét
þér nóttinni í nótt, var það alls ekki
af því að ég væri ástfangin af þér.
Ekki einu sinni hrifin af þér. Það
var eingöngu af örvæntingu. Þá kom
mér ekki heldur til hugar að þú hefðir
raunverulega þörf fyrir vináttu mína.
Nú horfir þetta allt öðru vísi við.
Það er eingöngu einlæg og innileg
vinátta, sem ef til vill gæti bjargað
okkur báðum — og þeirri leið megum
við ekki loka. Slepptu mér .... vinur
minn ....
— Nei, nei .... ég sleppi þér ekki.
Og loforð þitt skaltu verða að efna.
Kysstu mig ....
Rödd hans skalf af ástriðu. Lilian
kannaðist við hana þannig og hún
vissi lika að öll mótspyrna varð ein-
göngu til þess að espa hann og eggja.
Hún sá hvernig Eva hratt honum frá
sér og hvernig hann þreif til hennar
aftur, vafði hana örmum og reyndi
að leggja hana i grasið. En hún sleit
hún hafði aldrei komið þangað i
björtu. Lilian stóð sem niðurnegld
en hugsanir hennar og skynjanir voru
því hraðari. Eftir tvær eða í mesta
lagi þrjár mínútur mundi hún heyra
skelfingarvein Evu þegar hún rynni
niður brattann og fram af brúninni,
og hún ákvað að halda heim eins
og ekkert hefði ískorizt, þegar það
væri Þagnað, og taka þátt í veizlu-
gleðinni. Það gat liðið á löngu að
E'vu yrði saknað, og leit yrði ekki
gerð að henni fyrr en birti. Engan
mundi nokkurn tíma renna grun i
að Lilian hefði verið nærstödd þegar
hún hrapaði, enn síður að það hefði
verið á hennar færi að koma í veg
fyrir að hún færi fram af brúninni.
Örlögin höfðu skyndilega snúizt á
sveif með henni; Eva, sem hafði
laumazt inn á heimilið í Fosshlíð og
engu munað að henni tækist að
leggja það í rúst, mundi hverfa úr
sögunni i næstu andrá fyrir fullt
16 VIKAN