Vikan


Vikan - 26.07.1962, Page 38

Vikan - 26.07.1962, Page 38
ftvhmvn’s barnapúður notiS JONSON'S harnapúðtir eftir hvert bað og alltaf þegar skipt er um bleyju. " * " rnavörur Barnapúður, Olía, Lotion, Shampoo, Sápa, Eyrnapinnar, Bleyjur, Þvottaefni. Heildsölubirgðir: FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H.F. Laugavegi 178. — Sími 36620. Læknirinn ... Framhald af bls. 17. Kristínu gömlu, ráðskonu frænda síns, eina fyrir. Hún var að taka ís- inn út úr kæliskápnum, en brá svo þegar Einar kom inn, að minnstu munaði að hún glopraði honum úr höndum sér. -— En .... hamingjan sanna! Hvað hefur eiginlega komið fyrir yður, læknir ? — Ég var á gangi úti í garðinum og steyptist um koll. Það er allt í stakasta lagi með mig. En nú verð ég að hafa hraðann á •— viltu gera mér þann greiða, Kristín mín, að segja gestunum, að Það hafi verið hringt til mín og ég verði að fara til starfa í sjúkrahúsinu tafarlaust. Ég er að leggja af stað, skilurðu .... Nei, Kristín skildi þetta ekki al- mennilega þótt hún léti ekki á því bera. Hún hefði hlotið að heyra símahringinguna, ef einhver hefði hringt. Kristín gamla vissi lika aö Gustav Lange liðsforingi hafði verið eitthvað úti við; hafði komið inn aft- ur ekki alls fyrir löngu og skroppið inn í snyrtiherbergið til að lagfæra eitthvað á sér skrúðann, en síðan haldið á brott úr samkvæminu. Britta, vinnustúlkan hafði séð til hans og sagt henni það. Kristín hagræddi ísn- um á silfurfatinu. Hún var ekki orðin svo háöldruð enn, að hún gæti ekki lagt saman tvo og tvo. Vesalingurinn, Einar .... hve hann var fölur og torkennilegur. Hún hafði engu minni samúð með honum nú, en þegar hann kom til hennar sem drenghnokki og tjáði henni áhyggjur sínar. — Jæja, þú færð nú matarbita fyrst. Það er af nógu og góðu að taka .... Hann hristi höfuðið. — Nei, þakka þér fyrir, Kristín min. Ég hef ekki lyst á neinu. Ég er ekki svangur, skilurðu .... — Heyrðu mig um hálft orð, dreng- ur minn, sagði hún og veitti því ekki athygli að hún var ósjálfrátt farin að þúa hann aftur, rétt eins og í gamla daga. Það gengur eitthvað að þér. Viltu ekki trúa Kristínu gömlu fyrir áhyggjum þínum, eins og þú gerðir í eina tíð? Það er orðið ærið langt síðan hún hefur þúað mig, hugsaði hann með sér, en varaðist að vekja athygli hennar á því svo hún færi ekki hjá sér. Þess í stað strauk hann var- færnislega um gamla og hrukkótta vanga hennar. — Ég á i dálitlum örðugleikum í bili, og þarf að hugsa minn gang. Ég ætla að halda kyrru fyrir i sjúkra- húsinu það sem eftir er næturinnar, svo þú skalt ekki undrast um mig. ÞEGAR Gréta hafði rætt um stund við Patrik gamla, kallaði hann alla gestina að veizluborðinu. Allir voru í glöðu skapi og enginn virtist takq eftirr þvi að ekki sátu allir að borð- um, enda vissu þeir að Einar hafði sína afsökun — það hafði verið hringt til hans úr sjúkrahúsinu — og Gustav Lange hafði lika góða og gilda af- sökun, það höfðu allir séð. Jú, og Eva hafði fengið höfuðverk, hafði Gréta sagt .... því ekki það — það gat svo sem átt sér stað. Og þegar Lilian kom stimdu seinna inn á nýj- um kjól höföu gestirnir ekki lengur neitt við nokkurn hlut að athuga. Nema Patrik gamli. Hann hafði veitt athygli ýmsu þetta kvöld, sem farið hafði fyrir ofan garð og neðan hjá flestum öðrum. Og þegar Lilian birtist, hélt hann tií móts við hana. -— Veiztu nokkuð hvað orðið hefur af Evu? spurði hann formálalaust. Það er orðin drjúg stund siðan ég sá hana seinast hér á ferli. — Ætli hún sé ekki inni í her- berginu sínu, svaraði Lilian. En hvað er orðið af Einari? — Hann var kallaður til síns starfa í sjúkrahúsinu, sagði öldung- urinn stuttur í spuna. Síðan hélt hann fram á ganginn og upp stig- ann. —• Hver er það? spurði Eva ótta- slegin, þegar hann knúði dyra á her- bergi hennar. Ég er háttuð .... — Jæja, jæja, heillin, þá er þetta allt í stakasta lagi. Þetta er bara hann Patrik gamli. Satt bezt að segja var ég farinn að óttast um þig. Jæja, góða nótt, telpa mín .... Hann gekk niður stigann, en var ekki eins áhyggjulaus og hann iét. Eitthvað hafði það verið í rödd Evu, sem hann kunni ekki við. Þegar hann kom niður á ganginn, lagði hann leið sína fram í eldhúsið. Til Kristínar gömlu, ráðskonunnar sinnar .... Regnið, sem legið hafði í loftinu, kom ekki fyrr en undir morguninn, þegar síðustu gestirnir að Fosshlíð voru að halda heim úr Jónsmessu- fagnaðinum. En þá kom það líka svo um munaði. Eins og skýfall. Eva, sem ekki hafði fest blund fyrr en undir morgunsárið, hafði ekki hugmynd um hvað klukkan væri orð- in, þegar Britta vakti hana. Britta var með kaffibakkann í höndunum, en Súsanna litla í fylgd með henni. — Klukkan .... hún er meir en hálf tólf, svaraði Britta. Ég veit að það er synd að vekja yður, en það er allt í svo óskaplegri óreiðu niðri, eftir veizlufagnaðinn, að mig langar til að biðja yður að annast telpuna á meðan ég reyni að koma einhverju lagi á hlutina., Ég knúði dyra hjá læknisfrúnni rétt í þessu, en hún kvaðst vilja fá að vera í friði. Og læknirinn er í sjúkrahúsinu .... hann hefur víst ekki verið neitt heima í nótt, bætti hún við og leit athugandi til Evu. sem hún tæki ekki eftir forvitn vinnustúlkunnar. Yndislegt að fi heitt kaffi. Og fyrir alla muni skildi Súsönnu litlu hérna eftir. Okkui kemur áreiðanlega vel saman. Súsanna kleif upp í rekkjuna ti Evu, og lét ekki segja sér það tvisvar Britta setti bakkann á náttborðið o; skenkti i bollann; fór sér ekki óðs lega að neinu, langaði til að spjalli nokkur orð við einhvern. — Þeir virtust una sér hérna vel gestirnir, það er víst um það, sagð hún. Og þeir voru víst orðnir anz kátir undir morgunsárið. — Einmitt það, svaraði Eva of heldur stuttaralega. Ég fór snemmi í háttinn, svo það fór allt framhji mér. Britta skildi og fór. Eva fékk sér aspirintöflu áður ei hún drakk kaffið. Hún hafði sárai höfuðverk. Hún hafði legið andvaka lengstai nluta nætur eftir að Einar hvarf fri henni. Hún hafði helzt viljað fari með honum og vera hjá honum sjukrahusinu, en þeim var það báðun Ijóst að slikt hlaut að komast upj 38 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.