Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 4
getið notið fegurðarleyndardóms Mörthu Hyer HANDSÁPA „Ég nota Lux-sápu á hverjum degi“, segir Martha. „Ég hef komizt að raun um, að hún verndar hör- undslit minn eins og bezt verður á kos- ið“. „Lux er mín sápa“, segir Martha Hyer. „Ég hef notað Lux árum saman. Hún var mér góður fé- lagi, þegar ég kom til Holiywood. Þið megið ganga að því vísu, að Lux-sápan fyrirfinnst é snyr^iborði sérhverrar kvikmyndastjörnu". Já, þegar þér notið Lux-sápu, er ekki eingöngu um andlitsþvott að ræða -— heldur og fegurðar- meðhöndlun. Og þér munuð verða Martha Hyer sammála um það, að betri sápu fyrir hörundið grtur ekki. 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu X-LTS 923/lC-e04t-50 Á faðirinn að vera viðstaddur ... Kæra Vika. Ég á von á öðru barninu einhvern tíma í september. Það vildi svo illa til, að maðurinn mixm var ekki á landinu, þegar ég eignaðist fyrsta barnið, en mig langaði' agalega til að hann væri viðstaddur. Mér finnst slíkt tengja föðurinn svo miklu meira barninu. Nú bað ég manninn minn að vera viðstaddan, þegar næsta barn kæmi i heiminn, en hann getur bara ekki hugsað sér það. Mér finnst þetta bæði eigin- gjarnt og vanhugsað hjá honum. Hvað segir þú, Vika mín um þetta? Bomm. --------Það eru mjög skiptar skoðanir um, hvort maðurinn eigi að vera viðstaddur slíkt. Gamall fæðingalæknir sagði mér, að eina kenndin, sem slikt gæti vakið með karlmanninum, væri kveisa. Karlmcnn eru yfirleitt ekki nærri eins hraustir af sér og kvenmennirnir, hvað þá að þurfa að horfa upp á sína heitt- elskuðu kveljast ■—■ það getur orðið til þess að blessaður eigin- maðurinn kveljist ennþá meira. Mér finnst satt að segja vafa- samt að pina eiginmanninn til að vera viðstaddan. Ef hann sér fram á, að honum líði bara illa, er lítið upp úr þessu hafandi. En auðvitað er þetta nokkuð, sem hver hjón verða að gera upp við sig — það er ekki hægt að setja neinar fastar reglur fyrir þessu. Hins vegar segja feður, sem verið hafa viðstaddir fæðing- ar og haldið rænu, að þetta sé hverjum í'öður nauðsynleg lífs- reynsla — og ég er ekki fjarri því. — Persónulega finnst mér eiginmaðurinn eiga fyrir því að kveljast svolítið, þetta er allt of auðvelt fyrir hann. Nú, hann ger- ir þá ekki annað en að falla í öngvit —■ um leið losnar hann við öll ósköpin og er búinn að taka út sína þjáningu. — Það er annars furðulegt, að öll þessi ósköp séu lögð á konuna eina. Manni finnst réttast, að hjónin ættu að skipta með sér meðgöng- unni, ef eitthvert réttlæti er til. Hugsjónir dýravinar... Kæra Vika. Beztu þakkir fyrir fróðlegt og skemmtilegt efni, er þú færir les- endum þínum. Þú hefur verið tíður gestur á heimili mínu í nokkur ár, en aldrei hef ég nú sent þér línu, þótt mig hafi oft langað til þess. En nú ætla ég að biðja þig fyrir nokkrar línur til birtingar og sem fyrst ef tök eru á. Þessum línum, sem ég bið þig fyrir, beini ég aðal- lega til Dýraverndunarfélags ís- lands, og vona ég, að þær megi vekja nokkrar mannssálir og verða þeim nokkurt umhugsunarefni. Fyrsta spurningin er þessi: Er ekki Dýraverndunarfélag íslands stofnað af dýravinum, sem vilja verja öll dýr, hverju nafni sem þau nefnast, fyrir grimmd mannanna? 2. Telja ekki dýravinir öll dýr eiga jafnan tilverurétt, og að tilvera þeirra hér á jörðu muni eiga sinn tilgang, þótt við mennirnir skiljum hann ekki? 3. Telur Dýraverndunarfélag ís- lands, að sum dýr hafi fyrirgert sínum tilverurétti aðeins vegna þess að þau baka mönnunum fjárhagslegt tjón, og að það skipti engu, hvernig lífið sé úr þeim kramið? Hér á ég við fjallarefinn og mink- inn. Það kemur æði oft fyrir, að blöðin birta frásagnir af því, að bíl- stjóra hafi tekizt að elta uppi fjalla- ref eða mink og ekið yfir þessi dýr af ásettu ráði. Svo eru myndir birtar af þessum afreksmönnum. Ríkið greiðir svo mönnum þessum ákveðna fjárupphæð fyrir verknaðinn. Þetta er hliðstætt því, er dauðadómar voru í gildi, þá fékk böðullinn sín laun. Ég, sem þessar línur rita, hef ekið bíl í tugi ára. Oft hef ég mætt fjallaref á þjóðvegum og orðið að stöðva bíl minn til að dýrið kæmist út af veginum. Dýrið hefur þá oft blindazt af bílljósunum. Öllum ökumönnum, sem aka af ásettu ráði yfir dýr, sem kunna að vera á þjóðvegunum, hverju nafni, sem þau nefnast, ber að refsa, og ættu þeir menn að greiða sína sekt til ríkisins, en ekki ríkið að greiða þeim. Aðeins ákveðnir menn ættu að sjá um útrýmingu þessara dýra, og þeir menn ættu að vera það þrosk- aðir, að þeir framkvæmdu Þann verknað á sem kvalaminnstan hátt fyrir dýrin. Ég bið Dýraverndunarfélag ís- lands að taka þetta til athugunar, því að slík níðingsverk sem þau, er hér hafa verið nefnd, sæma eng- um siðuðum manni, heldur verða þau blettur á hverjum þeim, sem slíkan verknað fremur. Ég bið þig, Vika mín, að koma þessu á framfæri, og vona ég að heyra álit annarra dýravina á þessu. Með beztu kveðju og fyrirfram þakklæti. Dýravinur. --------Orðið er laust. En ef ég mætti leggja orð í belg, þá finnst mér þú falla á eigin rökum: sem sé, menn telja það ekki glæp að drepa þessi dýr með öllum hugsanlegum ráðum (þótt jafn- vel drápsmennirnir sjálfir viður- kenni ómennskuna að baki slíkra aðgerða) vegna þess, að þessi dýr eru einmitt BÖÐLAR. Með því að þyrma einum fjallaref, sem labbar sig út á þjóðveginn fyrir bílinn þinn, ert þú kannski ó- beinlínis að drepa nokkur lítil og saklaus lömb, fugla eða hvað það nú er, sem rebbarnir innbyrða. „Lög unga fólksins“.... Enn streyma inn bréf í tilefni breytinganna, sem orðið hafa á útvarpsþættinum „Lög unga fólksins", — næstum einvörðungu skammarbréf. Fara hér á eftir glefsur úr nokkrum: ... Ég er sjálf komin af því skeiði, sem menn kalla unglingsárin, en þó 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.