Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 31
iKerlingarfjöll I Framhald af bls. 9. 1 ■'stálköntum og hver veit hvað var 1 jlmiðjunni. Þessu fylgdu skíðaskór Isvo þröngir, að ég var með hljóðum lað nokkrum tíma liðnum. Valdemar fkvað það einmitt eins og vera bæri og Eiríkur sagði: „Fínt vinurinn“, ‘að vestmannaeyskum sið. Þeir sögðu 'góða skíðaskó eiga að vera svo þrönga, að maður píndi sig í þá ber- fættur, enda kæmi það oft fyrir, að hinir snjöllustu skíðakappar rækju upp angistarvein og rifu af sér skíði og skó í miðjum brekkum. í stór- svigskeppni má engu muna og það Valdemar. getur kostað sigurinn að rokka til um einn millimetra innan í skónum. Að þessari ræðu lokinni hélt ég af stað að nýju og leit á kvalirnar sem hluta af sportinu. • Það er hitað te í jöklatjaldi niðri á melöldunni, þar sem bíllinn stend- ur. Svo er óðar farið af stað aftur, rétt eins og unnið sé í akkorði, með- an dagur endist. „Why not?“ Já, „why not?“, hvers vegna ekki? Einhver hefur byrjað á því að nota þetta sem svar við öllu mögulegu og ómögulegu. Já, why not? Ráðskonan, hún Heiða, hefur mat- inn tilbúinn, þegar mannskapurinn kemur í skálann kl. 6—7. Þá er nú tekið hraustlega til matar síns, síðan dormað í rökkrinu. Þá er lagzt í koju, jafnvel ofan í poka, eða þá að allir leggjast í eina flatsæng uppi á loftinu. Þá eru draugasögur mjög vel þegnar og kunnu sumir nokkrar mergjaðar. Svo dimmir í Árskarði og fannirn- ar uppi í Fannborg verða ekki greindar lengur. Það er oftast nær alveg logn þarna og maður heyrir í ánni og grillir í kolsvartan mel- hrygginn handan hennar. Þá er far- ið að kveikja á olíulömpunum og Heiða verður að standa sig með kaff- ið, þótt eldhúsið sé ekki uppá það fullkomnasta. Það liggja snúrur yfir eldavélina og þar hanga blaut föt til þerris. Og eitt kerti til lýsingar. Hvað hefur það að segja; hér ríkir eining og bræðralag og kvöldvakan er rétt að hefjast. Sigurður kemur með gítarinn og þeir þremenningar stjórna þessu eins og öðru. Það er tekið lagið af mikl- um móði og sungnir jafnt danskir héroz baroz EFNAGERÐ AKUREYRAR H.F., AKUREYRI. enskir og íslenzkir textar. Svo er prógrammið kryddað með ýmsu; til dæmis eru einhverjir skikkaðir til þess að borða munnfylli af þurru kexi og flauta síðan lag eða annað álíka græzkulaust gaman viðhaft. Svo kemur að því, að Valdemar stendur upp og segir háttatíma og biður fólk að hafa hljótt það sem eft- ir sé nætur. Því er hlýtt skilyrðis- laust; sumir feta sig í myrkrinu út í gil og þvo sér fyrir svefninn eða þá að menn ganga út undir vegg að góð- um og rammíslenzkum sið. Áður en langt um líður er allt orðið hljótt, enda flestir mátulega lúnir eftir dag- inn. Nýr dagur með nýjum fyrirheit- um, útsýni til Loðmundar, von um sólskin. Nýr grautur með rúsínum, nýjar byltur, meiri framfarir en í gær. Veðrið er líka nýtt, birtan öðru vísi en í gær og daginn þar áður; til- brigðin sem aldrei fyrr. Það er aldrei vonlaust, þótt útlitið sé ljótt; Eiríkur. Sigurður. eftir fimm mínútur er ef til vill glaðasólskin og þeir, sem halda, að nú séu þeir komnir yfir það að detta, fara úr að ofan. Þannig er í Kerlingarfjöllum, á miðpunkti íslands, þar sem jafn- langt er til byggða í norðri og suðri. Heim heldur fólkið hvílt og endur- nært eins og eftir heilt sumarfrí. Og skíðabakteríuna hafa allir meðtekið — beint í æð — ef þeir höfðu hana ekki fyrir. — Fínt vinurinn. Ég held, að ég fari þangað aftur næsta sumar. Gísli Sigurðsson. Snilligáfa og geðveiki Framhald af bls. 20. afkomenda snillings. Að minnsta kosti fetar sonur sjaldan snillibraut föður síns. Stórskáldin Shakespeare yngri og Goethe yngri eru ekki til, ög líku máli gegnir með afburða listasköpuði annarra greina. Þenn- an skilning mætti e. t. v. túlka í mynd, að í æðstu þróun snilligáf- unnar standi manneðlið á svo tæpri snös, að aðeins einn fái fótað sig þar. Þó orka hér saman margvísleg öfl, sem gera málið geysiflókið, og verður ekki reynt að rekja þau hér. Samt virðist ljóst, að brjálsemin ólgar allt í kringum snilligáfuna. Þegar ég las í fyrsta skipti „Zara- þústra“, fannst mér víða gæta hreinnar brjálsemi. Fábrotnu geði íslenzks sveitapilts hnykkti við and- spænis ofsa höfundarins. Mér var þá enn ókunnugt um það, að Nietzsche varð geðveikur á efri árum. Líku máli gegnir t. d. um Strindberg og Dostojewzki, sem báðir urðu geð- veikir. Vitfirringin, sem brann í blóði þeirra, ljær mestu snilldar- verkum þeirra ósjaldan svipmót sitt. Vegna alls þessa hafa jafnvel var- færnir vísindamenn sett þá kenn- ingu fram, að ákveðnar forsendur fyrir brjálsemi verði að hafa þró- azt í kynfylgju ættarinnar fram að settu marki, til þess að snillingur geti fæðzt. Við gætum líka orðað hana þannig, að ákveðin brjálsemi- tilhneiging blundi í eðli snillings- ins, magni sálræna spennu hans, æsi upp næmi tilfinninganna, og sé á yztu nöf, að ekki rofni algerlega það sálræna samræmi, sem skapandi orka þarfnast. Snilligáfan sjálf er þó ekki brjál- semi. En hún þróast aðeins við sterkar kenndrænar sveiflur og innri sviptingar; þess vegna er bilið svo mjótt milli hennar og brjálseminn- ar. Snilligáfan glatast, jafnskjótt sem hið stríðþanda samræmi brest- ur og hinn sjúklegi þáttur eðlisins verður ráðandi. — Hins mun óþarft að geta, að tilhneiging til geðveiki er í flestum tilvikum víðs fjarri hvers konar snilligáfu. Snillingur er sjaldan þægilegur eða auðveldur í umgengni. Því veldur viðkvæmni hans og svipt- ingar andstæðra afla í eigin eðli. Því finnst aðdáendum hans oft sem hann bregðist þeim. En í raun liggja vinslitin fremur í ósættanleik þeirr- ar brjálsemi, sem jafnan er ívaf snilligáfunnar, og öfgalausrar skyn- semi hins hagsýna hversdagsmanns. ★ VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.