Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 7
 W8M . ö;:v ÍÍIIIIII;; PSfSSi; ■ . ■: ■ .•■;■ ;■; .:- ■ . •-■■:-■■:•• ••■.:: v;-:- . i:;:X:!!:!: 11111 VIKAN 7 TekiS lagið á kvöldvökunni. Það eru foringjarnir þrír, sem sjást á mynd- inni, Valdemar Örnólfsson í hákojunni, Eiríkur Haraldsson og Sigurður] Guðmundsson með gítarinn. Á milli þeirra er Heiða ráðskona. Þegar sól er yfir Árskarðsfjalli miðju gengur Eiríkur í Lávarða deildina með grautardiskana og við það vakna menn. Það er skyggnzt! til Loðmundar og Snækolls, spáð fyrir daginn og risið til hálfs upp úr| svefnpokunum. — Hafragraut með rúsínum eða súrmjólk með kornflexi, vinurinn — segir Eiríkur gegnum skeggið og göfugmannlegur svipur hans minnir á gömul skilirí af frelsaranum. — Fínt vinurinn, súrmjólkin er volg, spenvolg. Þú færð hana beint í æð. Beint í æð, já — og rúsínurnar gefa þér orku í sextíu ferðir: með lyftunni. f Lávarðadeildinni er úrvalsfólk einvörðungu og deildin er til húsa í eystri álmunni í sæluhúsi Ferðafélags íslands í Kerlingarfjöllum. Þar| er meðal annarra öðlinga, Hörður Haraldsson, bróðir Eiríks og kenn- ari í Bifröst. Hann byrjar daginn gjarnan með því að seilast eftir einhverju niður á gólf úr hákojunni og er sú seiling um það bil mann- hæð. Þó er meginpartur mannsins eftir uppi eins og gefur að skilja. Þeir bræður liggja andfætis, og ganga fætur þeirra einn faðm á mis- víxl. Það þykir hrein vanvirða við grautinn, Eirík og ráðskonun- að borða minna en þrjá diska, en þeir bræður ganga á undan með gott fordæmi og borða fimm. Annar af fimm höfuðpaurum í þessu Kerlingarfjallaævintýri er líka þarna í Lávarðadeildinni. Sá heitir Sigurður Guðmundsson, uppalinn innan um starung og búmennt i Andakíl, en kennir annars líkamsmennt að Núpi í Dýrafirði um vetur. En sjálfur stórvesírinn, Valdemar Örnólfsson, sefur miðsvæðis í húsinu til þess að hafa sem bezt yfirlit yfir mannskapinn og ferst honum öll stjórn vel. Þeir Valdemar og Eiríkur eru báðir íþrótta- kennarar við Menntaskólann í Reykjavík og höfðu raunar nokkra nemendur þaðan í þessari ferð. Morgunsnyrtingar. Handklæði um öxl og gengið í gilið nokkuð fvrir austan sæluhúsið. Að því búnu hefjast langvinnar skóburstanir. Skíða- skór eru dýrar gersemar, sem krefjast mikillar umhirðu. Sumir eru ferðbúnir við þessa iðju, en þær sem þurfa að sýna línur betri en í meðallagi ganga í aðskornum náttfötum svo lengi sem kostur er. Nokkrum sinnum hef ég tekið þátt í göngum að haustlagi í ná- munda við Kerlingarfjöll og það var ekki ósvipað að tygja sig til á hverjum morgni, nema hvað nú þurfti ekki að fara ofan með birtu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.