Vikan


Vikan - 04.10.1962, Page 12

Vikan - 04.10.1962, Page 12
EKKIER ÞAÐ ER EKKI ALLT FENGIÐ MEÐ ÞYÍ AÐ HAFA ÞRISVAR SINNUM HÆRRA KAUP . . . G. K. SEGIR FRÁ ÍSLENZKRI FJÖLSKYLDU í NEW YORK OG VERÐLAGI ÞAR. MYNDIR: CYRIL MORRIS. Ef einhver hringdi til þín í dag og byði þér þægilega og örugga atvinnu í New York fyrir 500 dollara kaup á mánuði, hvað mundir þú gera? Fimm hundruð dollarar eru skv. núverandi gengi (kr. 43.06) tuttugu og eitt þús- und, fimm hundruð og þrjátíu íslenzkar krónur. Ég veit ekki hvað þú hefur í kaup hérna heima, sem vonlegt er, því ég veit fyrst og fremst ekki hvað þú gerir, né hvaða kaup þú ert ráðinn upp á, hvað mikla auka- vinnu þú hefur, né hve miklu þú svindlar undan skatti, — en þú þarft að vera í það minnsta ráðherra til að hafa rúmar tuttugu þúsund krónur á mánuði. Ef að líkum lætur, þá ertu með eitthvað í kringum sex þúsund krónur á mánuði, en eyðir átta þúsundum, hvernig sem þú ferð að því að láta það ballanséra. Þú um það.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.