Vikan


Vikan - 04.10.1962, Side 21

Vikan - 04.10.1962, Side 21
Peysa á 10-12 áira Efni: 500—550 gr af ljósgráu, nokkuð grófu ullargarni, um 200 gr af kamelbrúnu og um 100 gr af dökkbrúnu ullargarni. Prjónar: Hringprjónn nr. 4, erm- arhringprjónn nr. 4 og 5 sokkaprjón- ar nr. 314. Einnig má prjóna peysuna úr lopa í sauðalitunum, en þá þarf að athuga stærðarprufuna mjög vel, því gera má ráð fyrir að því fleiri lykkjum þurfi að fækka sem lopinn er margfaldari. Einnig þarf þá að athuga að samskeyti mynztursins verði rétt. Vindið alltaf lopa nokkrum sinn- um, áður en prjónað er úr honum, til þess að fá snúð á hann. Prjónið frekar þétt. Fitjið upp 20 1. og prjónið prufu með sléttu prjóni með hringprjóni nr. 4. Verði þvermál prufunnar 10 cm, má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verður að fjölga eða fækka lykkjum í hlutfalli við prufuna. Hafið 4 mynzturbekki að aftan og 4 að framan, og prjónið á milli þeirra 4 1. með gráu garni, en við miðju að aftan og framan eru 6 1. prjónaðar á milli. Mynzturbekkirnir á ermunum eru prjónaðir samfelldir. Nú er peysubolurinn prjónaður í hring og klippt upp fyrir hand- vegum á eftir. Byrjið umferðina að framan. Fitj- ið upp 185 1. á hringprjón nr. 4 og prjónið með gráu gami- eina umf. sl. og 1 umf. br., 6 umf., en við það myndast garðaprjón. Einnig má prjóna 6 umf. sl., 1 umf. br. og 6 umf. sl., brjóta síðan inn á röngu um brugðnu umferðina og leggja niður við í höndum. Prjónið nú mynztrið eftir skýringarmyndinni, 6 sinnum á hæð, fyrir 10 ára, en 6% sinnum fyrir 12 ára. Prjónið að lokum 3 umf. með gráu garni, og fellið þétt af. Ermar: Fitjið upp 42 1. með gráu garni á sokkaprjóna nr. 3 Vá og prj. 6 cm stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br. Aukið út 30 1. með jöfnu milli- bili og prj. sléttprjón 6 umf. Prjónið þá mynzturbekkinn á ermarhring- prjóninn einu sinni. Prjónið nú með gráu garni og aukið út 2 1. á undir- erminni, með 6 cm millibili, 4—5 sinnum í allt. Látið úrtökumar standast á. Þegar ermin mælist 38— LIFRARPYLSA. 1 lifur, 2 nýra, Va hnefi salt, rúm- ur !4 1. mjólk, 750 gr mjöl, !4 kg mör. Ef nýrun eru ekki notuð, að- eins lifrin, þarf u. þ. b. þetta mikið af hinu: 560 gr mjöl (af því eru nokkrir hnefar haframjöl, hitt rúg- mjöl), 1!4 peli mjólk. Mjólkina má blanda með vatni. Eftir að lifrin hefur verið þvegin, er hún hökkuð vel og mjöli, mör, skornum eins og í blóðmör, og mjólk blandað í. Soðið á sama hátt og blóð- mör. RÚLLUPYLSA. Slagið er hreinsað og lagt slétt á borð. Búin er til kryddblanda úr: 2 matsk. salt, 1 tesk. saltpétur, 1 stór smásaxaður laukur, 1 tesk. allrahanda, 1 tesk. pipar. Þetta er sú uppskrift, sem gefin er í Kvennafræðaranum gamla, eftir Elínu Briem, en sumir nota fleira krydd, t. d. þessa uppskrift: 2 tesk. salt, 1 tesk. saltpétur, 1 tesk. negull, !4 tesk. allrahanda, 1 tesk. pipar, !4 tesk. sykur og 50 gr ósaltað svínaflesk (spæk). Þessu kryddi er stráð á slagið, bláendinn látinn vera kryddlaus, og ef seinni uppskriftin er notuð, er kryddið og þunnar flesksneiðamar lagt ofan á hvort annað. Síðan er slaginu rúllað fast saman, pylsunni haldið saman með gaffli meðan hún er saumuð saman með grófri nál og bómullargarni, og loks er vafið utan um hana bóm- ullargarn. Síðan er hún soðin í ca. l!4 tíma og pressuð. Við það má nota tvær fjalir og þungan stein. Pylsan lögð í saltlög í 8 daga. Salt- pækill er búinn þannig til: SALTPÆKILL. 5 kg matarsalt, 1 matsk. saltpét- ur, soðið saman og síað. SOÐKÆFA. 5 kg kjöt, 300 gr salt, laukur eftir smekk, 1 matsk. pipar, 1 matsk. allrahanda. Kjötið er soðið með saltinu þar til beinin eru laus frá. Þá er það tekið upp úr, beinin tekin úr og þau soðin áfram í pottinum meðan kjötið er hakkað einu sinni. Þá er soðið síað og sett yfir eldinn aftur, og soðið, þar til það er farið að þykkna, þá er flotið af kjötinu sett í pottinn og látið renna, ef kæfan á að vera feit, er látið meira flot eða tólg í pottinn. Laukurinn er sax- aður og látinn út í ásamt kryddinu. Þá er kjötið látið út í pottinn og hitað vel í gegn við hægan eld og stöðugt hrært í kæfimni á meðan. Þá er hún strax tekin af og látin í það ílát, sem hún á að geymast í. SÚRSAÐ KJÖT. Smátt brytjuð rif og bringukoll- ar eru soðnir með svolitlu af lár- viðarlaufum og heilum pipar. Þeg- ar kjötið er meyrt á að taka það upp úr, fleyta vel ofan af soðinu og sía það. Kjötinu er raðað í leir- krukku og hellt á það soðinu og ediki eftir vild, svo að vel fljóti yfir. Ef betra Þykir, að soðið hlaupi á kjötinu, skal sjóða í því kálfskjöt, eða sjóða í því kindakjöt tvisvar, þrisvar sinnum. Líka má búa til kjötsúrs á þann hátt að sjóða kjötið í stórum stykkjum og smeygja bein- unum úr, raða því síðan í hreint, ferhyrnt léreftsstykki þannig að feitt og magurt sé á víxl, taka svo saman öll horn á léreftinu og binda fyrir, láta síðan hlemm og stein ofan á. Eftir einn sólarhring er lér- eftið tekið utan af og kjötið súrsað í ediki og soði. Að lokum er svo uppskrift af dönskum blóðbúðingi — þar þarf engar vambir, og þar er notað meira krydd. BLÓÐBÚÐINGUR. 1 1. blóð, Vi kg bygggrjón, 125 gr rúgmjöl, 250 gr rúsínur, % kg ósaltað svínaflesk, 50 gr sykur, 1 tesk. allrahanda, Vi tesk. negull. Blóðið er hrært með mjölinu og þess gætt vel að ekki myndist kekk- ir. Rúsínum, fleskinu, sem hefur verið skorið í teninga, sykrinum og kryddinu blandað í. Það á að vera eins og þykkur vellingur á þykkt. Ef þarf að þynna það, má blanda svolítilli mjólk í. Sett í form og bakað í vatnsbaði. í þessari dönsku uppskrift er ekkert salt, en það mundi sjálfsagt falla betur í okkar smekk að bæta því við. MATUR OG FEGRUN. Kastið ekki appelsínuhýðinu í burtu. Leggið það í skál og hellið vatni yfir og látið standa yfir nótt- 44 cm, er 1 umf. prj. brugðin og síðan 5 umf. sléttprj. fyrir saumfar. Pressið nú öll stykkin mjög laust frá röngu með örlítið rökum klút. Saumið 2 stungur í saumavél, báð- um megin við miðju, og klippið síð- an upp milli stungnanna. Mælið breidd ermarinnar að ofan og saumið síðan á sama hátt og að framan 2 stungur í saumavél með einnar lykkju millibili, fyrir hand- vegum og klippið á milli stungn- anna. Saumið axlarsaumana, en skiljið eftir fyrir hálsmáli og kraga, 25 1. á miðju bakstykki og 13 1. á hv. framstykki. Saumið ermarnar í handvegina með aftursting og þynntu garninu, brjótið síðan saum- farið yfir sauminn, og leggið niður við í höndum. Prjónið kragann. Fitjið upp 51 1. á ermarhringprjón nr. 4, og prj. fram og aftur stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br. Prjónið síðan sléttprjón, að undanskyldum 5 1. til endanna, Framhald á bls. 43. n T3 |-| H-|- IB IH> ina. Eftir venjulega morgunhreins- un eru andlit og háls skoluð úr appelsínuvatninu. Gott og hressandi og þar að auki ilmandi. Sé hægt að leggja ísmola í vatnið verður það enn betra. Gúrkusafi er eitthvert bezta and- litsvatn, sem hægt er að hugsa sér, hann gerir margt fyrir húðina og meðal annars gerir hann hana aðeins fölari. Það þarf ekki að standa í neinu eins og pressun og þess háttar. Skerið bara nokkrar sneiðar af góðri gúrku og nuddið á andlit og háls, takið gjarnan hend- urnar með. En hafið húðina alltaf hreina á undan þannig meðhöndl- unum. Kamillute er vel þekkt og gott meðal fyrir þreytt augu. Lagið það eins og venjulegt te, en síið það svo á eftir í gegnum léreftspjötlu. Notið augnabaðglas, ef þið skolið augun, og munið að teið má ekki vera of sterkt eða of heitt. Ef notaðir eru bakstrar, sem lagðir eru á augn- lokin, má teið vera sterkara og heit- ara, bakstrarnir eru látnir liggja í fimmtán mínútur. Að síðustu eru bakstrarnir undnir upp úr köldu vatni og þeim þrýst að augnlokun- um í nokkrar mínútur. Skiptin á milli hita og kulda er alltaf hress- andi fyrir vöðvana. Við alla augn- snyrtingu er um að gera að vera létthentur og ekki toga eða hrukka húðina, ekki nema rétt lauslega. Séu augun sérstaklega þreytt og ykkur svíður í þau er gott að skola þau í eftirfarandi blöndu: 20 gr zinksulfat og 50 gr rósavatn. Fæst í lyfjaverzlxmum og einnig kamillu- teið. Framhald á bls. 43. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.