Vikan


Vikan - 04.10.1962, Qupperneq 43

Vikan - 04.10.1962, Qupperneq 43
Húsmæður! Kastið ei peningum heimilisins á glæ. Kaupið BL.Ií, af því það er: BLÆ er ódýrt. BLÆ er nýtt, blátt þvottaefni. BLÆ ber af í stórþvottinn. BLÆ ber af í uppþvottinn. BLÆ fæst í næstu verzlun. Verzlanasambandið h. f. Sími 18560. nægja, og vel á minnzt . .. drykkja. Drykkjupeningar er nokkuð, sem við þekkjum ekki nú orðið á okkar gamla og góða íslandi, sem betur fer. En í New York skaltu ekki láta þér detta í hug eitt augnablik að rétta manni minna en einn dýr- mætan dal — fjörutíu og þrjár krónur og sex aurar! Bílstjórinn á leigubílnum, burðarkarlinn sem heldur á töskunum þínum yfir gangstéttina, lyftustrákurinn, burð- arkarlinn sem fer með töskurnar þínar inn í herbergi, þjónustustúlk- an, þjónninn ... Dollar í hvert sinn, eða þú ert merktur nirfill, fátæklingur eða bara íslendingur. En snúum okkur nú að Halldóri aftur. Hann er flugvélavirki og er yfir- maður yfir viðhalds- og viðgerða- deild Loftleiða, — eins og ég var víst búinn að segja áður. Loftleið- ir hafa viðgerðarstöð á Idlewild- flugvellinum í New York, auk ann- ars húsnæðis fyrir skrifstofur, af- greiðslu o. s. frv., og þar er Hall- dór konungur og hefur verið und- anfarin ár. En hann er orðinn leiður á að vera konungur í New York. Hann vill koma heim til íslands, — jafn- vel fyrir þrisvar sinnum minna kaup í krónufjölda, losna við alla skýjakljúfa, drykkjupeninga, gott veður og heimþrá. Hann vill heldur vera hér heima og horfa á blá fjöll- in, snjóinn, þúfur og grjót, aka um holótta malarvegi, standa í strætó, kaupa fisk í matinn fyrir 10 krón- ur og fá aldrei bjór ... Og þú skalt hugsa þig um tvisvar, vinur, áður en þú tekur þessu freist- andi tilboði um vinnu í New York. Hafðu mín ráð! G. K. Prestur „leðurjakkanna“ Framhald af bls. 15. mana og óhamingjusöm. Enginn skilur hana, allra sízt foreldrarnir, sem að mínu áliti eru ábyrgir fyrir þeirri illu hegðun, sem stundum ból- ar á. Foreldrarnir nenna ekki að annast bömin og setja sig i fótspor þeirra. Fullorðna fólkið á í erfiðleik- um með að skilja hina ungu og má því gæta þess að koma ekki til móts við þá með frekju og reyna að vinna trúnað þeirra á þann hátt. Þá verð- ur unga fólkið feimið og lokar sig inni í skel ef svo má segja. Það er aðeins með góðum og gagnkvæmum skilningi, sem trúnaðartraust mynd- ast á milli æskunnar og hinna upp- komnu. Séra Staffan, sem unga fólkið kall- ar aldrei annað en séra Edquist, er ekki á þeirri skoðun, að hann geti bjargað æskunni með því einu að bjóða henni á guðsþjónustur eða á samkomur í æskulýðsheimilinu, en engu að síður telur hann, að þessi starfsemi geri sitt gagn og hafi heillavænleg áhrif á unglingana. Séra Staffan Edquist er nú þjóð- kunnur maður í Svíþjóð fyrir hið merka brautryðjendastarf sitt og hróður hans er nú tekinn að berast enn víðar. Óskandi væri, að æska sem flestra landa eignaðist sína unglingapresta, er hefðu jafn ríkan skilning á vandamálum unga fólks- ins og séra Edquist. + Peysa Framhald af bls. 21. sem prjónast áfram með stuðla- prjóni. Aukið út 1 1. í 2. hv. umf., báðum megin innan við 5 endalykkjurnar, og prj. þar til allur kraginn mælist 9 cm. Prjónið þá 3 umf. stuðlaprjón án útaukninga, og fellið af, þannig að prjóna sléttar lykkjur sléttar og brugðnar 1. br. um leið og fellt er af. Prjónið hnappagatalistana, og fitj- ið upp 12 1., prj. stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br. á prjóna nr. 4, þar til listinn nær að hálsmáli. Prjónið þá annan lista eins, en á hann eru prjónuð 7 hnappagöt, það fyrsta 6 cm frá uppfitjun, það efsta 1 cm frá affellingu listans og hin með jöfnu millibili. Gerið hnappa- götin þannig, að prj. 4 1., fellið af 2 1., prj. 6 1., snúið við og prjónið til baka 4 1., fitjið upp 2 1. og prj. 6 1. Saumið listann með hnappagötun- um við hægri barm, saumið með aftursting við vélspor peysunnar og þann helming listans sem hefur 6 1. Brjótið 2 1. af listanum yfir saum- farið, og leggið niður við í höndum. Festið tölur á vinstra barm, gengt hnappagötunum. Haustmatur Frh af bls- 21. Fisklýsi er betra en nokkur olía, þegar þarf að þétta og styrkja augn- hárin. Eini gallinn er lyktin, ef þið getið þolað hana, þá dýfið venju- legum augnabrúnabursta í lýsið og strjúkið augnhárin varlega. Setjið einnig örlítið af lýsinu á augna- brúnirnar og burstið vel með litlum bursta, eins og þær eiga að vera. Gætið þess að lýsið fari ekki í aug- un og fari ekki í rúmfötin, þegar þið háttið á kvöldin. Hvítt joð: Penslið neglurnar með hvítu joði og látið þær þorna, áður en þið lakkið þær. Þið, sem ekki notið naglalakk, og hafið stökkar og erfiðar neglur, skuluð pensla þær með hvítu joði á kvöldin áður en þið farið í rúmið, tíu daga í röð. Hættið svo dálítinn tíma, áður en þið byrjið aftur. Hvítt joð fæst í lyfjaverzlunum og lítil flaska dugir lengi. ■ . Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Verð frá kr. 4.750.00 H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.