Vikan


Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 8

Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 8
 •'W/AW.Wfí'.fl'.'.-Xvl'/'.v'.vWWv:- Wi'J&jtilCf re<n?fáy? mmm Svona var Ford um aldamótin. Þá var þessi bíll ímynd þess bezta sem þekktist í þægilegri og skjótri farartækni á landi. Veröld án fjarlægða Látum þó í bili útrætt um hina æskilegustu, líffræðilegu þróun fararskjótanna og snúum okkur aftur að hinni vélrænu flutn- ingatækrii. Á styttri vegalengdum, innan borga og bæja, virðist færistígurinn langsamlega hentugasta lausnin, en með^ því á ég við eins konar gangstéttir á stöðugri hreyfingu eins og færibönd, eða í lík'ingu við „rennandi vegina“, sem 'H. G. Wells lýsir í einni af sögum sínum. Véit ég vel, að siík færistígakerfi hlytu, af tæknilegum ástæðum, að gera gatnakerfi borganna leiðinlega reglubundið og fábreytilegt, en þó efast ég um að nauðsyn bæri til að gera það eins þrautleiðinlega homrétt og reglubundið og gatnakerfið er þegar orðið í sumum nýtízku borgum og borgarhverfum, t. d. Manhattan. Og það uggir mig, að það yrði ekki tæknilegi vandinn í sambandi við þetta flutningakerfi, sem reyndist torleystastur, ekki heldur hinn efnahagslegi — heldur yrði erfiðast að fást við félagslega andstöðu við framkvæmd þess. Þótt það liti nógu gimilega út frá sjónarmiði almennings, að hið opinbera annist alla mannflutninga í borgum og bæjum, mundu ýmsir einstaklingar og einstök samtök og fyrirtæki hafa sitthvað við það að alhuga, því að margur þættist eflaust missa þar spón úr askinum sínum. i ] Engu að síður er það staðreynd, að ekki getur liðið á löngu áður en gera verður öll vélknúin farartæki útlæg úr borgum og bæj- um, önnur en þau sem annast skipulagsbunda mannflutninga. Það hefur að vísu tekið okkur talsverðan tíma að átta okkur á því, nú em liðin fuil tvö þúsund ár síðan Júlíus Cesar sá sig tilneyddan að banna notkun allra farartækja í Rómaborg, nema að nóttu til, sökum sívaxandi umferðaröngþveitis í borginni, og er ástandið nú þó varla sambærilegt við það sem var 48 árum fyrir Krist. Verði einkabílum framvegis leyfður akstur innan borgarmarka, er ekki um annað að ræða en að reisa allar byggingar á stólpum, svo allur grunnflötur nýtist imdir akbrautir og bíialægi — og þó vafasamt að það leysi vandann. Þótt ekki sé líklegt að færistígakerfið verði nokkurn tíma notað nema á skemmri vegalengdum innan borga, gæti vel komið til mála að eins konar færibönd yrðu einnig notuð til mannflutninga á langleiðum — einkum ef olíulindir tekur að þrjóta og benzín- skortur dregur úr allrí bílanotkun. Fyrir um það bil tuttugu árum birtist athyglisverð smásaga eftir Henléin, þar sem lýst er slíku mannflutningakerfi á lengri leiðum. Höfundurinn gerir ráð fyrir nókkrum samhliða færibrautum með mismunandi hraða, er mynda eins konar þjóðveg. Sumar þéirra rynnu með allt að 100 mílna hraða á klukkustund — farþeginn gengi þá inn í eins konar gistihús með veitingasal, svefnherbergjum og öllum þægindum, sem síðan flytti hann á leiðarenda. g VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.