Vikan


Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 34
RYÐEYÐIR Á SKIP & BÍLA ER MÁLNING SEM EYÐIR RYÐI. SPARAR TÍMA OG FYRIRHÖFN. ER AUÐVELD í MEÐFÖRUM. SANDBLÁSTUR OG RYÐHREINSUN ÓÞÖRF. Norðan heiðarinnar. Framhald af bls. 11. Snöggvast stóð ég kyrr og var á báðum áttum, hvert ég ætti að berja að dyrum eða snúa við. Svo hristi ég af mér slenið og barði á útidyrahurð- ina. Aftur barði ég, en ekkert heyrð- ist að innan, ekki svo mikið sem hundur gelti í bæjardyrunum. Ég tók í hurðarhúninn, dyrnar voru ó- læstar. Einhver hlaut þá að vera heima, hugsaði ég og gekk inn í dyraskyggnið og bankaði nú á innri hurðina. Steinhljóð. Aftur setti að mér þennan hrollkennda óhugnað. Hvers konar hús var þetta eigin- lega? Enn bankaði ég og nú svo fast, að heyrast hlaut um allt húsið. Ef enginn svaraði að heldur, skyldi ég hypja mig sem skjótast. Þá loks heyrðist fótatak að innan. Hurðin var opnuð í hálfa gátt og lágvaxin, grönn og fölleit kona birt- ist í gættinni. Snöggvast stóðum við bæði þegjandi og virtum hvort ann- að fyrir okkur. Svo rétti ég fram höndina. — Gott kvöld. —■ Gott kvöld, sagði hún, en lét sem hún sæi ekki framrétta hönd mína. — Gæti ég fengið að síma héðan? Bíllinn minn bilaði á heiðinni, og ég þarf að láta vita af mér. Mér fannst spumin í augnaráði hennar slík, að bezt væri að gefa sem fljótast skýringu á ferðum mín- um. Hún þagði, en hélt áfram að horfa á mig, og ég fann, að ég yrði að biðj- ast afsökunar á útganginum á mér. — Það var vont veður á heiðinni og ég haf ði ekkert utan yfir mig, því ég bjóst hvorki við vondu veðri né töfum. — Já, það er oft vont veður á heið- inni, sagði hún. Rödd hennar var lág og undarleg eins og konan sjálf. •—■ Það er simstöð hérna neðar í sveitinni, það er fjórði bær héðan, bætti hún svo við. — En get ég ekki fengið að hringja héðan? Það var kominn í mig hálf- kæringsþrái og mér fannst undar- leg framkoma hennar þess verð, að ég fengi einhverja skýringu á henni. — Nei, sagði hún, og svo er hann ekki heima. — Hver? — Húsbóndinn, maðurinn minn. Hún hálf hvíslaði orðunum, svo ég heyrði varla til hennar, og skildi hvorki upp né niður. Aldrei hafði ég vitað til þess, að íslenzk sveitakona úthýsti hröktum ferðalangi, þó bóndinn væri ekki heima. Mér lá við að brosa, skyldi henni finnast ég eitt- hvað tortryggilegur og varla óhætt að bjóða mér í bæinn. Jæja, hún um það. Ég yrði þá að halda aftur út í rigninguna þó mig langaði ákaft inn í hlýjuna, sem lagði á móti mér innan úr húsinu. — Ég bið afsökunar á ónæðinu. Fjórði bær héðan, ég hlýt að finna hann. Þakka þér fyrir. Og ég sneri mér við á leið til dyra. — Heyrðu, sagði þá konan allt í einu. — Hvaðan sagðistu vera? Ég sneri mér við, yfir mig hissa. Til hvers var hún að spyrja mig hvaðan ég væri fyrst hún ætlaði ekki að bjóða mér inn? Ég hafði heldur ekki nefnt hvaðan ég væri, þó spurningin væri borin fram eins og bún hefði gleymt því, sem ég sagði. Að sunnan, svaraði ég og fannst hún þyrfti ekki nánara svar. Við ættum sjálfsagt aldrei eftir að sjást. — Að sunnan, át hún eftir mér og horfði fast ofan í gólfið við fætur sér. Og á leið norður? — Já, ég ætlaði að flýta mér en tafðist. Þess vegna ætlaði ég að láta vita af mér. Enn stóð hún kyrr og þagði, og mér sýndist þetta ekki ætla að hafa neinn skynsamlegan enda, og sneri mér því aftur til útidyranna. — Og það var vont veður á heið- inni? spurði hún. — Já, það var bleytuslydda. Ég stóð og hélt í útidyrasnerilinn. — Má ekki bjóða þér kaffi, þér er sjálfsagt kalt? Allt í einu var sem hún gjörbreytt- ist úr hinni undarlegu, þögulu veru, í gestrisna húsmóður. Ég varð svo hissa, að mér lá við að neita. — Ha, jú, þakka þér fyrir, mér er dauðkalt. — Já, gerðu svo vel og gakktu í bæinn. Maðurinn minn hlýtur að fara að koma, hann ætlaði eitthvað að gá að kindum. Ég gekk á eftir henni inn í lítið en hreinlegt eldhús. Á borði voru tveir bollar og kökuföt. — Fáðu þér sæti, sagði konan, sneri sér að eldavélinni og kom með kaffi- könnu og hellti í bollann hjá mér, og bauð mér að gjöra svo vel. Hellti svo í hinn bollann og settist við borð- ið á móti mér. Aftur virtist þetta tómlætismók hafa náð tökum á henni. Hún minntist ekkert á bón mína um að fá lánaðan síma, ann- að hvort hafði hún gleymt henni, eða ætlaði sér ekkert að sinna henni. Vitlaus var ég að þiggja kaffið, hugsaði ég og lauk úr bollanum. Konan veitti því enga eftirtekt, en saup öðru hvoru vélrænt á sínum bolla og starði fram fyrir sig án af- láts, og mér féll bölvanlega þetta sinnuleysi hennar, en vissi varla, hvort ég ætti að segja eitthvað. Nei, þetta dugði ekki, hugsaði ég, ræskti mig og bjóst til að standa á fætur. Þá leit hún loks til mín og spratt á fætur, þreif kaffikönnuna og hellti í bollann hjá mér aftur. — Fyrirgefðu, sagði hún, mér hættir svo til að gleyma mér. — Takk, sagði ég, og fór’ að hræra í bollanum. — Já, maður verður svona í ein- verunni, hugsar of mikið og talar við sjálfan sig, hélt konan áfram. — Eruð þið bara tvö í heimili? spurði ég. — Já, og hér kemur aldrei nokkur maður. Sumum finnst það nú ekkert gera til, hún brosti. Bros hennar var undarlega feimnislegt og náði varla að vera meira en smá viprur kring- um munninn. — En mig langar stundum til að tala við einhvern og heyra aðra tala. Ég held, að maður þarfnist þess meir en margur hyggur. Að fá að heyra aðrar raddir mæla aðrar hugsanir en manns eigin, það hlýtur að vera hverri manneskju nauðsynlegt. — Já, það er alveg satt, sagði ég furðu lostinn yfir þessu málæði hennar, en bætti svo við til þess að halda henni við efnið, svo hún félli ekki í sama mókið og fyrr: — Einveran er því aðeins nauðsyn- leg sálinni, að maður þurfi að leita að sjálfum sér. Þrátt fyrir það meg- um við ekki slíta öllu sambandi við aðra menn. Mannssálin heimtar stöðuga endurnýjun. Stöðuga hring- rás í leit sinni að því fullkomna en óþekkta, sem allir þrá. —■ Konan starði opinmynnt á mig, með næstum skelfingarsvip. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.