Vikan


Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 37

Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 37
honum, hélt ég áíram. — Sagði hann þér það? spurði húsfreyja. Nei, ekki beint. Mér bara heyrðist það á honum. Eða var það kannski fyrri konan hans? — Nei, Guðni er ekki tvígiftur og hún hefur aldrei frá honum farið, svaraði bóndi hægt og var auð- sjáanlega ekkert um þetta tal gefið. En ég var orðinn forvitinn og þóttist ekki taka eftir því og hélt áfram. Það er ekki hægt að segja að þau séu lík, hjónin. Maðurinn svona heljarstór en konan pínulítil. Hún virðist líka hafa talsverðan beyg af honum, og lét ekki sjá sig eftir að hann kom. — Hún hefur óttazt að hann tæki því illa að þú værir kominn. Það var húsfreyja sem sagði þetta. — Þykir það óviðfelldið hér að húsfreyjur bjóði inn gestum að bóndanum fjarstöddum, spurði ég og glotti. — O nei, en orsakir eru til allra hluta, sagði bóndi og rétti mér kökudisk um leið. — Góði, reyndu að hafa gott af þessu. — Takk, sagði ég og sá að hann ætlaði að íara að segja eitthvað, og beið. — Mér er illa við að bera út sveit- unga mína, sagði hann svo, en þar sem þú hefur nú af tilviljun komið á þetta heimili, finnst mér réttar að segja þér sannleikann svo þú gerir þér ekki rangar hugmyndir. — Já, blessaður gerðu það, sagði ég feginn. Mér þætti gaman að heyrna nánar um þetta. — Það er nú vonandi að þér þyki ekki gaman að þeirri frásögn, það er engin skemmtisaga, sagði nú hús- freyja, stóð upp og gekk út, eftir að hafa boðið mér meira kaffi. — Nei, það var ekki konan hans sem fór frá honum, Sólbjörgu dytti það víst aldrei í hug. Nei, það var móðir hans sem yfirgaf hann og föð- ur hans. — Jæja, einmitt það, og nú minnt- ist ég þess hve Guðna hafði brugðið þegar ég hafði sagzt vera að fara við jarðarför móður minnar. — Og hvernig stóð á því? Ja, hvernig stendur á því að sum- ar manneskjur bregða heitum sin- um og yfirgefa ástvini sína sem elska þær og treysta þeim. Því er ekki svo gott að svara. Þetta er einn af þeim harmleikjum, sem svo oft gerast þegar tvær gjörólíkar manngerðir ætla sér að deila ævi- kjörum hvor við aðra. Guðmundur faðir Guðna var hæg- látur maður, sem alla ævi hafði lifað þarna fábreyttu lífi. Það var því strax spáð illa fyrir hjónabandi hans, þegar hann flutti konu sína heim, kornunga, fríðleiksstúlku, glaðværa og skemmtanafíkna. 111- ar tungur sögðu að hún hefði strax verið manni sínum ótrú. Þá var oft gestagangur á bænum, áður en bíl- vegurinn var lagður yfir heiðina, og margir þurftu að koma við og hressa sig á mat eða drykk áður en lagt var á heiðina. Eða voru að koma að sunnan og höfðu lent í slæmu veðri eins og þú núna. Þá var því fljótlega haldið á lofti að unga konan væri ákaflega gestrisin við karlmenn, sérstaklega væri bóndi hennar ekki heima. Ég held nú samt að þær sögur hafi flestar verið lognar. Glaðværð og alúð ungu konunnar aðeins verið lögð út henni til áfellis. En svo einn kaldan haust- dag börðu örlögin að dyrum í gervi ræfilslegs ferðalangs sem kom að Heiði síðla dags og baðst gistingar. Þetta var hálfgerður landshorna- maður, sem hvergi undi, þvældist úr einum stað í annan, og stundaði kvennafar af miklum dugnaði hvar sem hann var, síyrkjandi ástavísur ef kvenmanni brá fyrir, því hann var talandi skáldmæltur eins og sagt er, en þannig bullarar eiga oft und- arlega létt með að koma að sér kvenfólki, þótt persónan sjálf sé ekki merkileg. Þessi maður dvaldi á Heiði í nokkra daga og beið góðs veðurs. Guðni var þá á fermingar- aldri, og lengst af úti við að hjálpa pabba sínum. Svo einn dag þegar þeir feðgar komu til bæjar voru þau bæði horf- in gesturinn og húsfreyjan. Vafa- laust hefur Guðmundi ekki dottið annað í hug en að hún hefði brugð- ið sér til næsta bæjar, því annars hefði hann farið á eftir þeim og náð þeim fljótlega. En af því varð sem sagt ekki, og því fór sem fór. Hér þagnaði bóndi og starði svip- þungur fram fyrir sig. —- Hvað varð svo um þau, kom konan aldrei aftur? — Þau komust aldrei suður heiðina. Þegar leið á kvöldið gerði ofsabyl og þau urðu bæði úti. Lík þeirra fundust ekki fyrr en um vorið, og voru þau þá flutt norður og jörðuð i sama kirkjugarði. — Hvernig tóku feðgarnir þessu. Urðu þeir tveir þarna áfram? — Já, þeir voru þar áfram, því miður fyrir drenginn, sem auðvitað hefði þurft að flytja í annað um- hverfi þar sem ekkert minnti á móð- ur hans og hinn voðalega verknað hennar. Engum datt samt í hug að gangast fyrir því, þótt vita mætti að þessi hryllilegi atburður hefði geigvænleg áhrif á sálarlíf hans. — Varð hann þá strax svona und- arlegur? — Nei, það varð hann ekki, og faðir hans ekki heldur svo nokkur vissi, þeir töluðu aldrei um þetta og menn forðuðust að nefna það við þá. Svo stækkaði Guðni og varð nákvæm eftirmynd föður síns og hverjum manni stilltari og hæglátari. Löngu seinna, kom svo Sólborg til þeirra. Enginn vissi hvaðan hún kom eða hverra manna hún var. Hún giftist Guðna og allt virtist leika í lyndi. Þá tókst einhverjum að grafa það upp að hún væri dóttir mannsins sem forðum tældi konuna með sér út í dauðann. Og einhver óþokkinn þóttist þurfa að stinga því að gamla manninum. Þá fór allt í bál og brand. Guðmundur gamli ofsótti tengdadóttur sína svo að hætt var við að hann ynni henni mein. Seinna varð hann alveg brjálaður svo að Guðni varð oft að sitja yfir hon- um, en fékkst aldrei til að láta gamla manninn á hæli. Loks andað- ist hann úr lungnabólgu eftir að hafa hlaupið fáklæddur upp á helði í vondu veðri. En í slíkum veðrum var hann verstur og talaði þá sí- fellt um að þau væri úti á heiðinni. Eftir að gamli maðurinn dó var sem Guðna væri líka brugðið. Hann virtist nú óttast að sagan endurtæki sig. Hann varð sjúklega hræddur um konu sína og forðaðist allt sam- neyti við aðra menn, sérstaklega þegar líða tók að hausti og dag fór að stytta. Og þá fyrst sá fólk hví- líku holundarsári þessi hryggilegi atburður hafði sært drenginn, þegar móðir hans yfirgaf hann og galt fyrir það líf sitt. Og sú und opnað- ist nú að nýju ... Gef mér líka! Svona, svona ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefur rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIV E A ! Nivea inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. — Er þá ekki hætt við að hann skaði konu sína þegar sá gállinn er á honum? spurði ég. — Nei, það hald ég ekki. Það er ekki beinlínis eins og hann van- treysti henni, enda ástæðulaust. Nei, það er atburðurinn sjálfur, sársauk- inn og skelfingin. Það er ekki von að við skiljum það til hlítar, en þannig kemur háttalag hans mér fyrir sjónir. — Hafa þau virkilega ekkert sam- band við aðra menn? — Það getur varla talizt, og ekki nema það allra nauðsynlegasta. Enginn sími, ekkert útvarp eða blöð, og þar kemur varla nokkur maður. Þetta er orðið afskekkt síðan bíl- vegurinn kom, svo þangað eiga fáir erindi. Mér varð satt að segja hverft við þegar þú sagðist hafa komið þar í kvöld, þó kannski engin hætta sé á ferðum, er því ekki að neita að Guðni gæti gert ókunnuga æði skelkaða ef í það færi. Nú stóð bóndi upp og fór að ganga um gólf. — Já, þetta er hryggileg saga, sagði hann svo. Svona gat, að því er virt- ist lítilfjörleg gestakoma á sveita- bæ gripið inn í líf hamingjusamrar fjölskyldu og skilið eftir þjáningar og dauða. — Örlögin eru oft býsna undarleg, sagði ég og stóð upp og þakkaði fyrir kaffið. — Mér þótti vænt um að þú skyldir segja mér þetta, sagði ég. — Og mér þætti vænt um að þú segðir ekki óviðkomandi fólki frá þessu, sagði hann og leit fast á mig. Svona sögur eru ekki til að henda á milli manna finnst mér. Ég kvaðst skilja það. Nú kom konan inn og ég þakkaði henni kærlega fyrir mig. — Verði þér að góðu. Hefur þér svolítið hlýnað, sagði hún og brosti móðurlega til mín. — Jú, áreiðanlega, sagði ég og kvaddi hana. Svo gengum við bóndi út á tröpp- urnar. — Jæja, þú kemur þá við í baka- leiðinni, sagði hann. Það verður þá búið að þurrka fötin þín svo þú getir skipt aftur. — Já, ég geri það, líklega á morg- un eða annað kvöld. Vertu blessað- ur og sæll. — Vertu blessaður góði, sagði hann og tók þétt í hönd mína. Svo gekk hann inn um dyrnar, en ég labbaði niður tröppurnar í áttina til bílsins. Peningar í hendi. Framhald af bls. 1R. Og allt í einu kom honum nokk- uð í hug. Hann hafði þegar gerzt sekur um morð, svo ekki breytti neinu þótt hann fremdi annað til. Vitanlega varð hann að ganga þann- ig frá því, að engum kæmi til hugar að um morð væri að ræða. Það varð að líta út sem slys — eða þá sjálfs- morð; konuvæfla, sem truflazt hafði á geðsmunum af harmi, þegar móð- ir hennar lézt ... þjáðist af fárán- legustu firrum og loks ráðið sjálfa sig af dögum ... Hann reykti pípu sína um hríð. Virti eiginkonu sína fyrir sér, þar VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.