Vikan


Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 42

Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 42
I--------------------- (j£> i-tjGt? ÝÉ7>tJi-Ea-/? éoTT Kí?f?f/ £fr ?>Ép //on£> ÍWDv/a .7j(?v/D KffFF/S/eT/ /' K'ÖA'Eí/*//? I ar og þriðji gír syncroniseraður. Gírskiptistöng er í stýri. Bílinn er einnig hægt að panta með fjögurra gíra kassa. Vélin er þriggja strokka tvígeng- isvél, vatnskæld og staðsett fram í bílnum, 42 hö við 5000 sn/m. Rafkerfið er 12 volta. Helztu mál: Heildarþyngd ............ 4.02 m Breidd .................. 1.57 — Lengd milli hjóla ..... 2.49 — Sporvídd fram og aftan . 1.22 — Minnsta hæð frá jörðu . 19 cm Þyngd ................... 890 kg Verð með miðstöð, vatnssprautu á framrúðu, aurhlífum og festing- um fyrir öryggisbelti er krónur 147.000,00. Umboð: Sveinn Björnsson og Co. Vikan segir: Einn af forvígismönnum í sænska bílaiðnaðinum hefur látið svo um mælt, að Svíar verði að framleiða bíla í fremsta gæðaflokki, ella eigi þeir enga von. Hvort bílarnir þeirra, Volvo og Saab, eru í fremsta gæða- flokki, skal ósagt látið, en þeir hafa gefizt vel hér á landi, þar sem vegir eru þó verri en víðast á byggðu bóli. SAAB er að mörgu leyti merki- legur bíll. Og vissulega góður bíll. Fyrirtækið. sem smíðar hann, hefur orð á sér fyrir einhverjar beztu orrustuþotur í heimi. Þeir ganga eins langt í því og unnt er, að undir- strika skyldleika SAAB og þotunn- ar. Enginn bíll, sem ekki telst til sportbíla, hefur svo afgerandi straumlínulag. Hann er byggður eftir sköpulagi vatnsdropans; ával- ur að framan, breiðastur framan- vert við miðju, en gengur allur saman að aftan. Þeir reyna bílinn í vindgöngum eins og flugvélina. SAAB hefur framhjóladrif og vélin vinnur prýðisvel svo ekki gef- ur eftir vélum sem eru um og yfir 50—60 hestöfl. Þó er hún aðeins 42 ha. SAAB er ágætur í beygjum eins og framhjóladrifnir bílar eru yfirleitt. Maður hefur á tilfinning- unni að aka traustum og góðum bíl. Hann er á 15 tommu felgum og tekur vel á sig holur. Óvenju hátt er undir SAAB, bæði vegna hjólastærðar og svo hins, að engin kúla er undir honum. Eyðslan mun vera 7—8 lítrar að jafnaði. Að innan er SAAB viðfelldinn og frágangurinn minnir að sumu leyti á Volvo. Útsýni um afturglugga er slæmt, þar sem glugginn er hátt og hallast mjög mikið eins og sjá má af mynd. Sætin eru góð, en of lág, að minnsta kosti fyrir meðal- mann. Setji maður undir sig í sæt- ið, virðist framrúðan ná of skammt upp á þakið. Mér er sagt, að ‘63 módelið verði með hærri framsæt- 42 VIKAN um. Sjálfsagt hækka þeir þá rúð- una um leið. Veröld án fjarlægða. Framhald af bls. 9. að sitja þannig í hægu sæti og renna mjúklega og skrykkjalaust með færibrautinni langar leiðir. Það væri í rauninni mjög slæmt, ef svo skemmtilegur og tiltölulega raun- hæfur draumur, rætist aldrei í veru- leikanum. Þyngdarleysið er ekki afstætt hug- tak lengur; nokkrir af okkar kyn- slóð hafa þegar kynnzt því af eigin raun. Kannski verður þess ekki langt að bíða, að vísindamönnun- um takist að upphefja þyngdaraflið á takmörkuðum svæðum. Það þarf því ekki ákaflega sterkt ímyndun- arafl til að gera sér það í hugar- lund, að stigar og lyftur verði mönn- um óþarfi áður en langt um líður ... maður gengur inn á smáblett eða pall, þar sem aðdráttaraflið hef- ur verið upphafið, og svífur hægt og rólega lóðrétt upp á við, hæða á milli, sennilega um einskonar „lyftugöng", sem enginn lyftuklefi verður þó í. Þetta verður áreiðan- lega mjög þægilegt, þegar maður þarf að komast leiðar sinnar um skýskafa og háhýsi. Þótt vélknúin farartæki verði gerð útlæg úr borgum og bæjum, má telja víst að þeirra verði lengi þörf í sambandi við ferðir og fólks- flutninga borga og bæja á milli, 10—100 mílna vegalengdir. En þau munu taka miklum breytingum í framtíðinni. Fyrst og fremst verða þau stórum mun léttari fyrir það, að völ verður á léttari og sterkari efniviði, og nýtist þá hreyfilorkan og burðarmagnið að sama skapi bet- ur. í stað hinna þungu og macg- brotnu bezínhreyfla, sem að öllum líkindum hafa drepið mun fleiri á lofteitrun en farizt hafa í umferðar- slysum, koma litlir, hljóðgengir og hreinlegir rafhreyflar, sem komið verður fyrir í sjálfum hjólunum og skerða því ekki innrými farartæk- isins. Og þessir hreyflar ganga fyrir orku úr litlum, straumsterkum raf- hlöðum, sem endast von úr viti —- en rafhlöðugerð hefur fleygt svo fram á síðustu árum, að þessi þró- un mun ekki stranda á þeim. Merkilegust verður þó sú breyt- ing á gerð bílanna, að þeir munu stjórna akstrinum að öllu leyti sjálf- ir — sennilega verður það talið refsivert lagabrot, fari eigandinn eitthvað að skipta sér af akstrinum á leiðinni. Þessi breyting getur átt skemmra í land en margur hyggur, þar sem þróunin í gerð og notkun rafeindaheila er ótrúlega hröð um þessar mundir. Benda má á, að öll- um stærri flugvélum er þegar stjórnað að miklu leyti af slíkum heilum, bæði beint og fyrir fjarhrif frá leiðsöguheilum á jörðu niðri. Að sjálfsögðu kemur það til með að kosta skildinginn að koma upp full- komnu vitakerfi til að annast alla aksturstjórn og umferð á þjóðveg- unum, en það mun áreiðanlega margborga sig á skömmum tíma vegna aukins öryggis, færri slysa og minni skemmda á farartækjum. Maður sezt inn í bílinn, stillir á á- kveðna leið, setur „heilann“ í sam- band við leiðsöguvitana, og þegar þeir hafa sent merki um að leiðin sé opin, ræsir maður hreyflana og hefur svo engin afskipti af akstrin- um eftir það, þar sem leiðsöguvit- arnir stilla hraðann og stjórna allri ferð bílsins unz kemur á leiðarenda. Og ekki nóg með það, heldur getur maður þegar þangað kemur, að öll- um líkmdum „sent“ bílinn þangað, sem honum er ákveðið lægi á meðan maður sinnir starfi sínu í borginni, eða rekur þar erindi sín, og stillt „heilann" þannig, að hann komi sjálfkrafa aftur á tiltekinn stað og tilteknum tima til móts við mann, eða þegar maður kallar á hann með radiósenditæki, sem gengið er með í vasanum. Járnbrautir verða þá algerlega úr sögunni; raforku og kjarnorkuverin gera alla kolaflutninga óþarfa, iðju- verin sjálf verða reist við hráefna- lindirnar, og þar með verður hið eina eiginlega hlutverk, sem járn- brautirnar hafa enn að gegna, þungaflutningarnir, úr sögunni. Sumar þjóðir, t. d. Ástralíumenn og íslendingar, hafa hlaupið yfir „járn- brautastigið11, og farið fótgangandi og ríðandi yfir á svið bíla og flug- vélanotkunar. Og þess verður áreið- anlega ekki langt að bíða, að eim- lestir og farþegavagnar fyrirfinnist eingöngu sem sýningargripir á söfn- um og gestirnir líti á þá svipuðum augum og gömlu, hestdregnu far- þegavagnanna. Þótt kjarnorkuknúnir kafbátar hafi, enn sem komið er, eingöngu verið smíðaðir til að gegna hernaðarlegu hlutverki, bendir allt til þess að þeir verði hin ákjósanlegustu þunga-- flutningatæki á skipaleiðum, meðal annars fyrir það, að hreyfiorka þeirra nýtist miklum mun betur niðri í lygnu djúpinu, en skipa, sem eyða verulegum hluta hennar í bar- áttu við sjói og veður. En svo eru líka 4 „uppsiglingu“ enn önnur flutningatæki á skipaleiðum, sem ekki er ólíklegt að reynist jafnvel enn ákjósanlegri en kjarnorkuknúnu kafbátarnir —• svifnökkvarnir, sem skríða í nokkurra feta hæð yfir yfir- borði sjávar, og eru enn sparari á hreyfiorku en kafbátarnir, þar sem loftið veitir mun minni mótstöðu en vatnið. Þótt svifnökkvarnir séu nýtilkomnir, er þegar sýnt að tækni- lega verður ekkert þvi til fyrirstöðu að smíða farar- og flutningatæki af þeirri gerð jafnstór hafskipum. Óvíst er þó að nokkurn tíma verði horfið að því ráði; svifnökkvarnir verða það fljótari í förum en haf- skip — þeir geta „siglt“ með allt að tvö hundruð mílna hraða á klukkust. — að flutningaafköst þeirra verða mun meiri þótt burð- armagnið verði minna. Og enn hafa þeir þann kost mestan fram yfir skipin, að þeir geta eins svifið yfir landi og sjó og þurfa því ekki að leggjast að bryggju eða hafnar- bakka, og má því ferma þá og af- ferma í vöruskemmunum og spara eiginlega upp- og útskipun. Með til- komu þessara flutningatækja verð- ur ófyrirsjáanleg bylting, skipa- skurðir, eins og Panama og Suez- skurðurinn, verða með öllu óþarfir, flutningaleiðir yfir höfin munu ger- breytast, landsvæði, sem nú eru af- skekkt, komast í beint samband við umheiminn, en miklar hafnarborg- ir leggjast niður sem slíkar. Svif- nökkvarnir eru þó sínum takmörk- unum háðir, sem gæta mun þó meira i landferðum en yfir sjó •— þeir geta ekki farið yíir nema til- tölulega sléttu landi, og þyrla upp rykmekki, fari þeir yfir ógróna jörð. Varðandi fólksflutninga í lofti er einnig byltinga að vænta, bæði á skemmri og lengri leiðum. Ein bylt- ing er skammt framundan — lóðrétt flugtak og lending flugvéla, sem miðaðar verða við fólksflutninga á skemmri leiðum, sem gera mun flugvelli óþarfa nema á langflug- leiðum. Hvað flug á langleiðum snertir, má kannski segja að mesta byltingin sé þegar yfirstaðin; far- þegaflugvélarnar hafi þegar náð þeim hraða, að lengri tími fari nú í það að komast í gegnum skilríkja- múrinn í flugstöðvunum og loka- spölinn, milli flugstöðvar og dvalar- staðar, en sjálfa flugferðina, heims- álfa á milli. Engu að síður má telja víst að allt kapp verði lagt á að smíða enn hraðfleygari vélar til farþegaflutninga, og þess mun ekki ýkjalangt að bíða að teknar verði í notkun farþegaþotur, sem fljúga með allt að tvö þúsund mílna hraða á klukkustund; tekur þá engin flugferð lengri tíma en sex klukku- stundir, og ekki nema tvær til þrjár stundir á þeim leiðum, sem nú eru fjölfarnastar. Er líklegt að þá verði komið upp samfelldu mannflutn- ingakerfi um heim allan í líkingu við járnbrauta- og langleiðabíla- kerfi, sem nú eru starfrækt í flest- um menningarlöndum. Þótt smíði farþegaflugtækja, sem færu um háloftin með mun meiri hraða, sé tæknilega hugsanleg, er lítt hugsanlegt að þau verði tekin í notkun; þar skal eldflaugaorku til, en hún er eldneytisfrek og mundi þurfa um tíu smálestir af því, miðað við hvern einstakan farþega, eða tvítugfalt magn þess eldsneytis, sem farþegaþotur eyða ná á lang- flugi — en auk þess þyrftu þessar háloftsþotflaugar á miklu magni súerefnis að halda. Að vísu er ekki óhugsanlegt að takast megi að smíða kjarnorkuhreyfla til að knýja slík flugtæki, og mundi það vitanlega gerbreyta öllu viðhorfi hvað kostn- aðinn snertir. En þá er það, að vit- anlega yrði aldrei loku fyrir það skotið að slík flugtæki gætu hrapað til jarðar, eða jafnvel tætzt í sundur í lofti af völdum sprengingar — og hvað yrði allur sá voði, sem af því getur hlotizt þegar brennandi þota hrapar niður á borgir eða önnur byggð svæði, hjá þeim geislavirkni- ógnum, sem af slíku slysi mundi óhjákvæmilega stafa? Það verður ekki fyrr en okkur tekst að beizla kjarnorku ógeislavirkra' efna, að háloftleiðir verða öruggar til mann- flutninga — þegar ekki þarf nema fáein kíló af lithium og þungu vatni til að knýja háloftaför með allt að 18.000 mílna hraða á klukkustund, en það á sér að öllum líkindum langt í land að sá draumur rætist. Því hefur verið hreyft — en sýn- ist of glæsilegt til þess að geta verið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.