Vikan


Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 28
 U 4 'bifPioQ r> Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. HrútsmerkiÖ (21. marz — 20. apr.): Líklega kem- ur einhver kunningi þinn bér á óvart í vikunni og þú tekur þetta illa upp, en í rauninni er þetta vel meint hjá honum, og hann vill þér alls ekki nema vel. Þú fer-ð i samkvæmi í vikunni, þar sem margt verður um manninn. 1 þessu samkvæmi kynnist þú persónu, sem gæti orðið þér dyggur vinur í framtiðinni. Heillatala 11. NautsmerkiS (21. apr.—21. mai): Þú verður fyr- ir alls kyns mótlæti í vikunni, en þú ert sannar- lega maður til þess að láta ekki bugast — og fyrr en varir berst þér hjálp úr óvæntri átt, og verður það til þess að þú ferð að líta bjartari augum á tilveruna. Gleymska þín á líklega eftir að koma þér í koll í vikunni, og verður þetta þér vissulega víti til varnaðar. Tvíburamerkiö (22. mai — 21. júní): Þér bjóðast tvö tækifæri i vikunni, en þér er ekki unnt að nýta þér nema annað þeirra, og meira að segja er hætt við að þú getir hvorugt þeirra nýtt þér sakir anna. Reyndu samt að haga því svo til að skyldu- störfin fái að biða i svo sem viku, til þess að þú getir notað þér tækifærið, þvi að þér býðst ekki annað slíkt í bráð. Krabbamerlciö (22. júni — 23. júlí): Þetta verður skemmtileg vika í alla staði — þú umgengst margt fólk og alls kyns manngerðir, margt fólk, sem þú hefur aldrei séð áður, og er margt á þvi að græða. Um helgina ferð þú iíklega í samkvæmi, en lík- lega verður þú að hverfa úr því samkvæmi af óviðráðanleg- um orsökum. Sunnudagurinn er mikill heilladagur fyrir þig. Ljónsmerkið (24. júli — 23. ág.): Það gerist ým- islegt óvænt í vikunni, og þú munt eiga i ýmsu að snúast. Yfirleitt verður vikan hin skemmtilegasta, þótt verið geti að eitt atvik varpi á hana skugga, og átt þú mest sök á því sjálfur. Persóna, sem til þessa hefur reynzt þér vel, bregzt þér nú illilega, en þetta stafar aí vangá. Dæmdu þessa persónu ekki of fljótt. Meyjarmerlciö (24. ág. — 23. sept.): Þetta verður óvenjuleg vika, svo ekki sé meira sagt, því að henni svipar ekki til þeirra vikna, sem þú hefur lifað það sem af er þessu ári. Þú færð eitthvað skriflegt, sem kemur þér i ágætt skap, enda máttu vera hreykinn af því, sem þar er um að ræða. Likur eru á skemmtilegu ferðalagi í skemmtilegum félagsskap. Vogarmerkiö (24. sept. — 23. okt.): Þú skalt fara sparlega með peninga í vikunni og ekki eyða þeim nema í nauðsynlegustu hluti, því að innan skamms muntu þurfa á öllum þessum óeyddu peningum að halda, svo ekki sé meira sagt. Þú hefur vanrækt eitt starf þitt, og virðist allt vera komið i óefni. Þó getur þú rétt Þetta við, ef þú hefst þegar í stað handa. Heillatala 7. Drekamerkiö (24. okt. — 23. nóv.): 1 vikunni ger- ist nú það, sem þú hefur beðið eftir síðustu vikur, og verður þvi vikan hin ánægjulegasta í alla staði. Einn fjölskyldumeðlimur hverfur af sjónarsvið- inu um stundarsakir, og kemur það sér nokkuð illa fyrir þig. Þú munt kunna bezt við þig heima við í vikunni, enda er þér einmitt hollast að sitja heima. Heillalitur rautt. Bogmannsmerkiö (23. nóv. — 21. des.): Það ger- ist að visu ekki mikið í vikunni, en bak við tjöldin er eitthvað að gerast, sem snertir þig og einn fé- laga þinn mjög mikið, og fæst ekki úr þvi skorið fyrr en i næstu viku. Þú munt komast að því, að þú hefur gert þér alrangar hugmyndir um einn félaga þinn, og er kominn tími til að þú komist að hinu sanna um hann. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Ekki er vist að þessi vika verði eins og þú hafðir gert þér von- ir um, en þótt svo verði ekki, skaltu ekki kvíða neinu, þvi hún verður hin skemmtilegasta i alla staði. Þú færð skemmtilegt verkefni að glima við í vikunni, en láttu þig ekki dreyma um að þú getir lokið því á svona skömmum tima. Líkur á skemmtilegu heimboði. VatnsberamerkiÖ (21. jan. — 19. feb.): Fram að ehelgi verður vikan fremur tilbreytingarlítil, en um helgina gerist eitthvað, sem vissulega kemur lífi í tuskurnar. Gamall draumur þinn rætist að einhverju leyti — Þó engan veginn til fulls, en þú mátt vel við una. Á mánudag gerist skringilegur atburður, sem kemur þér í einhvern vanda. Málið skýrist betur i næstu viku. Fiskamerkið (20. feb. — 20. marz): Þú hefur helgað einu áhugamáli þinu mikinn tíma undan- farið, og nú kemst þú að þvi, að þú getur haft mikið gagn af þessu áhugamáli — það getur jafn- vel orðið til þess að útvega Þér nokkrar aukatekj- ur. Það er vissulega full ástæða til að sinna Þessu meira. Þú færð einkennilegan mann í heimsókn — líklega fyrir helgi. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.