Vikan


Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 25

Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 25
fyrir, að menn, sem voru óvanir að ferðast á þessum slóðum, frusu bók- staflega í hel, án þess að þeir gerðu sér grein fyrir því.... “ Hún tók hníf og fór að gera að sil- unginum. Níu þá minnstu valdi hún til kvöldverðar, hina lagði hún í ilát og setti út í skýlið; það þurfti ekki að óttast að þeir geymdust þar ekki ó- skemmdir í frostinu. Surrey tók upp raksturstæki sin. Hinir karlmennirnir virtust láta sig einu gilda þótt skegg- ið fengi að vaxa afskiptalaust á kjálkum þeirra. Honum fannst það hreint og beint óþrifnaður. Alison, sem hafði lokið við að gera að silungunum, settist við eldinn og fylgdist af opinskáum áhuga með þeirri karlmannlegu athöfn, þegar hann neri þurrsápunni, sem hann hafði vanizt á að nota í herþjónust- unni, um vanga sér frammi fyrir litl- um stálspeglinum. Hann hafði sjálfur tvöfalda nautn af rakstrinum, þegar hann sá hvernig hún hallaði sér fram í sætinu og beið þess að hann tæki að skafa skeggið af kjálkunum. Þegar því var lokið, tók hann upp lítil skæri og fór að snyrta yfirvararskegg- ið af ýtrustu nákvæmni. Hún færði sig til í sætinu svo hún gæti fylgzt betur með handbrögðum hans. „Hvers vegna leggurðu eigin- lega allt þetta ómak á Þig?“ spurði hún skyndilega upp úr þurru. „Hvað....“ „Ég á við.... hvers vegna gengurðu með þetta yfirvararskegg og leggur á þig allt þetta nostur, sem þvi fylgir?“ Spurningin kom honum svo gersam- lega á óvart, að honum féllust hend- ur. Loks yppti hann öxlum. „Ætli það sé ekki þessi hégómagirni kar>‘ mannsins, sem veldur“, svaraði hann. Hann hefði gjarnan viljað láta sem hann heyrði ekki spurninguna, eða öllu heldur — láta sem hann hefði hvorki heyrt hana né svarað henni. En þvi var ekki að heilsa, og þó var enn lakara að hann gat ekki gleymt henni; hún sat'í honum og vakti hann óþægilega til meðvitundar um það, hve lítið hann þekkti sjálfan sig 1 raun og veru. Kannski var þetta yfir- vararskegg hans ekki nema hégóm- inn einber. Kannski hafði allt þetta nostur hans árum saman eingöngu orðið til þess að auglýsa fyrir hverj- um manni óþroskaðan smekk hans.... Og víst var þetta yfirlæti; víst var það yfirlæti og ekkert annað, tilraun til að vekja á sér athygli annarra. Og liann, sem alltaf hafði talið sér trú um, að hann væri maður hógvær, og talið sér trú um, að hógværðin væri hreint ekki svo litil dyggð. Hann stóð þarna allt í einu í óvæntri baráttu við sjálfan sig, og ósjálfrátt varð honum að hörfa lengra inn í skugg- ann, eins og hann vildi forðast að láta Alison komast að þvd, hvílíkt hugar- strið hún hafði vakið með honum. „Og svo kitlar það mann þar að auki“, mælti hún enn upp úr eins ÞAÐ ER AUÐYELT AÐ REIKNA ÞAÐ IJT, AÐ ÞESSI STÚLKA ER REIÐUBÚIN AÐ KASTA SÉR 1 FANGIÐ Á ÞÉR, SAGÐI GREATOREX GAMLI OG ÞÁ ER ÞAÐ UND- IR ÞÉR KOMIÐ ... DAHL, ÞÚ MÁTT EKKI... manns hljóði, háalvarlega. Það leit út fyrir að hún kynni fleiri ráð en eitt til að trufla sálarró manna, stúlkan sú. Og án þess að hann gæti gert sér nokkra grein fyrir hvers vegna, minntist hann þess nú allt i einu, að nú var leitartímabilið liðið. Þrjátíu dagar liðnir, síðan þeirra var sakn- að og þar með mundu Þau vera talin af. Leitinni hætt.... Og langur, harður vetur framundan. ÁTTUNDI KAFLI ALLT 1 einu hrökk Alison upp af svefninum. Hún svipaðist um af bálki sínum. Það var ekki með öllu myrkt inni í kofanum, þvi að daufan bjarma lagði af glóðinni í arninum. Hafði þetta verið draumur hennar? Eða hafði hún í raun og veru vaknað við skothvell? Hún hlustaði eftir andardrætti sof- andi félaga sinna, sem hún gat ekki greint. Greatorex dró andann með lágu hrothljóði, eins og hann væri að því kominn að kafna. Hún hafði kunn- að þvi illa fyrst, svo það hélt jafnvel fyrir henni vöku, en nú var hún orð- in vön því fyrir löngu, og veitti því ekki einu sinni athygli. Það var á- reiðanlegt, að hún hafði ekki vaknað við það. Varla gat hún heldur hafa vaknað við það, þótt Dahl hefði bylt sér og tautað í martröð sinni. Hún var einn- ig farin að venjast því og brá bkki blundi við, nema ef hann æpti — eða þá að hann læddist á sokkaleistunum um bjálkagólfið, þegar honum hafði tekizt að brjóta af sér martraðarfjötr- ana, bætti brenni á eldinn og stóð síðan langa hríð úti við hurðina og starði gegnum gerviglerrúðuna út 1 náttmyrkrið. Að Þessu sinni lá hann kyrr á bálki sínum og svaf væran, svo ekki gat hann átt sök á því að hún brá blundi. Hún heyrði léttan andardrátt Surr- eys, en hvernig sem hún lagði við hlustirnar gat hún ekki greint andar- drátt Prowse. Hún var í þann veginn að sofna aftur, og milli svefns og vöku tók hún að brjóta heilann um, hvernig á því gæti staðið, að Prowse elti hana stöðugt með augunum, eða hvers vegna augnaráð hans var þá ýmist þrungið eins konar ertnl eða jafnvel illkvittni, en á stundum svo ó- hugnanlega græðgislegt, að það fór hrollur um hana, þótt hún skildi ekki til hlítar hvað olli þessu myrka hungri í augum hans. Hún var i þann veginn að gleyma sér, þegar hún heyrði aftur snarpan hvell, eins og skotið væri af marg- hleypu einhvers staðar í fjarska. Hvernig læt ég, hugsaði hún allt i einu — þetta er ekki annað en frost- brestur úti á vatninu. Henni létti ó- segjanlega; vitanlega var þaö ein- ungis frostbrestur. Um annað gat ekki heldur verið að ræða, sagði hún við sjálfa sig og sofnaði aftur. DAHL var að höggva eldivið úti í skógarjaðrinum, þegar hann kom auga á stóran broddgölt uppi í tré skammt frá. Hann brá sér þangað og tók að hrista tréð, unz broddgölturinn féll af greininni og lenti á fönninni, og þar vann Dahl á honum með exi sinni. Þegar hann kom heim að bjálka- kofanum, lagði hann broddgöltinn frá sér og drap á dyr með axarskaftinu. Surrey opnaði dyrnar. „Hver fjand- inn sjálfur er nú þetta?“ spurði hann, þegar hann sá broddgöltinn liggjandi á snjónum. „Eins konar leynivopn, eða hvað?“ Dahl glotti og lagði fingurinn á efrl vör sér. „Eg þykist sjá, að gerðar hafi verið allmerkilegar breytingar á landslaginu“, mælti hann ertnislega. „Hvað veldur því, að einmitt þessi dagur skuli hafa verið valinn til slíkra framkvæmda, kunningi? Og ég sem hélt, að þú mundir heldur láta þér vaxa alskegg til skjóls gegn vetr- arkuldanum, en að þú færir að raka af þér yfirvararskeggið.... “ Surrey skipti litum og ósjálfrátt strauk hann um efri vörina, þar sem stolt hans, hið vel snyrta yfirvarar- skegg og einkenni flughers hennar há- tignar, hafði áður prýtt andlit hans. Dahl flýtti sér að skipta um umræðu- efni, þegar hann sá, að Surrey tók sér glensið einkennilega nærri. „Þetta....“, sagði hann. „Þetta er broddgöltur. Kærkomin breyting á mataræðinu". Surrey virti fyrir sér skepnuna með tortryggnissvip. „Hvernig er þetta matreitt? Soðið eða steikt?" „Við sjáum til. Alison hlýtur að vita það. Viltu kalla á hana, Des....“ Surrey kallaði á hana. Alison kom fram i dyrnar. Hún hafði búið sig til gönguferðar. „Ne- ei?“ sagði hún, þegar hún kom auga á broddgöltinn. Greatorex þóttist heyra, að eitthvað væri að gerast þarna og kom í dyrn- ar. Hann starði á broddgöltinn með viðbjóði og tók að núa vinstri hand- legginn. „Hvers konar ófreskja er nú þetta?" spurði hann. Alison starði á hann stórum augum. „Hvað gengur eiginlega að ykkur?“ spurði hún. „Hafið þið aldrei etið broddgölt? Kjötið af þeim er einmitt einstaklega gott“. „Hvernig er það eiginlega á bragð- ið, dóttir góð ?“ spurði Greatorex. „Við fengum lambakjöt með birgða- skipinu í fyrra“, svaraði Alison. „Það er ekki ólíkt þvx á bragðið". „Eins og lambakjöt....“ Það leyndi sér ekki, að áhugi karls var vakinn, enda þótt hann virtist ekki fyllilega sannfærður enn. Dahl tók til máls. „Eins og á stend- ur, riður mest á áð fá að vita hvernig við eigum að komast að þessu kjöti. Notar maður til þess dósahníf? Eða kannski logsuðutæki?" Alison brosti glettnislega og sendi Dahl hýrlegt augnatillit. „Lánaðu mér hnífinn þinn“, sagði hún. Hann rétti henni veiðihnífinn. Hún brá fæti við broddgeltinum og velti honum um hrygg svo grár kviðurinn vissi upp, en þar var skinnið brodda- laust. Laut síðan niður, brá hnífsblað- inu og gerði grunna ristu á skinnið eftir kviðnum endilöngum, smeygði oddinum inn undir það öðrum meg- in og losaði það með varúð frá á dá- litlum bletti og fór síðan eins að hin- um meginn. Þá lagði hún frá sér hnífinn, greip fingrunum um báða jaðrana, sem lausir voru og kippti I hvað eftir annað, en skinnið rifnaði frá skrokknum við hvert átak, unz Það var algerlega laust, án þess að hun hefði þurft að snerta það þar, sem það var broddum gróið. Það sá ekki einu sinni blóð á fingrum hennar af skrokknum, einungis dálitla fitu, sem hún neri af sér með snjó. Dahl brosti glettnislega. „Er ráðsnilli kvenna engin takmörk sett?“ spurði hann. Hún festi á hann augun, eins og hún vildi komast að raun um hvaða merking lægi að baki orðum hans. Og jafnskjótt leit hún undan, eins og sú emlæga og innilega aðdáun, sem hún Framhald á bls. 40. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.