Vikan


Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 11.10.1962, Blaðsíða 39
9=*ér njótið vaxandi álits ... þegar þér notið Biá Gillette Extra rakblöð Þér'getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir, ?ó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finníð þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra, 5 blöð aðeins Kr.20.50. Gillefte er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Gillette er skrásett vörumerkt. segirðu? spurði hann og lézt bregða blundi. Ég hef ekki heyrt neitt %.. — Ég heyrði það, staðhæfði hún þrákelknislega. Ég heyrði það svo greinilega. — Nora, gerðu það fyrir mig að fara inn til þín aftur. Þótt þú þurfir etrkj að fara til vinnu snemma í fyrramálið, þá er ekki því að heilsa með mig. Farðu að sofa. Þetta er ekkert nema hugarburður. Hann sneri sér til veggjar og heyrði að hún hvarf á brott. Sömu fyrirbærin endurtóku sig svo næstu næturnar, og loks þóttist Greig hafa náð þeim árangri, að óhætt mundi að hefja næsta þátt sóknarinnar. Hann bauð því heim nágrannahjónunimi eitt kvöldið; kvað langt um liðið síðan þeir ná- grannamir hefðu rabbað saman og fengið sér slag, enda var það og hverju orði sannara. — Ég er alls ekki í skapi til að taka á móti gestum, nöldraði Nora, þegar hann tilkynnti henni ákvörð- un sína. — Bull og þvaður, sagði hann. Mér kemur ekki til hugar að við hættum að umgangast fólk, því svo að eitthvað óhreint sé á slæðingi hérna í húsinu. Og ef þú kynnir að heyra eða verða vör við eitt- hvað á meðan þau hjónin eru stödd hérna, skaltu bara fara og athuga hvað um er að vera. Ég finn áreið- anlega einhverja skýringu, sem þau taka góða og gilda. Og nágrannahjónin komu eins og umtalað var. Þau höfðu ekki setið lengi, þegar þau fengu ekki orða bundizt um það hve Nora væri þreytuleg, og þegar hún svo gerði hverja vitleysuna á eftir annarri í spilinu, virtist stöðugt vera með hugann við eitthvað annað — sí- hlustandi og skimandi, eins og hún ætti von á að einhver dularfull fyr- irbæri tækju að gerast í kringum borðið — tóku þau grannhjónin að senda hvort öðru spyrjandi augna- gotur. Greig sýndi konu sinni aftur á móti óvenjulega þolinmæði, enda hlaut hann verðskuldaða umbun, þegar hann fylgdi grannhjónunum til dyra. — Það gengur áreiðanlega eitt- hvað að henni, konunni þinni, sagði grannkonan. — Já, því miður er ég hræddur um það, svaraði hann döpmm rómi. — Hún ætti að tala við sálfræð- ing, sagði grannkonan. — Já, það er annað en gaman, stundi Greig lágt. Það er eins og hún hafi alls ekki verið með sjálfri sér síðan móðir hennar dó. Og hann sá það á þeim, þegar þau kvöddu, að þetta mundu þau ekki láta liggja í láginni næstu daga. Hann var svo ánægður með árang- urinn, að hann steingleymdi að umla og stynja, þegar hann var lagztur útaf. Hann var svo ánægður, að það lá við að hann gleymdi því, sem var þó aðalatriðið . . . hvar sjálfir pen- ingarnir væru fólgnir. Þrátt fyrir alla leitina, var hann engu nær um það. Gat það átt sér stað, þrátt fyrir allt, að Nora hefði tekið peningana í einhverju rolukastinu — því að það var ekki neinum vafa buridið, að hún var ekki með öllum mjalla — falið þá, og síðan gleymt öllu saman? Jú, víst var hún gengin af göflunum, manneskjan; hélt sig standa í einhvers konar sambandi við kerlingarálftina hana mömmu sína, steindauða! Eins og maður þyrfti frekar vitna við. Já, hún var biluð á geðsmunum, vesalingurinn, og það leið ekki á löngu áður en hann varð þess var, að heimboðið mundi bera tilætlaðan árangur. Margir gerðust nú til að spyrja hvernig konu hans liði, gæti- lega og með samúð. Það var eigin- lega orðið fyllilega tímabært að láta til skarar skríða og losa sig við hana. — Ég kem seint heim í kvöld, sagði Greig við konu sína nokkru seinna, þegar hann lagði af stað til vinnu sinnar. Honum varð ekki rétt mikið úr vinnu þann daginn. Hann var stöð- ugt að brjóta heilann um það, hvernig hann ætti eiginlega að kála konu sinni, þannig að engum gæti komið til hugar annað, en að um slys eða sjálfsmorð væri að ræða. Nora varð því fegnust, þegar hann tilkynnti henni að hann mundi koma seint heim. Þá hafði hún næði, og þá var ekki fyrir það að synja, að hún kæmist í samband við móð- ur sína sálugu. Einhvers staðar hafði hún heyrt það eða lesið, að slíkt væri jafnan auðveldast meðan skammt var síðan viðkomandi lézt, því að þá væri sálin ekki komin eins langt undan. í kvöld ætlaði hún því að reyna fyrir alvöru. Og hún ákvað að til- raunina skyldi hún gera inni í svefn- herbergi gömlu konunnar, þar eð andi hennar virtist þar á sveimi öðru hverju. Þegar henni fannst tími til kom- inn að hefjast handa, hélt hún inn í svefnherbergi gömlu konunnar, hljóðum skrefum, og svipaðist um. Hún veitti því athygli, að svæflin- um með dökkrauða verinu hafði ver- ið grýtt út í horn, og þegar hún tók hann upp, sá hún að það var kom- in á hann saumspretta. Það var eig- inlega réttast að hún gerði yið hana strax, annars gat það dregizt undan og gleymzt. Hún náði sér í nál og þráð, fékk sér sæti og hafði svæfil- inn í hnjánum. Kannski mundi það líka auðvelda henni að komast í sambandi við móður sína sálugu, henni hafði alltaf þótt svo vænt um þennan svæfil í dökkrauða ver- inu. Nora fór að athuga svæfilinn nán- ar — og skyndilega var athygli hennar vakin. Það var blettur í einu horninu, allt annar rauður litur á litlum bletti en verinu sjálfu. Hún starði á hann. Minntist þess, að Greig hafði skorið sig á pennahnífn- um sínum, þegar hann var að hreinsa reykjarpípuna sína — ein- mitt daginn sem móðir hennar dó. Enn athugaði hún blettinn í svæf- ilhorninu. Jú, það var blóðblettur. Ekki hafði móður hennar blætt; það hafði verið hjartað sem bilaði, og það sá hvergi blóð á vitum henn- ar. Eða — hafði það verið hjarta- bilun, sem varð henni að bana? Hvernig stóð á þessu blóði? Ef blóð hefði með einhverju móti komizt á svæfilinn áður en hún lézt, mundi hún áreiðanlega hafa gert ráðstaf- anir til að það yrði þvegið úr. Og VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.