Vikan - 18.10.1962, Blaðsíða 9
Sigurður Teitsson skipstjóri heilsar dóttur sinni.
Bengt Scheving Thorsteinsson hagfræðing-ur getur ekki leynt fögnuði sínum yfir
að fá dóttur sína heim aftur.
Okkur fannst nauðsynlegt
að hafa þessa mynd með,
jafnvel þótt hann væri ekki
að koma úr sveit, þessi.
Hann var staddur þarna
með bróður sínum til að
horfa á krakkana, — en
svo stakk bróðir hans af og
anginn litli rataði ekki
heim. Svo sá hann pabbana
og mömmurnar fara heim
með alla krakkana og þá
beygði hann af.
... en svo kom hjálpin í
einkennisfötum og lóðsaði
hann heim til mömmu. Sá
litli skildi ekki almennilega
hvað um var að vera, —
af hverju löggan væri að
taka hann, og herti öskrið
um allan helming, en það
hefur vafalaust ekki staðið
yfir nema skamma stund.
„Var ekki agalega gaman í sveitinni, elskan .. ?“
Komin úr
„Krossinum”
„Sko, þarna kemur mamma!“
Tvisvar verður sá feginn, sem á steininn sezt, segir máltækið, og víst er um
það að þetta er eitt þeirra máltækja, sem börnin finna áþreifanlega fyrir -—
og jafnvel foreldrarnir líka — yfir sumartímaliil.
Á vorin, þegar skólanum lýkur, hlakka þau til að fá að fara í sveit og á
haustin hlakka þau ekki síður til að fá að koma heim aftur til mömmu og
pabba — og jafnvel til að byrja í skólanum aftur. Svipaða sögu er að segja
um foreldrana, þau hlakka til að losna við krakkana dálítinn tíma í sveitina
og ekki hlakka þau minna til að fá þau heim aftur.
Núna fyrir nokkru var ljósmyndari frá Vikunni staddur niðri við Arnar-
hólstún, þeg^r hann tók eftir töluverðupn mannsöfnuði við bílastæðið við
Sölfhólsgötu. Þar var fullorðið fólk, bæði kvenmenn og karlmenn og krakkar
á öllund aldfi. Allt stóð þetta fólk við bílastæðið og mændi vonaraugum í
allar áttir. Eftir skamma stund runnu nokkrar stórar langferðabifreiðar inn á
stæðið og fólkið þusti að þeim. Lítil og brosleit barnsandlit gægðust út uþn.
gluggana, dyrnar voru opnaðar og allt virtist verða ein ringulreið á svipstundu.
Börn hlógu og grétu, foreldrar hrópuðu og kölluðu, kysstu og kjössuðu, bíl-
stjórar flautuðu, ljósmyndarar smelltu af og fóstrur skríktu.
Framhald á bls. 31.
Þórður G. Halldórsson endurskoðandi heilsar dóttur sinni Svölu, — en hún og
tvíburasystir hennar, Sjöfn, eru svo nauðalíkar að fáir þekkja þær sundur nema
foreldrarnir.
Nokkrar af fóstrunum. Það hlýtur að vera gaman að vera í sveit að Laugarási.
VIKAN 9