Vikan


Vikan - 18.10.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 18.10.1962, Blaðsíða 5
LJRIHH HÍNAR HEIMSFRÆGU ORLAN E hljómsveitargryfjunni og inn í eld- hús. Kær kveðja, B.O.N.S. Hárlakk ... og feiti ... Kæra Vika. Við vinkonurnar vorum að lesa bréfið, sem Haddi Skarar sendi ykkur. Hann segist vera á móti hár- lakki. Það getur verið satt, að það sé óhollt, en að það sé vond lykt af því, það höldum við, að geti varla passað, því að það eru oftast ein- hver ilmefni í lakkinu. En hvernig er það með þetta brilljantín eða hárfeiti, sem þeir nota? Það getur komið fyrir, að við förum höndum um hárið á herrunum, og hvernig verða hendurnar á okkur á eftir? Þykkt lag af feiti, Svo eru þeir að skammast yfir hárlakkinu, herr- arnir. 0, þeim ferst. Addý og Daddý, — — — Ef þetta hárlakk er svona voðalegt, þá finnst mér ekkert að þvx að einhver bendi á, að svo sé, jafnvel þótt sá samt sé þar með að kasta steinum, búandi sjálfur í glerhúsi. — Semsagt: ekkert hárlakk og ekk- ert brilljantín —■ þá eru allir ánægðir, eða hvað? Vantar skilti ... Kæri Póstur. Viltu gjöra svo vel og biðja mennina, sem ráða yfir strætis- vögnunum að koma upp leiðbein- ingarskiltum um strætisvagnaferð- irnar á endastöðlunum, Lækjar- torgi, Kalkofnsvegi, Lækjargötunni og ef til vill víðar. Ég man eftir einu slíku skilti á Lækjartorgi, en nú er það horfið. Þetta þurfa að vera greinilega merktar skýringamyndir með upp- lýsingum um það hvar og hvenær hægt er að taka vagnana og hvert er hægt að komast með þeim. Kostirnir við slíka þjónustu mega öllum vera ljósir. Bjargaðu þessu í snatri, ef þú getur, Póstur minn. Fiodor Alexander Gripovitch ... ... og brandara ... Kæri Póstur. Ég þakka þér og þínum allt skemmtilega lestrarefnið, sem birt- ist í Vikunni og vona, að blaðið eigi eftir að taka framförum eins og önnur mannanna verk. Eitt langar mig til að benda ykk- ur á. Fjölmargir þeirra, sem taka sér vikublað í hönd, íslenzkt, danskt eða af öðru þjóðerni, glugga aðeins í þau til augnabliks dægrastytting- ar, en ekki til þess að nærast af bókmenntalegri kjarnafæðu. Nú dettur mér reyndar ekki í hug að halda því fram, að Vikan sé svo ofhlaðin strembnu þungmeti, að á því þurfi að verða tafarlaus breyt- ing. Léttara efni situr þar í fyrir- rúmi, og þannig á það að vera. -— En í hinum beztu erlendu vikublöð- um tíðkast gjarna að hafa heilar skrítlusíður eða opnur. Slíkar opn- ur vantar mig í Vikuna. Þær skilja ekki mikið eftir, en eiga heldur ekki að gera það, Þetta eru síðurnar, sem flestir leita fyrst uppi, þagar þeir fletta í gegnum vikublað, Það er ég viss um. Vertu svo ætíð sigursæll, Póstur minn. Magnús sálarháski. Þrugl ... Póstur minn. Ég er einn þeirra ólánsömu manna, sem ekki eru búnir að eign- ast sinn Volkswagen-bíl. Þess vegna neyðist ég til að nota strætisvagn- ana á hverjum degi og oft á dag — og nú engan djók um það í svar- inu, að til séu reiðhjól, takk — og leiðist það álíka mikið og öllum hinum og er orðinn rútíneraður í því að horfa sljóum augum út um gluggann, þegar ég ætti að standa upp. En það er eitt, sem mér finnst orðið fullfyndið, og það er málleysi bílstjóranna. Hvernig í andskotan- um stendur á því, að þeir geta svo til aldrei kallað upp nöfnin á stoppi- stöðunum, þannig að þau skiljist, hafandi þó hljóðnemaapparat við ginið á sér? Flestir vita hvar þeir eiga að fara út, að minnsta kosti í björtu, en alls ekki allir. Menn eru ókunnugir í nýjum hverfum, utanbæjarmenn rata ef til vill ekki neitt og svo frv. Oft hefur fólk því ekkert annað að styðjast við annað en að taka eftir því hvenær vagnstjórinn kallar upp viðkomandi götunafn. — En þá vandast fyrst málið, því að það er hrein undantekning, ef þessi þvöglu- mæltu þruglhljóð, sem þeir gefa frá sér, líkjast íslenzkum orðum. Ég fór í eina hringferð fyrir stuttu, gagngert til þess að prófa hvað mér tækist að skilja margar upphrópanir vagnstjórans. Ég held, að ég megi teljast í meðallagi vei greindur og hef ágæta heyrn. Ár- angurinn varð sá, að ég heyrði að- eins eina stöðina nefnda skýrt og greinilega. Innarlega á Laugavegin- um stoppaði vagninn og strætó- stjórinn kallaði upp svo allir heyrðu: „Ás“! Hvar endar þetta? Nennir fólk orðið ekki að tala, eða er það of erfitt? Er ekki með einhverjum ráðum hægt að kenna vagnstjórun- um undirstöðuatriði í framsögn, eða á bara að senda þá austur? Jónas. SNYRTIVÖRUR eru nú í fyrsta sinn fáanlegar hér á landi. Útsölustaðir í Reykjavík: Verzlunin Oculus, Austurstræti, Verzlunin Stella, Bankastræti, Verzlunin Regnboginn, Bankastræti. ORLANE PARÍS VIKAN 5 \ L

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 42. Tölublað (18.10.1962)
https://timarit.is/issue/298507

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. Tölublað (18.10.1962)

Aðgerðir: