Vikan - 18.10.1962, Blaðsíða 21
HALLDOR KILJAN LAXNESS
í ALDARSPEGLI
óviss og hikandi í hverjum pennadrætti, ákallandi fullkomleikann, dreymandi nm hið
mjallhvita kyrtillín til þess að sveipa um hinn hreina líkama mannshugsjónarinnar, fá-
tækur drengur með fullar hendur fjár. Þrátt fyrir allt og allt, eftir kollsteypur fjöl-
margra furðulegra ára, sami litli drengurinn sem fæddist til vitundar eina nótt við læk-
inn, krjúpandi við altarið á hæðinni, stein'.nn stóra við gljúfrið.
n.
FIÐLAN OG FÓLKIÐ.
Halldór Guðjónsson fæddst á Smiðjustígnum í Reykjavík 23. apríl 1902. Smiðju-
stígurinn er ein ómerkilegasta gatan í höfuðstaðnum, svolítill eymdarspotti, sem liggur
milli tveggja gatna borgarinnar: Laugavegs og Lindargötu. Foreldrar hans voru Sig-
ríður Halldórsdóttir og Guðjón Helgi Helgason. Þau fluttu að Laxnesi í Mosfellsdai þeg-
ar Halldór var enn komungur og bjuggu þar i allmöi’g ár. Halldór hefur sjálfur gefið
nokkra iýsingu á foreldrum sínum og heimili að Laxnesi:
„Foreldrum mínum kom vel saman. Faðir minn var stilltur maður og allra manna
vinsælastur og hafði sérstakt lag á að ávinna sér virðingu manna .... Móðir mín
var ákaflega skapmikil kona einkum á ingri árum .... Ég bar djúpa virðingu fyrir föð-
ur mínum, dipri en ég hef borið firir öðrurn mönnum, og svo djúpt hefur þessi til-
finning verið greipt í sálarlíf mitt, að mig dreymir föður minn iðulega enn þann dag í
dag með hinum upprunalega hugblæ .... Faðir minn lék á fiðlu. Hann lék daglega,
hvenær, sem hann kom frá störfum, og þegar dimmdi að kvöldi, sat hann í rökkrinu
við dagstofugluggann og Iék, og ég sé enn fyrir mér vánga hans bera við rúðuna, en
úti skíma af túngli, og fara haustskí um vestrið kinjamindum .... “
Hversu mjög stakk söngur fiðlunnar í stúf við ásýnd daganna að öðru leyti? Það var
strítt og stritað frá morgni til kvölds. Náttúran var hörð við fólkið ogfólkið hart hvert.
við annað. Bændumir í nágrenninu komu luralegir og sligaðir, óhreinir, hrjúfir og al-
varlegir. Utan úr hörkunni komu tónar föðurfiðlunnar. Drengurinn var að fæðaist.
Hann var að mótast, sál hans að vakna, hann nam hörkuna við andlit sér — og ljúfa
tóna af gripi föðursins .... Og svo sat amma þarna á rúmstokknum, Guðný Klængs-
dóttir, sem mun, ásamt föðumum, hafa haft meiri áhrif á skaphöfn drengsins en
nokkur annar einstaklingur lærður og ólærður, kunnur og ókunnur, sem hann mætti
síðar á lífsleiðinni, gamla konan aftan úr forneskju með öll sín gömlu Ijóð og grónu
sögur, sem tengdu aidirnar saman. Það hefur hvað eftir annað komið fram, að HKL
lelur sig eiga ömmu sinni, Guðrúnu Klængsdóttur, meira að þakka en nokkurri ann-
arri manneskju, enda minnti hann á það, er hann flutti sína snjöllu ræðu af Gullfossi
við heimkomuna, með Nóbelsverðlaunin í lófanum.
,,.... En það var amma mín sem fóstraði mig úngan, og ég er stoltur af því að hafa
notið fósturs þeirrar konu, sem f jærst var þvi að vera tísku háð eða aldarfari, allra
kvenna, þeirra, er ég hef þekkt. Súngið hefur hún eldforn ljóð við mig ómálgan, sagt
mér æfintír úr heiðni og kveðið mér vögguljóð úr kaþólsku. Vappaðu með mér Vala og
Ólafur reið með björgum fram, eru mínir firstu lærdómar. Sex vetra gamall sat ég á
rúmstokki hennar, prjónaði illeppa handa kettinum og nam undraverða hluti úr fom-
eskju .... Tungutak hennar var hreint og sterkt og elnginn hljómur falskur í málfarinu.
Ég hef ekkert þekt ramm-íslenskara en mál þessarar öldnu konu. Það var hvorki nor-
rænt eins og fomsögurnar, né latínukennt eins og miðaldaritin né dönskuskotið eins og
siðabótaríslenskan. Það var mál átta hundruð ára gamailar menníngar úr íslenskum
uppsveitum, ósnortið og dásamlegt, gagnsírt hinum óskilgreinanlega keimi uppmnans,
líkt og vilitur ávöxtur ....“
• •( j ýi j
DÆMAFÁ NÆMI 1 ÆSKU.
Faðir skáldsins var þannig draumlyndur listamaður eins og fleiri ættmenn hans,
Framhald á bls. 36.
Nær dauða en lífi af ang-
ist í skóla. Uppgjöf. Blaða-
greinar með offorsi. Skáld-
saga, utanför og ándleg um-
skipti. Þrá eftir einveru.
Skúmaskot og hallir, krár
og klaustur, þrotlaus ieit.
Sterkur fyrir þessa heims
freistingum. Bók eftir bók.
Erfitt um bjargfasta sann-
færingu, taumlausar öfgar
í pólitík.
„Ég er typiskt daémi uppá
Jitilmenni. Heimskur,
snilidarlaus, ragur, per-
sónulaus .... Að frádregnu
monti og innantömum mik-
ilmennskudraumum, er ég
ekkert. Guð minn góður,
hvað ég er lítilfjörlegur“.
Fullnaðarsigur i augum
heimsins. Vel klæddur
heimsborgari, listamaður
af Guðs náð. Hreinn í huga
og að allri gerð. Óviss og
hikandi, ákallandi fullkom-
leikinn, dreymandi hið
hvíta lín, fátækur drengur
með fullar hendur fjár.