Vikan - 18.10.1962, Blaðsíða 37
Aðrar stundir átti hann einn sér, al-
ger einstæðingur, sem skrifaði lát-
laust, trúði pappírnum einum fyrir
brimróti hugar síns, hann þjáðist,
skreið eins og maðkur í dögginni og
vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Að fram-
an hefur hann við og við verið
leiddur sjálfur sem vitni. Menn leiti
skýringanna, geri sér hugmynd um
inni þessa fyrirbrigðis í mannlífi
þessarar litlu þjóðar. Hann fæddist
við aldahvörf, mótaðist þegar rót var
að komast á þjóðarsálina, þegar nýir
straumar léku við bakkana og nýr
r'ustur bærði strá, þegar harðast var
barist til frelsis og mennirnir litu
upp úr moldinni og risu á hnén. Og
allir þessir straumar og allir þessir
stormsveipir byltust í sálarinnum
föls, langleits, viðkvæms og draum-
lynds unglings á kotbæ í þröngum
dal . . . . Einnig þar var saga íslands
um næstu framtíð að mótast.
NÁTTÚRAN OG NÁMIÐ.
Það er áhyggjuefni foreldrum að
eiga svona dreng. Hefði hann verið
viljugur og iðinn við sveitastörfin,
þá hefði allt verið í lagi, en hann
var það ekki, lá í leti og sveikst um,
og „hafði sérstakt lag á að fá aðra
til þess að vinna þau verk, sem ég
átti að vinna“. Hins vegar benti allt
til þess, að hann væri allur upp á
bókina og pennann. En hvernig átti
að skapa honum lifibrauð upp á
framtíðina í þá áttina? Það var í
þann tíð ákaflega erfitt og ekki í
neinum samanburði við það sem nú
er. Faðir hans var hins vegar viss
um, að hann var „söngvinn og
fyrir hljómlistina“ — og þar
mun hann hafa eygt einhverja
möguleika. Sú hugmynd föður-
ins er fráleit. Að vísu mun HKL
hafa verið söngvinn, og þó miklu
fremur, verið gott efni í hljómlistar-
mann eins og fleiri ættmenn hans,
en ekki var hljómlistin í þann tíð
vænlegri til frama en bókmenntirnir.
En hvað sem um þetta er, þá mun
það hafa verið miklu fremur tón-
listaráhugi sveinsins heldur en bók-
menntaiðja hans, sem varð þess
valdandi að ákveðið var að setja
hann til mennta. Hann hafði lokið
barnaskólanámi veturinn 1915 og
veturinn eftir fór hann til Revkja-
víkur og sótti kennslu í iðnskólan-
um sem óreelulegur nemandi og um
cama levti fékk hann tilsögn í hlióð-
færaleik hiá Gilfer, en faðir hans
hafði t*efið hontim orgel þegar hann
var ellefu ára. Á sama vetri skrifaði
hann heliarmikla skáldsögu, og var
aldrei viss um, hvort hann ætti að
láta hana heita Aftureldinau eða
Haarenningu. Þannig skrifaði hann
látlaust. Veturinn 1918—1919 fór
hann í fjórða hekk Menntaskólans
oe kvnntist þá piltum, sem síðar
urðu kunn skáld: Guðmundi Haga-
l'n, Sieurði Einarssvni. Tómasi
Guðmundssyni op Jóhanni .Tónssyni.
En námsáhuganum var ekki fvrir
að fara. Hann segir sjálfur um nám
sitt: .. . .Ég tók engan þátt í skóla-
lífi né félaga, var gersamlega áhuga-
laus fyrir því öllu, og í rauninni
mannhræddur, undi mér afskaplega
illa við skólabundið nám, og var
nær dauða en lífi af andlegum
skelfingum, weltschmerz, hypó-
kondriu, angína, svefnleysi, og hélt
að ég mundi drepast eða brjálast á
hverri stund Ég hef aldrei lifað
aðrar eins hörmungar og veturinn,
sem ég var í fjórða bekk. Ég gat
ekki fest hugann við neitt, sofnaði
aldrei fir en undir morgun, hafði
rii •
lölll heimapermanent gerir
hár yóar mjúkt, gljáandi og meðfærilegt
Með TONI fáið þér fallegasta og
varanlegasta permanentið. Vegna þess
að „leyniefni" Toni heldur lagningunni
og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér
þurfið aðeins að bregða greiðunni í
hárið, til þess að laga það, Ekkert annað
permanent hefir „leyniefni“, það er
eingöngu Toni.
Toni er framleitt i þremur styrkleikum
REGULAR fyrir venjulegt hár
SUPER fyrir mjög fínt hár
GENTLE fyrir gróft hár, skolað og litað hár
Einn þeirra er einmitt fyrir yður.
Toni framleiðslatryggirfegursta hárið
enga matarlist. Einu sinni varð ég
blindur í tvo klukkutíma .
Hann gafst upp, hætti námi. En
þrátt fyrir þessar andlegu þjáning-
ar — og ef til vill einmitt vegna
þeirra, var hann opinn og næmur
fyrir öllu því, sem gerðist í kring-
um hann. Hann reit blaðagreinar og
réðist með offorsi á ýmsa máttar-
stólpa. Skólafélagar hans hafa ýms-
ar sögur að segja af honum um þetta
leyti. Hann var svo fíngerður og
viðkvæmur, að það kom þeim hvað
eftir annað gjörsamlega á óvart.
Hann varð sjúkur ef notuð voru í
viðræðum ljót orð. Hann tók aldrei
þátt í tali félaga sinna um kvenfólk
og brennivín, flýði ef slíkt var til
umræðu. Saga, sem einn félaga hans
hefur sagt um hann, lýsir honum ef
til vill betur en flest annað um þetta
leyti: Hann hafði, eins og fleiri
skólapiltar, notið tilsagnar Lárusar
Bjarnasonar í náttúrufræði. Um
vorið fór Lárus með nokkra nem-
endur sína út í vaknandi náttúruna
til þess að sýna þeim gróandann.
Halldór var einn þeirra. Lárus hafði
tekið maðk í lófa sér og spriklaði
hann. Hann talaði við nemendur
sína um maðkinn og náttúrur hans,
en Halldór hafði ekki veitt því at-
hygli, heldur snúizt á hæli og skim-
að í allar áttir. Lárus gekk til hans
og rétti honum maðkinn, en Halldór
vissi ekki hvað á seyði var fyrr en
skepnan teygðist í lófa hans. Sam-
stundis sleppti hann sér af ótta og
viðbjóði. Hann stökk í loft upp, rak
upp skerandi óp, skalf eins og hrísla
og fór að gráta. Þetta kom Lárusi
gjörsamlega á óvart, svo og hinum
félögunum. Halldór komst heim til
sín ásamt herbergisfélaga sínum —
og lagðist sjúkur .... Ef til vill
brosa einhverjir að þessari lýsingu á
viðkvæmni piltsins, en hér er um að
ræða djúpa alvöru, einn meginþátt-
inn í gerð skáldsins, einmitt þessi
dulda viðkvæmni fyrir hinu grófa,
slímkennda, óhugnanlega hefur sett
svip sinn á verk þess
FYRSTA BÓK OG FYRSTA
UTANFÖR.
Guðjón, faðir Halldórs, lézt þetta
sumar. Síðar, þetta sama sumar, fór
Halldór í sína fyrstu utanför, til
Danmerkur. Um haustið kom út
fyrsta bókin frá hans hendi: „Barn
VIKAN 37