Vikan


Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 9
Og þá veitti hann því athygli, sér til meiri fagnaðar og léttis en orð fá lýst, að örlítil andgufa stóð um vit gamla mannsins. Hann dró vettlinginn af hendi sér í skyndi, smeygði henni upp undir ermaropið á kuldaúlpunni og þreif- aði eftir slagæðinni. Og þó úlnlið- urinn virtist jafn helkaldur og svell- ið undir, fann hann þó að slagæðin bærðist. Hann dró vettlinginn aftur á hönd sér í skyndi, því að svo hart var frostið enn, að fingur hans stirðn- uðu strax, þessa örskömmu stund sem hann var berhentur. Og Dahl rétti úr sér og sá Alison horfa spyrjandi á sig, með ótta og kvíða í svip. „Hugh hefur lengi fundið til hjartabilunar,“ sagði hann, „og ég geri ráð fyrir að þetta stafi að ein- hverju leyti af henni.“ Svo sneri hann sér að Surrey og mælti hrana- iega: „Við skulum bera hann heim i kofann. Kannski hann hjarni við, þegar hann kemur í hlýjuna." Það reyndist hægara sagt en gert. Þótt Greatorex gamli hefði lagt tals- vert af þessa mánuði, var hann samt þéttþungur, og það gerði auk þess erfiðara að ná á honum tökum, hve útlimastuttur hann var og dig- ur. Surrey tók undir herðar hon- um, Dahl undir fæturna, en Alison reyndi að ná tökum um mittið, og þannig bömbruðu þau honum á milli sín. Spölurinn upp að kofanum var að visu ekki langur, en þeim sóttist seint, bæði vegna þess að byrðin var þung og óhönduleg, og þar sem þau höfðu ekki gefið sér tima til að spenna á sig snjóþrúgurnar, tafði ó- færðin mjög fyrir. Þau áttu því enn drjúgan spöl ófarinn, þegar Grea- torex gamli fór allt í einu að hreyfa sig. Dahl gaf þeim merki um að nema staðar. Þau voru einmitt rennsveitt orðin og lafmóð af áreynslunni. Greatorex gamli galopnaði augun og starði annarlega á þau. „Sleppið mér ...“ Röddin var hörð og skipandi, og þó kenndi þar nokk- urs ótta. „Það er allt í lagi með mig. Ég get gengið . .. sleppið þið mér,“ mælti hann enn og reyndi að losa fæturna úr greipum Dahls. „Taktu þessu rólega," svaraði Dahl og hélt sem fastast. „Við erum að komast heim I kofann. Eða viltu kanski eiga það á hættu að fá annað kast?“ Skelfingin skein úr augum öldungs- ins. Það fóru krampakenndir drættir um varir honum. „Viský ...“ stundi hann lágt. „Rólegur, Hugh,“ mælti Alison sef- andi. Dahl kinkaði kolli til Surreys. „Við skulum halda áfram," sagði hann. Fyrir andartaki þóttist Dahl þess fullviss, að gamli maðurinn mundi aldrei ná sér aftur eftir þetta kast. Nú var hann aftur á móti orðinn eins rjóður í kinnum og hressilegur og nokkru sinni fyrr, auglnaráðið skýrt og einbeitt. Hann virtist hafa náð sér fullkomnlega, ekki einu sinni finna til óttans lengur, þvi að hann gerðil ekki neina tilraun til að brjót- ast um og losa sig, og var Dahl hon- um þakklátur fyrir það. En Dahl gerði sér það engu að síður ljóst, að þarna var einungis um tímabund- inn bata að ræða, og að Greatorex gamli mátti ekki leggja á sig neitt erfiði, að heitið gæti, framvegis. Alison hljóp á undan og opnaði kofadyrnar. Þegar þeir höfðu lagt gamla manninn á bálkinn, þar sem þeir sváfu saman, Prowse og hann, tók hann ósjálfrátt að núa vinstri handlegginn. „Viský," mælti hann enn. „Eg verð að fá eitthvað örvandi, annars getur þyrmt yfir mig aftur." Dahl brosti hughreystandi. „Þú verður stálhraustur aftur, Hugh,“ sagði hann. „Er ekki mesta kvölin liðin hjá?“ Greatorex hugsaði svarið, og virt- ist verða undrandi sjálfur þegar hann gerði sér grein fyrir því. „Jú,“ sagði hann. „Hún er reyndar liðin hjá.“ „En hún hefur verið sár fyrst?" Greatorex gamli kinkaði kolli með hægð. „Hvar var hún sárUst?" Gamli maðurinn lagði hönd á hjartastað. „Hún virtist sárust -hérna, en breiddist svo út um allan líkam- ann, sér i lagi þó út í vinstri hand- legginn. Og ég gat ekki andað ...“ Hann hikaði við sem snöggvast, eins og honum fyndist ekki nógu nákvæm- lega að orði komizt. „Það er að segja ■—- mér fannst eins og ég gæti ekki andað, en vitanlega hlýt ég að hafa gert það engu að síður. Það er að minnsta kosti hjá liðið í bili, sem betur fer.“ Svo lá hann þögull nokk- ur andartök og einbeitti bersýnilega allri sinni hugsun að liðan sinni. „En kannski þyrmir yfir mig aftur. Kannski er þetta bara svikalogn undir ...“ „Reyndu að vera eins rólegur og þér er unnt,“ sagði Dahl. „Ef það er eitthvað, sem þig vantar sérstak- lega, og við getum látið i té, skaltu segja tii. Ef þú liggur rólegur og hvílir þig hefurðu ekkert að óttast; þú nærð þér áreiðanlega aftur að fullu.“ Dahl vonaði að röddin kæmi ekki upp um hann, því að það var langt frá því, að hann væri eins viss og hann lét. Alison brosti til gamla mannsins, sínu Ijúfasta og glaðasta brosi. „Nú færðu hressandi að drekka," sagði hún. Hún kom með fant af köldu furu- nálaseyði og bar gætilega að vörum honum. En þá brá svo við, að karl gretti sig ákaflega, herpti saman var- irnar og hratt fantinum frá sér, svo hart að gult seyðið skvettist út um grátt skeggið. „Rólegur, Hugh,“ mælti Surrey. „Viský ... í herrans nafni ...“ mælti hann skipandi. Um leið varð honum sem snöggvast litið framan í Dahl, en beindi augunum strax í aðra átt og varð eilítið skömmustu- legur á svipinn. „1 stóru ferðatösk- unni minni," bætti hann við og rödd- in varð hranaleg. Dahl vissi ekki hvað hann átti að halda; þótti liklegast að karlinn hefði fengið einhvers konar óráð. Hann kinkaði samt kolli til Surrey um leið og hann leit þangað, sem farangur Greatorex gamla lá. „Viltu ekki at- huga þetta?" mælti hann lágt og hugsaði sem svo, að bezt væri að láta þetta eftir honum, svo hann kæmist ekki í neina æsingu. „Sjálfsagt," svaraði Surrey og skildi strax hvað Dahl átti í rauninni við. Svo opnaði hann stóru töskuna, Þar sem karl hafði vísað á viskýið, og fór að róta í henni, helzt þó til málamynda. „Hvort þó i ...“ sagði hann allt í einu undrandi. Hann rétti úr sér og hélt hátt fullri flösku af viskí méð órofinni stúthettu. Alison gaf frá sér eitthvert undarlegt hljóð, einna líkast því sem einhver hefði laumast aftan að henni og slegið hana fast á milli herðablað- anna, Framhald á bls. 40. FRAMHALDSSAGAN 13. HLUTI EFTIR LAWRENCE EARL VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.