Vikan


Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 19
Riss af skóþjónustunni, sem Gísla langar að koma sér upp. Þarna getur fólkið skroppið inn og fengið sér einhverja smáhressingu, meðan skósmiðurinn lappar upp á skóna þeirra. Gísli: Bændur og skósmiðir í sama báti. — Hvað kostar að sóla karlmannsskó núna? — Leðursólar og hælar kosta nú 145 krónur. Nælonsólar og hælar kosta 178 krónur. Leðursólar og plata undir hæl á kvenskó kostar 138 krónur, en nælonsólar og nýir hælar undir mokkaskó kosta 167 krónur. — Þarf nokkurn tíma að laga skó með nælonsólum? — Ojá, það kemur fyrir. — Er annars nælonið ekki það sem vera skal undir skóm? Framhald á bls. 33. VIKAN 19 Páll: Ekki ánægður með kvenfólkið. skó, sem aðrir eru búnir að vaða út og skæla. En ef ég sel skó, er það bara fyrir viðgerðarkostnaði. — Hve lengi verðið þið að láta skóna rykfalla hjá ykkur, áður en þið megið selja þá? — Ef fólkið hefur fengið afgreiðslumiða, sem stendur á hve lengi skómir séu geymdir, áður en skósmiðurinn má selja þá, þurfum við venjulega ekki að geyma þá lengur en þrjá mánuði. Ef viðskiptavinurinn fær engan miða, verðum við að halda skónum í ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.