Vikan


Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 12
ISLENZK ALFAMÆR „Fyrstu auglýsin’abrelluna í mannkynssögunni gerði Eiríkur rauði, þegar hann fann ísi lagða eyju í vestur frá íslandi — og nefndi hana Grænland, til að lokka þangað fleira fólk ...“ sagði Anna Geirsdóttir við bandarískan blaðamann í löngu viötali fyrir nokkru. Viðtal þetta birtist í Tallahassee Democrat 19. ág. s.l., en Tallahassee er höfuðborg Florida- ríkis. Greininni fylgja fjórar myndir af Önnu og sýna mismunandi svipbrigði hennar, sem blaöamaðurinn segir að séu ótrúlega fjölbreytt. ,,Hún getur verið ákaflega alvarleg þegar hún ræðir viðskipti, ástleitin þegar hún er umkringd aðdáendum, heillandi þegar hún mátar kjóla eóa kernur opinberlega fram, feimin við ókunnuga, kát og glöð í vinahóp .. . feimin, alvarleg, stríðin, barnaleg, fjörug, ástleitin, harðbrjósta ■— allt eftir því hvaða tími sólarhringsins er, hvar og hvernig." „íslenzk álfamær sigrar hjarta höfuðborgarinnjr“, er fyrirsögn greinarinnar, og frá því skýrt að Anna hafi sigrað Tallahassee með áhlaupi. Sagt er að hún sé feimin að tala um einkalíf sitt, en viðurkennir að henni þyki mjög vænt um ungan verzlunarmann í Suður-Kaliforníu, en eigi einnig vin á íslandi ...“ og hefur stolið nokkrum karlmannshjörtum í Tallahassee“. S'öan er skýrt frá uppruna hennar og hvar hún hefur alizt upp og ferðazt, menntun og áhuga- málum. Hún bjó hjá Hilmari Skagfjörð og konu hans um þetta leyti, en minnzt er á systur frú Skagfjörð, Dísu Þorvaldsson og frú Leonard Pepper. Framhald á bls. 33. HANN SKAUZT ÚT AF SVIÐ- INU, STIKAÐI INN Á KAFFI- STOFU, OG ÞAR GRIPUM YHE) HANN í GÆTTINNI. VIÐ VORUM KOMNIR UPP í ÞJÓÐLEIKHÚS TIL ÞESS AÐ HITTA GUNNAR EYJÖLFS- SON, LEIKARA. VIÐ SÖGÐUM HONUM, AÐ HANN VÆRI UNGUR MAÐUR Á UPPLEIÐ OG AÐ VIÐ VILDUM GJARNA FÁ AÐ KYNNAST FERLI HANS í HNOTSKURN: — Ég skal segja þér ... Hefurðu staðið í húsbyggingu? Ekki? Þú ert lánsamur mað- ur ... Ég skal segja þér, að það er alveg ástæðulaust fyrir fólk á mínum aldri að fara hjá sér, þótt það sé talið ungt, sagði Gunnar og fór ofurlítið hjá sér. Svo hélt hann áfram: — Við þekkjum mýmarga tví- tuga gamlinga og fullt af kornungu fólki um fimmtugt. „You are as old as you feel“, segir Bretinn, og það kompliment gildir fyrir alla. Sjálfum finnst mér, að ég sé ekkert eldri nú en daginn, sem ég kom til London 19 ára gamall til þess að hefja mitt leik- listarnám þar — en sá dagur verður mér alltaf einn hinn minnisstæðasti í lífinu. — Og var það upphafið á leiklistarnám- inu? -— Nei. Kvöldið fyrir stærðfræðiprófið í 4. bekk í Verzlunarskólanum fékk ég Galdra-Loft upp í hendurnar í fyrsta sinn. Ég varð svo hugfanginn, að ég las hann tvisvar þessa nótt, í síðara skiptið við kerta- ljós. Ég féll á stærðfræðinni. Haustið eftir innritaðist ég í leikskóla Lárusar Pálssonar og var þar í einn vetur. Mér fannst alltaf eins og það hefði verið aetlunin, að ég gerði þetta, en fáir tóku víst mark á mér. Næsta ár sigldi ég og var tvö ár við nám í Konunglega leiklistarskólanum í London, R.A.D.A. Að náminu loknu lék ég í eitt ár hjá H.M. Tannant-leikhúsahringnum og hefði vel getað hugsað mér að vera lengur,, því að ég kann vel við England og Englend- inga — en atvinnuleyfið gilti aðeins fyrir árið. Tuttugu og tveggja ára kom ég svo heim Úr síðasta þætti Galdra-Lofts. Atriðið úr Hólakirkju. Gunnar í hlutverki Galdra-Lofts. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.