Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 22
NSU PRINZ4:
JÓLAGJÖF okkar að
ÞESSU SINNI
Það verður dregið um Prinzinn
laugardaginn 22. desember og sá
heppni fær vitneskju um það sam-
dægurs.
Baldvin Sigurðsson segir
um Prinzinn:
— Hann er afbragðs þægilegur í
akstri og auðvelt að skipta um gír.
Maður veit ekki af hraða á honum úti
á vegum og í innanbæjarakstri er hann
dásamlegur, eins og hugur manns. Eg
er gamall Ieigubílstjóri og hef reynt
marga bíla, en það er eins gott að aka
þessum og mörgum stærri bílum. Hann
er rúmgóður, og maður heyrir lítið suð
í vélinni, nema þegar maður stoppar,
og þá spyr konan mín alltaf hvaða
trukkur sé fyrir aftan. Hann vinnur
alveg undravel, ég fór á honum út á
land og þurfti aldrei að setja í fyrsta,
og fór þó bæði yfir Siglufjarðarskarð
og Oddsskarð, — nema einu sinni, þá
var svo kröpp beygja framundan.
VIÐ TELJUM ÓHÆTT AÐ FULLYRÐA AÐ ENG-
INN ÍSLENDINGUR FÁI EINS VEGLEGA JÓLA-
GJÖF OG SÁ, SEM HLÝTUR PRINZINN. EKKI
AÐEINS VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER BÍLL, SEM
KOSTAR KR. 119.700,00 HELDUR VEGNA ÞESS
AÐ ÞAÐ ER NSU PRINZ.
Vafalaust hafa margir ágirnd á PRINZINUM okkar vegna númers-
ins, því það er sama hvort billinn er á réttum kili, — eða á hvolfi. Én
því miður — númerið fylgir eklsi. Það er Hafsteinn Sveinsson, eftir-
litsmaður hjá Landleiðum h. f., sem á þetta númer og það er hann
sem er á myndinni hér.
22 VIKAN
EYÐSLAN ER 6 - 7 LITRAR
Á 100 KM. ínNN|GSflSLUL GETUR 8TÁTAÐ AF
Þrátt fyrir þessa ótrúlegu litlu benzíneyðslu, er það stað-
reynd að PRINZINN vinnur svo vel að eigendur trúa því vart
sjálfir, og þreytast aldrei á því að lýsa því. PRINZ-eigandi
einn sagðist geta svarið, að hann hafi farið um Siglufjarðar-
skarð og Oddsskarð - hæsta fjallveg á íslandi, og aldrei þurft
að setja í 1. gír!
Haldið getraunarseðlunum þar til í næstu viku —
Getrauninni lýkur í næsta blaði.
Sendið getraunarseðlana alla í einu
og merkið umslögin.
GETRAUN 1962.
-
getraunin:
í vinstri dálkinn vantar einn staf,
sem er í þeim hægri. Finnið hann
og skrifið hann
inn.
Á ein rennur sam-
an við Selá í Suður-
Múlasýslu, hún kem-
ur frá Lónsheiði
sem skilur Lónið
og Álftafjörðinn og
heitir Heiðará; um
hana er það í frá-
sögur fært að fæst-
ar drepsóttir sem um
landi ganga, hvort
sem þær koma að
norðan eða sunnan,
hafi komizt yfir hana
og er hún þó ekki
nema þrjár mílur á
lengd.
i getraunarseðil'
Á ein rennur sam-
an við Selá í Suður-
Múlasýslu, hún kem-
ur frá Lónsheiði
sem skilur Lónið
og Álftafjörðinn og
heitir Heiðará; um
hana er það í frá-
sögur fært að fæst-
ar drepsóttir sem um
landið ganga, hvort
sem þær koma að
norðan eða sunnan,
liafi komizt yfir hana
og er hún þó ekki
nema þrjár mílur á
lengd.
---------— Klippið hér —-
GETRAUNARSEÐILL 9
Nafn.....................
Heimili .................
Sími.....................
Stafurinn er.............
VIKAN 23