Vikan


Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 15
hafði lánið með sér og fékk vinnu á vélaverkstæði. Kaupið var sára- lítið, en vinnan mikil og erfið. Þegar Ouocci gekk 1 herinn, kynntist hann þar góðum vini. Þessi vinur hans var frá sama þorpinu og hann sjálfur. Dag nokkurn kynnt- ist hann systur vinarins, og úr því varð ást við fyrstu sýn. Hann kvænt- ist Trascolla, og þau fluttust í ákaf- lega lítilfjörlega íbúð, en'þó varð þetta hjónaband til að gjörbreyta lífi hans. Skyndilega hafði hann bæði eignazt fjölskyldu og ábyrgð- artilfinningu, og hann var ekki seinn á sér, þegar honum bauðst vinna við Pirelli-verksmiðjurnar í Milano — vinnustað, þar sem Suður-ítalir standa í löngum biðröðum í þeirri von að þeir fái þar einhverja vinnu. 46 stunda vika. Hjá þessu mikla fyrirtæki vinna 22.600 manns. Quocci vorð einn af 13.500 við verksmiðjuna í Mílano, en þaðan eru flutt út bíldekk, raf- magnsleiðslur og ýmislegt annað til Framleiðsluverðlaun, sem nema um 2.00 kr. vikulega eru 'innifalin í tímakaupinu. Hins vegar bætast við um 240 kr. í fjölskyldubætur. Þegar allt kemur til alls, er tíma- kaupið 20 krónur. Sjaldan eða næstum aldrei gefst honum tæki- færi til að vinna eftirvinnu, því að á ítalíu er atvinnuleysi tilfinn- anlegt. Fyrir nýtízku tveggja herbergja íbúð borgar Quocci tæpar 360 krón- ur á mánuði í húsaleigu, því að hann er meðlimur í sambýlissamtökum. Venjulega borga ítalskir verkamenn milli 900 og 1800 krónur í húsaleigu. Hitakostnaður nemur um 1920 krónum á ári fyrir þriggja mánaða upphitim allan sólarhringinn og þriggja mánaða upphitun aðeins á daginn. Hann borgar ekkert í tekju- skatt, því að hann vantar tæpar 4000 krónur upp á að verða tekju- skattsskyldur. í lífeyriasjóð borgar hann 54 krónur á viku, og verk- smiðjan borgar tvöfalt það verð. Ef hann skyldi deyja, áður en hann Quocci vinnur í deild þar sem framleiddir eru rafmagnskaplar. Einasti lúxus hjónanna er húsgögnin þeirra. Frúin á tvo kjóla, en hann ein föt auk vinmifata. Hjónin í ökuferð á bifhjólinu. Áður fyrr var Quocci meistari fyrirtækisins í hundrað metra hlaupi. Ennþá hieypur hann með féiögunum, en mest til að halda sér í æfingu. Tvisvar í viku fer Quocci á kaffihús í nágrenninu og drekkur bjór með félögunum og spilar við þá. 1 ít. ! ÍlÍl allra heimsálfa. í dag hefur hann unnið þar í 16 ár. Hann vinnur 46 stundir á viku, og tímakaupið er rúmar 24 krónur á tímann. Frá þessu er strax dregið talsvert, en til þess að reikna slíkt út þarf mikil heilabrot og vanga- veltur, enda eru ítalskir laimaút- reikningar heil vísindagrein. Frá- drátturinn er sém sé kr. 1.50 í leyfis- peninga, 48 aura í slysatryggingu, kr 3.12 í sjúkra- og atvinnuleysis- tryggingar, kr. 2.40 í framfærslu- kostnað, 30 aura í kaupskatt og 96 aura í ýmislegt annað. kemst á eftirlaun (60 ára) fær kona hans útborgaðan % hluta lífeyrisins. Auk þess myndu Pirelli-verksmiðj- urnar borga ekkjunni 33.000 krónur. Draumurinn mikli: Fiathíll. Eins og um 70 prósent allra ítalskra verkamanni er Quocci fé- lagi í verkalýðsfélagi, og því félagi borgar hann um 130 krónur á ári. Ef hann skyldi veikjast, borga Pirelli-verksmiðjurnar allt að 6000 krónur á ári fyrir læknishjálp, lyf, sjúkrhúsvist og þar fram eftir göt- unum, sem er takstinn fyrir venju- lega verkamannafjölskyldu. Venjulega fá verkamennirnir fyrst sjúkrapeningana útborgaða á fjórða degi og síðar nálægt helmingi launanna. Ef Quocei skyldi verða atvinnulaus, fær hann nálægt fjórð- ungi vikulaunanna. Eftir’tíu ára vinnu hjá sama fyr- irtæki, á verkamaður rétt á 12 vinnudaga sumarleyfi. Quocci fær 16 daga — og ver þessum frídögum heima hjá sér, eins og ítölum er flestum tamast. Aðeins tíu prósent verkamanna hafa efni á að taka sér sumarleyfi niðri við ströndina eða uppi í fjöllum. Quocci hefur aldrei komið út fyr- ir heimaland sitt. Stærsta áhugamál hans er heimili hans, sem er inn- réttað eftir öllum kúnstarinnar reglum. Einstöku sinnum fer hann að horfa á fótbolta, og tvisvar sinn- um í viku fer hann á vínstofuna, þar sem hann situr og spilar við kunningja sína. Hann hefur engan áhuga á stjórn- málum, því að eins og hann segir: — Það má einu gilda, hvort flokk- urinn er gulur, blár eða rauður, Framhald á bls. 40. v' W * ••. - •• ■ ■' : VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.