Vikan


Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 38
ar, heimskingjar ...“ En nú höfðu karlmennirnir þrif- ið af sér vefjarhettina, röktu þá og sneru saman í reipi, ánægðir yf- ir að mega taka til hendinni . .. en gamla konan hvarf út í myrkrið. AHMED seig niður, og þegar vatnið náði honum í mitti, kallaði hann til þeirra uppi að halda við. Bjarminn af vasaljósinu sem hann hafði fest á barm sér, lék um andlit Maliks, sem nú var meðvitundarlaus að kalla. Hann leitaði eftir hand- festu á sleipri hringhleðslunni. „Hreyfðu þig ekki, bróðir,“ hvísl- aði hann ástuðlega. „Gættu þess að sleppa ekki handfestunni fyrr en ég hef brugðið kaðlinum undir arma þér. Þá draga þeir þig upp.“ „Ég þigg ekki nein grið af Khansættinni," stundi Malik. „Það kemur ekki heldur til að þú þurfir þess,“ svaraði Ahmed stuttur í spuna. „Við höldum ein- víginu áfram eftir tvær klukku- stundir. En ég vil rækja blóðhefnd- arskylduna við jafna aðstöðu, vegna heiðurs ættar minnar.“ „Stundargrið eru líka grið,“ tautaði Malik þrákelknislega. „Farðu, leyfðu mér að deyja í friði — þó að þú getir ekki sagt á eftir að þú hafir orðið mér að bana.“ „Láttu mig bregða kaðlinum und- ir hendur þér, asninn þinn,“ urraði Ahmed illskulega. „Þú ættir heldur að bregða honum um hálsinn á sjálfum þér, eins og böðullinn í Peshawar brá honum um hálsinn á afa þinum,“ hvæsti Malik. Samferðafólkið, sem beið á brunn- barminum, gerðist nú óþolinmótt og kallaði niður til þeirra, að þeir skyldu hraða þessu. „Flýtið ykk- ur,“ kallaði bílstjórinn. „Ég verð sektaður fyrir töfina, og ég er blá- fátækur maður, sem verður að strita fyrir brauði sínu.“ Og nú kom gamla konan aftur fram úr myrkrinu. Hún blés af mæði, eins og hún bæri þungar byrðar; setti svo frá sér mikla tágakörfu, og um leið og hún lyfti af henni lokinu, gaus upp hræðilegur ódaunn. „Gefið mér ljós,“ mælti hún og einhver gerðist til að beina að henni vasaljósinu, á meðan hún kafaði ofan í körfuna upp að oln- bogum. Það lá við að hún skríkti, þegar hún rétti úr sér aftur, og hafði þá eitthvað í höndunum, sem líkast var flækju af rauðflekkóttum böndum. Ótta og reiði blandið tuld- ur kvað við frá hinum farþegunum, sem hörfuðu frá henni þegar hún gekk fram á brunnbarminn og starði niður. „Þið þarna niðri,“ kallaði hún. „Þið, sem setjið ættarheiðurinn öllu ofar, þið hraustu stríðshetjur fyrir augliti Allah og fífldjörfu mey- dómsræningjar. Heyrið þið til mín, þið skottblautu bardagahundar. Þetta heiðarlega fólk, sem hér er saman komið hefur fengið meira en nóg af því að heyra í ykkur hólmgönguöskrin og sjá ykkur bíta sverðseggjarnar. Sverjið hvor öðr- um grið, nú og um alla framtíð ... Ég þekki þessar heimskulegu regl- ur ykkar nógu vel til að vita, að vansæmdarmbletturinn fellur ein- göngu á þann, sem gerist fyrri til að rétta fram hönd til sátta — allt í lagi, þið skuluð báðir rétta þær fram samtímis. Og svo drögum við ykkur upp og höldum heim, enda kominn tími til ...“ „Þú skilur ekki þessa hluti, kerl- ing,“ kallaði Ahmed upp til henn- ar. „Hypjaðu þig frá brunnopinu, því að nálægð þín ein óhreinkar loftið niðri í brunninum. Segðu þeim að draga mig upp; það er bezt að vinur minn fái að drukkna og deyja í friði með heiður sinn óflekkaðan." „OG SVO verða afkomendur ykkar að halda áfram þessum ósóma, öllu heiðarlegu fólki til andstyggðar og armæðu,“ hvæsti kerling. „Nei, það skal að mér heilli og lifandi, aldrei verða. Ef þið getið ekki komið hingað upp og lifað þar í friði eins og fullorðn- ir menn, þá skuluð þið fá að drukkna þarna niðri, eins og rott- ur ... í svínsgarnaskólpi." Hún teygði hendurnar fram yfir brún- ina og kallaði ögrandi. „Beindu ljósinu hingað upp, lagsmaður, og sjáðu hvað amma gamla hefur í höndunum. Nýjar svínsgarnir, sem hún varð sér úti um í sláturhúsi hinna óhreinu í Michi Landi Khana. Næringarríkur og ódýr matur handa fjölskyldu minni og fyrsta kjöt- metið, sem hún bragðar þetta árið.“ Gremjukliður fór um samferða- fólkið, því að svínsgarnir eru rétt- trúuðum það óhreinasta af öllu ó- hreinu, og enginn kemst í sæluna hjá Allah, sem komizt hefur í snert- ingu við þá viðurstyggð á jörðu niðri. Sumir gripu til hnífa sinna og hugðust sækja að kerlingu, en hún sveiflaði í kringum sig garnar- stúfunum, og þeir hörfuðu undan hið bráðasta, en neðan úr brunn- inum heyrðust hótanir og formæl- ingar. „Verið þið fljótir að þessu,“ kall- aði kerling niður. „Sverjizt tafar- laust í fóstbræðralag, annars varpa ég þessari sláturfórn niður til ykk- ar — og allir dýrlingar Múhameðs geta ekki dregið ykkur inn í þá Paradís, sem Allah hefur búið öll- um sínu hraustu stríðshetjum, eftir að þið hafið drekkt ykkur í svíns- garnaskólpinu. Þið munduð verða dæmdir og fyrirlitnir og minningu ykkar útskúfað meðal allra ykkar ættmanna um aldur og ævi, og ykk- ar nánustu verða undir sömu sök seldir. Fljótir nú að koma þessu af. Enn hef ég ekki snert kaðalinn, svo þeir héma geta dregið ykk- ur upp.“ HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU? Númer á sniðunum 3 5 7 9 Baklengd í cm 22 26 30 33 Brjóstvídd 58 62 66 70 Mittisvídd 57 59 61 63 Pilsvídd 24 30 36 40 + 5 cm í fald allar stærðir. „LILLÝ“. Sendið mér í pósti barnakjól, samkvæmt mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem trygg- ingu fyrir skilvísri greiðslu sendi ég hér- með kr lOO.oo. g • Stærð....... Litur.......................... 5 Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá Nafn .................... Heimilisfang ............ Saumtillegg. Já □ Nei □ 38 VIKAN HÚN hlustaði eftir áköfu taut- inu og tuldrinu niðri í brunninum nokkra hríð. ,,Ágætt,“ sagði hún loks, „og nú skuluð þið hafa eftir mér eiðstafinn ... Við sverjum það við skegg feðra okkar, nöfn bræðra okkar, grafir forfeðra okkar, sjö dularnöfn Allah, börn okkar og alla afkomendur, að blóðhefndum milli Khansættarinnar og Shahs- ættarinnar, er hér með og að eilífu endanlega lokið, og að við skulum hér eftir lifa í sátt og samlyndi ... TJllah, Allah — bismillah ...“ Og eiðstafnum lauk þar með á hinu langdregna, skræka Allah-ákalli. Enn hlustaði hún nokkur andar- tök á tautið og tuldrið niðri í brunninum. Svo kinkaði hún kolli og stundarkorni síðar höfðu garp- arnir báðir verið dregnir upp úr brunninum, óneitanlega dálítið kindarlegir á svipinn, og léttist þá heldur en ekki brúnin á farþeg- unum og bílstjóranum, er deilan hafði þannig verið leyst, svo allir mattu vel við una og engum var vansæmd að. Og nú var haldið þangað, sem áætlunarbíllinn stóð. Ahmed Khan leiddi og studdi Malik Shah og vatnið lak úr skegg- inu á þeim. Gamla konan brosti þreytulega, þegar bílljósin fjarlægðust. Hún var farin orðin og fótlúin, og bíl- stjórinn hafði sagt henni það skýrt og skorinort, að samfylgd hennar við þá rétttrúuðu kæmi ekki til greina, nema hún vildi skilja svíns- garnirnar eftir —- og hann var blá- fátækur maður, sem varð að þræla fyrir sínu daglega brauði. Gamla konan átti því langa leið fyrir höndum með byrði sína í myrkrinu. Ég á heima á Hawaii. Framhald af bls. 11. víðast hvar mikil og góð aðstaða til að synda og busla í hinum hlýja og notalega sjó og aðeins eitt, sem skyggir á gleðina, sem hlýzt af þeirri hollu og vinsælu skemmtun, en það eru bannsettir hákarlarnir, sem sífellt eru á sveimi úti fyrir ströndunum. Þeir hætta sér þó yf- irleitt ekki mjög nálægt landi, því að þar er haldinn sterkur vörður í lofti, á láði og á legi. Auk sunds- ins hafa menn svo sitthvað annað sér til dundurs, t. d. eru hin svo- kölluðu „surfboards", en það eru sporöskjulagaðir flekar, sem menn láta toga sig áfram á eftir yfirborði sjávar, afar mikið notaðir. Fólk gerir líka talsvert af því að kafa þarna og hefur þá yfirleitt annað hvort froskmannaútbúnað eða ein- ungis kafaragleraugu og langt og mjótt rör, eins konar andpípu, sem látin er standa upp úr sjónum og loftið svo sogið í gegnum. •— Þér minntuzt á hákarla? — Já, — engin rós er án þyrna og svo er einnig um sjóinn um- hverfis Hawaii. Þar bókstaflega úir og grúir af hákörlum. Þeir halda sig eins nálægt ströndinni og þeir framast þora, eru geysigrimmir og með afbrigðum blóðþyrstir og víla ekki fyrir sér að ráðast á fólk. Þess vegna stafar ávallt nokkur hætta af þeim við baðstrendurnar, og ég segi fyrir mig, að ég var aldrei óttalaus með öllu, þegar við fjöl- skyldan vorum að baða okkur í sjónum. Annars eru alltaf verðir til taks við strendurnar og helikoptar fljúga þar stöðugt yfir. Bátar eru líka alltaf á sveimi þarna og yfir- leitt er allt það gert, sem verða má til að auka öryggið og draga úr ótta fólksins. Segja má, að hákarl- arnir gerist sjaldan svo djarfir að synda inn í víkur og voga enda sést þá fljótt til þeirra, þar sem ugg- arnir á þeim standa upp úr sjón- um og verður það einnig til þess að draga nokkuð úr hættunni á árás- um þeirra. — Kunnið þér nokkra sögu af grimmd og blóðþorsta hákarlanna við Hawaii? — Ég minnist þess til dæmis, að árið 1959 voru þrír drengir einu sinni sem oftar á sundi úti fyrir ströndinni, er gríðarstór hákarl kom aðvifandi, réðist á einn þeirra, fjórtán ára gamlan pilt, gerði sér lítið fyrir og bókstaflega klippti af honum annan fótinn með gininu. Hinir drengimir reyndu, að koma félaga sínum til hjálpar og heppn- aðist eftir mikla erfiðleika og á- hættu að koma honum í land, en þá var það orðið um seinan,' því að drengnum hafði blætt út. ’ Einu sinni ætlaði dönsk sund- kona, sem kom til eyjanna, að synda á mettíma frá Molekaj til Oahu. Hún lét gera sér sérstaka grind, sem hún hafði um líkama sinn á meðan á sundinu stóð til varnar hákörlunum, sem henni stóð mikill stuggur af. Er skemmst frá því að segja, að ekki hafði hún lengi synt, er hákarlarnir þyrptust að og varð hun svo skelkuð, að hún sneri þeg- ar aftur til lands, enda mun líka lítið hafa þýtt fyrir hana að ætla sér að synda á mettíma með grind- ina um skrokkinn. Um það bil tveimur mánuðum eftir að danska sundkonan gafst upp við sund sitt, synti innfæddur maður þessa vega-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.