Vikan


Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 22
Nýstárlegasta bókin, sem um þessar mund- ir stendur til boða á bandarískum bókamark- aði, er ævisaga ófreskrar konu, hinnar und- ursamlegu Jeane Dixon. Bókin, sem ber heitið Spágáfa (A Gift of Prophercy), er rituð af Ruth Montgomery, sem skrifar stjórnmálagreinar fyrir blaðahring nokkurn, og gefin út af William Morrow & Co., New York í árslok 1965 og hefur nú verið prent- uð í níunda sinn. Samanþjappaður úrdrátt- ur úr henni birtist síðastliðið sumar í The Readers Digest undir heitinu Krystalskúlan (The Crystal Ball), og yfirlit um hana var prentað í bókaþætti New York Times síðla í haust leið. í því andrúmslofti menningar, þar sem frásögnum af fyrirbærum er tekið með til- búinni tortryggni ef ekki beinlínis með spotti og spéi, þar hlýtur sú staðreynd, að þessi bók vekur slíka athygli, að bera vott um breytingu á almenningsáliti í Bandaríkjun- um á þeim málum, sem ekki verða sönnuð vísindalega; í stað þess að láta í ljós van- trú freista menn nú að segja álit sitt. Vissu- lega hefur heimurinn þörf fyrir fáein krafta- verk ásamt vísbendingum um hvað fram- tíðin ber í skauti sér fyrir allar þjóðir á þessum tímum alþjóðlegra þrætumála og misskilnings. Þessi bók boðar hvorttveggja. Hæfni Jeane Dixon til að „sjá“ fram í tímann ekki síður en til hins liðna gerði að verkum, að hún gat spáð hárrétt fyrir um dauða Franklins heitins Roosevelts, til- komu Harrys Trumans í forsetastól „fyrir tilstuðlan Guðs“, morð og hina skömmu em- bættistíð Johns F. Kennedys, jafnvel upp á klukkustund. Einnig gat hún gefið vís- bendingu um nafn morðingjans. Einnig spáði hún fyrir dauða leikkvenn- anna Carole Lombard og Marilyn Monroe og stjórnmálamannanna Dags Hammar- skjölds og Mahatma Gandhi. 1965, þegar Nehru hafði verið forsætisráðherra Indlands í níu ár, spáði hún að maður, sem héti nafni er byrjaði á S, tæki við af honum þegar hann væri um það bil sjötíu ára. Lal Bahadur Shastri var kjörinn eftirmaður Nehrus 1964. Meðal annarra atburða, sem hún sá fyrir, má nefna skiptingu Indlands, sovézka spút- nikkinn og sigur kommúnisma í Kína. Þá hefur hún spáð, að Rússland verði ríkja fyrst til að koma manni til tunglsins, trú- lega innan þriggja ára; að þrír muni verða forsetar Bandaríkjanna á árabilinu 1961— 1969; að árið 1978 verði tveggja flokka kerf- ið, eins og við þekkjum það, horfði af sjónar- sviðinu í Bandaríkjunum; að persóna Páls páfa sé í mikilli hættu. Hún segir óhjá- kvæmilegt að stríð verði á níunda tugi ald- arinnar milli Vesturveldanna og Rauða- Kína, og að í því stríði verði Davissund, vestan við Grænland, „líflína" Ameríku. En eftir er að reyna, hvort þessir spádómar eru sannir eður ei. Þetta er aðeins nokkur hluti þess, sem Jeane Dixon hefur spáð fyrir þjóðum og einstaklingum. Sjálf er frú Dixon dóttir þýzkra inn- flytjenda, fædd í Wisconsin, Bandaríkjun- um, fyrir um það bil fjörutíu árum. Lófa- lesari af sígaunakyni, sem hún hitti á barns- aldri, varð gagntekin virðingu er hún sá sjaldgæf tákn í lófa hennar, og þóttist sjá fyrir spákonuframa hennar. — Frú Dixon er einlægur kaþólikki, og yfirvöld kirkj- unnar hafa sýnt hæfileikum hennar velvilj- aðan áhuga ekki síður en sálfræðingar og vísindamenn. Hún hefur um langt skeið bú- ið í Washington D.C., og áhrifamenn í stjórn- málum og félagsmálum í höfuðborginni sækja mjög á fund hennar. Jeane Dixon skiptir sýnum sínum í tvo flokka: þær, sem bera fyrir hana án þess að hún leiti eftir þeim og er því fullkomlega, hægt að treysta, og þær sem hún sér sem árangur að lokinni leit í kristalskúlu, og hafa stundum reynzt rangar. Viðvíkjandi þeim síðartöldu álítur hún, að táknin sem hún sá hafi verið rétt, en túlkun hennar hafi mistekizt. Merkur sálfræðingur gat þess með tilvitnun í Sánkti Tómas frá Aqu- ino, að sýnir, sem leitað er eftir, væru á valdi breytilegra andstæðna, sem sjáand- inn gæti ekki gert sér grein fyrir. Til dæm- is um það mætti taka, að þegar frú Dixon ranglega spáði fyrir sigri íhaldsflokksins brezka fyrir síðustu þingkosningar þar í landi, hafi íhaldið trúlega verið heldur fylg- ismeira en Verkamannaflokkurinn, þótt það breyttist síðar. í venjulegum tilfellum móttekur frú Dix- on áhrifaöldur (vibrations) frá fólki, sem snertir hana með fingurgómum, en einnig getur hún móttekið slíkar öldur frá fólki, sem er statt í margra mílna fjarlægð og hún hefur aldrei séð. Á þann hátt hefur hún getað séð ævisögur þess, bæði í fortíð og framtið, og í sumum tilfellum skynjað tilfinningar þess, svo sem væru hennar eigin. Ekki hefur frú Dixon séð fyrir heims- endi, heldur þvert á móti upphaf nýs heims. Meginatriðin úr „sýn“ hennar varðandi þenn- an atburð eru sem hér segir: Þremur nóttum fyrir sýnina var hún stödd 22 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.