Vikan


Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 26
Sígurlaug Sæmunds- dótfir arkitekt Hringar og sexhyrningar í byggingarlist Sigurlaug Sæmundsdóttir á ekki langan starfsferil að baki, en hún vinnur mikið til að anna því, sem hún hefur lofað, enda teiknar hún húsin yzt sem innst og fylg- ist með byggingu þeirra. A teiknistofu hennar getur að líta teikn- ingar að stórum heimavistarskóla, sem verið er að byggja úti á landi. Þetta virð- ist geta orðið í senn frumleg bygging og falleg; skólinn er þrjár álmur út frá kjarna í miðju. Sigurlaug hefur lagt sexhyrning- inn til grundvallar við þessa byggingu og mun það vera í fyrsta skipti, sem slík form koma fram í byggingarlist hér á landi. Þarna eru teikningar að tveggja hæða einbýlishúsi, sem byggt verður í Stykkishólmi. Þar hefur Sigurlaug notað íslenzka burstastílinn á annars mjög ný- tízkulegu húsi úr fyrirframgerðum hlut- um. Uppi á vegg hanga grunnteikningar af einbýlishúsi, sem er í smíðum á Flöt- unum í Garðahreppi og er ekki ólíklegt, að mörgum eigi eftir að verða starsýnt á það hús. Það er að vísu ekki í nein- um kastalastíl, en minnir óneitanlega á klettaborg eða virki tilsýndar. Það er ný- stárlegt, að öll horn í húsinu eru ávöl, og telur Sigurlaug, að þetta form hæfi steinsteypu vel. í Reykjavík er að rísa raðhús frá teiknistofu Sigurlaug- ar og er það með sama markinu Framhald á bls. 30, Ámi Guranapssora fpéttamaður IVIeð hlióðnemann þar sem tiðinsíSn gerast Þar sem einhver meiri háttar tíðindi gerast á landi voru, verða fréttamenn Ríkisútvarpsins að vera viðstaddir, ef vel á að vera. Fréttaaukarnir eru vinsælt efni enda gripnir beint út úr daglega lífinu og fréttamennirnir eru líkt og góðkunningj- ar á heimilunum, enda þótt fólkið hafi ef til vill aldrei séð þá. Einn þessara manna, sem sér um að koma fréttunum áleiðis til fólksins, er Arni Gunn- arsson. Hann er fæddur á Isafirði 14. apríl 1940. Foreldrar hans eru Gunnar Stefánsson og Ásta Árnadóttir. Árni fluttist á barnsaldri til Reykjavfk- ur og þar hefur hann alizt upp. Á námsárum sín- um varð Árni altekinn af flugáhuga og þá var hann alveg ákveðinn í því að gerast flugmaður. Hann var kominn áleiðis með flugnám, en varð að hætta við það af heilsufarsástæðum. En jafnframt skólanámi var Árni á sjó, bæði á humarveiðum og kokkur á síldarbát. Hann hefur einnig selt föt í fataverzlun og lagt gjörva hönd á margt annað. Það markaði tímamót fyrir Árna, þegar hann fór til Bandaríkjanna í boði New York Daily Mirr- Framhald á bls 30. 20 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.