Vikan


Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 44

Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 44
að nokkru hulin bak við Coromand- el skerm. Tarrant ætlaði aldrei að geta haft augun af teppunum; þau snertu hann með sama Ijúfsóra dapurleikanum og ókveðin tónlist — til dæmis Les Préludes eftir Liszt. Félagi hans varpaði öndinni lengi og mæðulega. — Hannibalsgildrur, andaði Fras- er út úr sér. Hann duldi tilfinningar sínar oft bak við hrjúft yfirborð. — En sú monthæna! Saman gengu þeir niður þrepin niður í stóra salinn. Fraser var nú aftur búinn að nó sér og þrýsti skjalatöskunni vandræðalegur að sér og litaðist tortryggnislega um. í gegnum opnar dyr hinum megin ó herberginu barst ofurlítið græn- leitur bjarminn af flúrosent „dags"- Ijósi og lógt suðið í lítilli vinnuvél. Tarrant lagði hattinn sinn og regnhlífina á stól. — Ætli það sé ekki rétt að þú hóstir, Fraser, sagði hann. — Sparið yður ómakið, Mr. Fras- er. Röddin var mild og söngræn, með ofurlftið útlendum hreim. Hún var svöl, en ekki f jandsamleg. Stúlk- an stóð í opnum dyrunum og var fyrir aftan hana. Andlit hennar var mýktarlegt og rólegt, með háum kinnbeinum undir dökkum, snörum augum. Hún var á að giska 165 til 170 cm., hugsaði Tarrant. Svart hárið, vafið í hnút upp á höfðinu, gerði hana hærri. Hörundið hafði djúpan, mattan, dökkan lit, sem hefði gert hvern þann mann ríkan, sem hefði getað komið honum f flösku. Tarrant kom munnur hennar nokkuð á óvart. Þegar hann horfði á hann einan út af fyrir sig, var hann aðeins of víður, en samanborið við aðra and- litsdreetti hennar hefði annar munn- ur ekki farið vel. Háls hennar, hugs- aði hann, var fallega lagaður en allt of langur — en hún hefði ekki getað borið höfuðið svona virðu- lega á styttri hálsi. Fætur hennar — nei, þeir voru andskotakornið ekki of langiri Hann ætlaði ekki að falla aftur f sömu gildruna. Það átti að horfa á þessa stúlku alla í einu — og eins oft og mögulegt var. Honum til undrunar varð hon- um Ijóst, að hann sárlangaði að sjá hana brosa. Hún var klædd f þrönga peysu, hvíta að lit, háa f hálsinn. Hún hafði dregið ermarnar upp undir olnboga. Að neðan var hún í pilsi úr vínrauðu, fíngerðu tvfdefni, með fellingar á báðum hliðum og vasa- lokur. Um mittið hafði hún breitt, svart leðurbelti með svörtum hring. Pilsið náði nákvæmlega niður á miðja hnéskel. Fætur hennar voru með sama lit og andlitið, og hún var ekki í neinum sokkum. Hún var í opnum, gullsandölum með lága hæla, og kóralrauða lakkið á tá- nöglum hennar var í sama lit og varaliturinn. — Ungfrú Blaise . . . Tarrant skálmaði í átt til hennar og rétti henni höndina. — Ég er Tarrant. Má ég kynna starfsbróður minn, John Fraser. Hönd hennar var svöl, og hann fann sterkar taugarnar hreyfast f löngum fingrunum. Hún sneri sér lítið eitt, þegar hún heilsaði Fras- er, og Tarrant sá hvernig augu hennar sviptu yfirborðsmennskunni af manninum og gerðu sér Ijóst, að þennan mann mátti ekki van- meta, um leið og hún greypti mynd hans í huga sér. — Fyrirgefið, hvað við komum seint, ungfrú Blaise. Tarrant gætti þess að láta aðeins ofurlítinn af- sökunarhreim fylgja þessum orð- um. — Truflum við? — Ekki mjög. Mig langaði að sjá ykkur. Einarðleikinn í svarinu ýtti öllum formsatriðum til hliðar. — En ég þarf aðeins að fá að Ijúka því, sem ég var að gera. Það tekur þrjár til fjórar mínútur. Ger- ið svo vel að koma inn á meðan. Hún fór aftur inn f herbergið og þeir á eftir. Tarrant hafði áður komið inn í vinnustofur þeirra, sem höfðu atvinnu af þvf að slípa eðal- steina, en hann hafði aldrei séð neina stofu, sem var jafn snyrtileg og þessi. Þarna voru þrír aðskildir bekkir og hár stóll við hvern þeirra. A einum bekknum voru láréttu hjól- in þrjú, tengd mótor á öðrum end- anum. Blýhjólið var f nokkurri fjar- lægð frá hinum tveimur og bak við það stóð krukka með Carborrund- um. Það var krús með ffnu smerg- elsvarfi bak við tréhjólið og Iftil krukka með kíttisdufti hjá filthjól- inu. Á næsta bekk stóð Iftill úrsmiðs- rennibekkur með hjólsög — fjög- urra þumlunga lóðréttum disk úr fosfórbronsi og það gljáði á dem- antssallann á brúnunum. Modesty Blaise settist sjálf á tré- bekkinn og benti gestum sfnum að setjast á hina stólana tvo. Hún tók upp griptöng með safír í breiðum, flötum kjaftinum. Úr þessari fjar- lægð gat Tarrant sér þess til, að hann væri fjörutíu karata. Hann hafði verið skorinn en cabochon og nú var hún að betrumbæta verkið með oddskera. Hún kveikti á mót- ornum og borinn tók að snúast. Hún var einbeitt á svipinn. Hún hélt tönginni með tveim höndum og hvíldi lófana á borðbrúninni til að vera stöðugri, meðan hún renndi gimsteininum undir skerann. Tarrant litaðist um. Stór peninga- skápur stóð opinn í veggnum. Nokkr- ar skúffur af mismunandi stærðum höfðu verið teknar út úr honum og lágu á bekknum við olnboga hans. Ein skúffan var með tíu eða fimmtán demöntum, — óslípuðum demöntum og rúbínum, smarögðum og safírum. Önnur var með minni eðalsteinum, skornum og fáguðum. Svo sá hann í stórri skúffu út- skorna minni háttar steina og greip andann á lofti. Þarna voru litlar krúsir og flöskur skornar út úr jade og agat og púkahaus í gljáandi hrafntinnu og rós úr bleiku ala- bastri. Hann sá átta arma gyðju úr hvítu kalsidómi og fleiri lista- verk. í þrjár mínútur heyrðist ekkert annað hljóð í herberginu en hvin- urinn í mótornum. Fraser gleymdi svipbrigðasafninu sínu og fylgdist með af ákafa. Modesty Blaise slökkti á mótorn- um og stóð upp. Hún stakk sjón- auka í annað augað og skoðaði safírinn um stund, svo lét hún gler- ið falla f hendi sér. — Má ég sjá? spurði Tarrant með ósviknum áhuga. — Auðvitað. Ég á aðeins eftir að fægja þetta svolitið. Hún rétti honum sjónaukann og töngina með safírnum. Þetta var stúlkuhöfuð, séð frá hlið, með sftt hár, greitt aftur, með naktar axlir. Þótt ótrúlegt mætti virðast, var litla andlitlð lifandi. Tarrant reyndi að gera sér grein fyrir, hvernig hægt væri að ná slík- um áhrifum með einföldum útlfnum og mishæðum f steininum, en varð að gefast upp. Hann rétti Fraser þegjandi bæði saffrinn og sjónauk- ann og leit sfðan á Modesty Blaise. — Er þetta tómstundastarf yðar, að skera út eðalsteina? spurði hann. — Já. Hún mætti augnaráði hans. — Ég starfa ekki með þá lengur. Allt í einu Ijómaði þögull hlátur upp andlit hennar. Þarna var bros- ið, sem hann hafði langað til að sjá.Það var bjart og glaðlegt, ein- arðlegt og óþvingað, og bjó yfir götustelpulegum prakkaraskap. Tarrant gat ekki að sér gert að hlægja á móti. — Starfar ekki með þá, sagði hann og drúpti höfði til samþykkis. — Við vitum, að þér eruð setztar í helgan stein, ungfrú Blaise, og að sjálfsögðu þurfið þér að hafa tóm- stundastarf. Nú var bros hennar horfið, að- eins minningin um það bjó í aug- um hennar. Þegar Tarrant hafði lokið máli sínu, hvarf minningin einnig, og hún leit hugsandi á hann. — Auðvitað. Rödd hennar var hlutlaus. — Nú hvað má bjóða yður að drekka? Þeir fylgdu henni fram f stóra salinn, og þau gengu að litlum bar, sem hafði að geyma hillur með flöskum og glösum. — Gerið svo vel að fá ykkur sæti. Sir Gerald? — Ofurlítið konfak, takk. — Og þér, Mr. Fraser? — O — Hér.......... Hann strauk með fingrinum niður eftir nefinu. — Svolftið meira konfak, svaraði hann i taugaóstyrku hugrekkiskasti, og hörfaði sfðan aftur ofan f stól- inn. Hann káfaði allt f kringum sig, tók möppurnar tvær upp úr skjala- töskunni og lagði þær á hné sér. Tarrant sá sér til ánægju, hve hreyfingar hennar voru hnitmiðað- ar, þegar hún hellti f glösin handa þeim. Hún setti koníakið á lítið borð á milli þeirra. Svo hellti hún rauð- víni f glas handa sjálfri sér og hann setti á sig tegundina. Síðan settist hún öðrum megin í Chester- fieldsófann og dró undir sig fæt- urna. — Það er fróðlegt að kynnast yður, Sir Gerald, sagði hún og lyfti glasi í viðurkenningarskyni. — Ég átti skýrslu um yður, áður en ég settist í helgan stein. — O, ég er gamall leiðindasegg- ur, ungfrú Blaise. Hann dreypti á konfakinu og fann Mídasarsnert- inguna, sem breytti hálsinum f gull. — Yðar ævisaga er miklu skemmti- legri. — Hversu mikið vitið þér um hana? — Ah. Fraser myndi verða harla ókátur ef ég héldi þvf fram, að við vissum nokkuð. Þetta eru aðal- lega getgátur og ályktanir. — Má ég heyra? — Að sjálfsögðu. Tarrant kinkaði kolli til Frasers, sem opnaði möppu og gretti sig á vélritað letrið. — Já — hér — f stuttu máli sagt, ungfrú Blalse, sagði hann hikandi. — Svo þér kom- uð fyrst f Ijós, þegar þér voruð um það bil sautján ára. Við álftum, að þér komið frá munaðarleysingja- hæli í Mið-Austurlöndum, og okkur hefur reynzt ókleift að komast að því, hversu gömul þér eruð. Hvað kostar Vikan? askriftarsíminn er' Þú getur fengið Vikuna á kr. 23.08 með 1/11/\A\ því að vera áskrifandi - ^ VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.