Vikan


Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 27

Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 27
augysingafeiknari Fellur bókauppsetning bezt Kaupsýslumenn af aldamótakynslóðinni hafa fram undir þetta litið auglýsingar hornauga. En þeir verða fleiri og fleiri með hverju ári.. sem skilja það.. að erfitt er að ná til fólks í nútíma þjóðfélagi án auglýsinga. Afleiðing af þessu gamalgróna skiln- ingsleysi á hlutverki og gildi auglýsinga, hefur meðal annars verið sú, að auglýsingaþjónusta hefur verið í molum og fag- mennskan heldur fátið. A þessu öllu hefur orðið mikil breyt- ing á allra siðustu árum. Nokkrir ungir menn fara á ári hverju til náms í auglýsingateikningu og við eigum álitlegan hóp af ágætum fagmönnum á þessu sviði. Einn þeirra sem hvað mest hefur rifið sig upp á fáum ár- um er Gísli B. Björnsson. Þó er hann meðal hinna yngri manna í stéttinni, fæddur í Reykjavík 1938 og alinn þar upp. Foreldr- ar hans eru Fjóla Þorsteinsdóttir, ættuð úr Vestmannaeyjum, •og ffarald St. Björnsson, bróðir Björns Th. listfræðings. Gísli tók landspróf 1955 og byrjaði í þriðja bekk Mennta- skólans í Reykjavík og var þá að hugsa um að verða arkitekt. En þennan fyrsta vetur í Menntaskólanum, gerði hann upp við sig hvað hann vildi; hætti þar á útmánuðum og fór strax í Handíðaskólann. Þá var byrjað að kenna auglýsingateikningu Franihald á bls. 30. Jón E. Ragnarsson lögfpæðingup FuBlfpúi hjá bopgapsffópa Á ári hverju útskrifast frá Háskóla íslands milli tíu og tuttugu lögfræðingar. Það er undantekning, að þeir setji upp sjálfstæða lögfræðistarfsemi fyrstu árin, því að stofnkostnaður er töluverð- ur og fyrsta árið gefur jafnan litlar tekjur. Flestir fara því fyrst í stað í fuiltrúastöður hjá lögmönnum, dómaraembættum, hjá hinu opinbera eða í viðskiptalífinu. Jón E. Ragnarsson er af yngsta árgangi lögfræðinga, en hann lauk embættisprófi nú í vetur með góðri I. einkunn. Jón er fæddur í Reykjavík á aðfangadag 1936 og hefur alla tíð átt heima í höfuðstaðnum, ef frá eru skilin nokkur sumur við kúa- smalastörf á Ströndum og tveir vetur f heimavist Menntaskólans á Akureyri, en þar lauk hann landsprófi. Þótt heimavistin væri talin hafa þroskandi áhrif á piltinn, þá leitaði hann fljótlega aftur til föðurhúsa og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957. Foreldrar Jóns eru Matthildur Edwald og Ragnar H.B. Kristinsson, forstjóri, sem nú er látinn. Framkvæmdastjóri Heimdallar var Jón veturinn 1957—58, en fór síðan til Þýzkalands og lagði stund á þýzku og bók- menntir f eitt misseri við Háskólann í Köln. Heim kominn hóf Jón lögfræðinám og lauk þvf í vetur. Jafnframt náminu hefur hann unnið meira og minna við blaðamennsku hjá Morgun- blaðinu s.l. 5 ár. Framhald á bls. 31. VIKAN 13. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.