Vikan


Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 34
DALA-OARN Heklið 'og prjónið úr Dala-garni/ gæðin alltaf þau sömu. Ný mynstur og uppskriftir — Nýir litir. Dala-garnið fæst um allt land. DALA-U M BOÐIÐ Allt í senn: snyrtibord-skrifborð-kommóða ! óskadraumur fermingar- stúlkunnar! HLISGAGNAVERZLUN ÁRNA JGNSSQNAR Þegar sá maður kom, sagði hann: ■—• Útdeilið múskettum, púðri og kúlum. Hafið sérstaklega auga með hreyfanlegu byssunum. Gleymið bví ekki, að við höfum aðeins þrjár fallbyssur fram á. Hreyfanlegu byssurnar og músketturnar eru okkar einu raunverulegu varnarvopn, ef okkur verður komið á óvart. — Allt er reiðubúið, Monsieur. —■ Meðan á þessu stóð, kom Savary í ljós og tilkynnti, að saltpéturinn 'T meðalaskápnum hans væri rakur, sem benti til þess, að verða myndi veðrabrigði einhverntíma næstu tuttugu og fjórar klukkustundirnar. ■ — Ég þarf ekki á neinum andskotans saltpétri að halda til að vita það, urraði de Vivonne. — Ef vont veður er í nánd, kemur það ekki fyrirvaralaust, og yfirborð sjávarins breytist fyrst. — Ber þá að skilja þetta svo, að þér óttist árás? — Herra lyfjabruggari. Reynið að fá það inn i hausinn á yður, að foringi í flota hans .hátignar óttast ekkert. Ég myndi frekar segja, að ég sæi fram á árás, og farið svo aftur að sýsla við pyttlurnar yðar. —■ Það sem mig langaði til að spyrja yður um, herra minn, er hvort ég má ekki flytja hin dýrmætu lyf mín upp í káetuna yðar. Éf til orr- ustu kemur, geta glösin mín verið i voða, þar sem þau eru. —< Setjið þau hvar sem yður sýnist. De Vivonne hertogi settist við hlið Angelique. -— Ég er taugaóstyrkur, sagði hann. — Ég held að eitthvað muni gerast. Ég er alltaf svóna. Þegar ég var barn, og það var óveður á nóttunni, var ég alltaf að fáta i einhverju. Hvað á ég að gera, til að róa mig?. ■ Hann fór og sótti einn fylgisvein sinn, sem kom með lútu og gítar. 2 — Við skulum syngja stundarkorn, til heiðurs stjörnubjartri nótt og j konuást. Bróðir Athénais de Montespan hafði þýða rödd, ef til vill aðeins of háa, en ekki skerandi. Hann átti auðvelt með að syngja ítalska ■ söngva failega. Tíminn leið, og stundaglasið, sem taldi mínúturnar tæmdist tvisvar. , —■ Hlustið, muldraði Saint-Ronan greifi. — Þrælarnir eru að syngja. I Angelique fann kuldahroll læðast niður eftir hrygglengjunni. • Þeir sungu fjórir sarnan, og söngurinn barst yfir sjóinn eins og stuna. Þeir sungu í fullan klukkutíma, og endurspegluðu einmanaleik hafs- ins. Svo reis rödd, sem ennþá var ung, og söng ein viðlagið við gamian söng. Þetta var viðkvæmur texti um mann sem ekki fór að ráðum móður sinnar, sem bað son sinn að vera góðan, svo ekki færi fyrir honum eins og bróður hans, sem sat í tugthúsi. En vegur dyggðarinnar er mjór, og ungi maðurinn hrasaði með þeim afleiðingum, að hann varð að eyða ævi sinni hlekkjaður á galeiðqbekk. Söngurinn dó út. 1 þögninni, sem á eftir kom, virtist gljáfur öldunn- ar við kinnunginn háværara. Einn sjómannanna kallaði: — Ljós framundan, um fimmtán milur á stjórnborða. Búizt til orrustu! Slökkvið öll ljós og kyndla nema siglingaljósin. Fjórar varðdeildir á dekk! Vivonne þreif sjónaukann sinn. Eftir að hafa horft lengi spurði hann um álit Bossardiére. — Við erum að nálgast Korsíkuhöfða. Ég held að þetta geti verið bát.ur á túnfiskveiðum en þeir reyna oft að veiða túnfiskinn á nóttunni. Eigum við að nálgast höfðann til að vera vissir? — Nei. Korsika heyrir undir Genúa og Þar að auki er ströndin næstum alltaf full af barbörum, sem liggja Þar í leyni. Ibúarnir eru svo miklir fylgismenn þeirra, að þeir lofa engum öðrum að koma inn á skipa- lægið. Allir sæfarar og sjóræningjar vita, að þeir eiga að forðast Þessa eyju. Við skulum fylgja því skipulagi, sem við höfum farið eftir hingað til og halda áfram til Kapraiaeyjarinnar, sem heyrir undir hertogann af Toskaniu og hefur oft veitt tyrkneskum sjóræningjum skjól. — Hvenær náum við þangað? — I dögun ef veðrið breytist ekki. Heyrðuð þið nokkuð? Þau sperrtu öll eyrun. Frá einni galeiðunni í flotanum kom langdregið ýlfur, sem þagnaði svo skyndilega. Vivonne formælti: — Nú eru Þessir Márahundar að spangóla á tunglið. La Brossardiére, sem hafði siglt um Miðjarðarhafið árum saman, sagði: — Þetta voru gleðihróp. Þetta eru þeirra sigurhróp. — Sigur? Þeir hljóta að vera eitthvað yfirspenntir í nótt. Vörðurinn framá sendi boðbera til þeirra: — Herra minn, varð- foringinn biður yður að beina sjónauka yðar í sömu átt og ljósin koma úr, og vita hvort þau séu ekki likust merkjum. Vivonne lyfti sjónauka sínum og Brossardiére gerði hið sama. Ég held að varðmaðurinn hafi rétt fyrir sér, sagði hann. ■— Þetta eru einhver Ijósmerki ofan úr Riglianofjöllum á Korsíkuhöfða. Þeir eru vafalaust. að kalla á fiskiflotann heim. — Já, svaraði • Brossardiére. — Vafalaust. Nýtt óp barst yfir öldurnar frá sömu galeiðunni, Le Dauphine. Savary kom aftur í ljós og hvíslaði að Angelique. —Hafið þér tekið eftir því, hve Márarnir á Dauphine eru allt i einu orðnir kátir? Merk- in frá ströndinni hafa flutt þeim einhvern boðskap. Vivonne greindi aðeins þessi síðustu orð. Hann þreif í hálsmálið á víðum, gamaldags frakka gamla mannsins: — Skilaboð um hvað? — Það get ég ekki sagt um, herra minn. Ég þekki ekki þessi merki. — Af hverju haldið þér þá, að þeir hafi verið að ná sambandi við Márana? — Vegna þess að þetta eru tyrknesk Ijós. Tókuð þér ekki eftir þvi, að þetta voru bláir ag rauðir flugeldar? Ég þekki þetta, herra minn, vegna þess að ég var einu sinni flugeldastjóri hjá hershöfðingja skot- liðasveitarinnar í Konstantínópel. Hann réði mig til að gera flugelda úr púðri, sem steinefnum og söltum var blandað saman við, til þess að þeir loguðu með mismunandi litum. Þetta er aðferð, sem kemur frá Kína, en allur hinn múhameðski heimur kann hana. Þessvegna held ég, að þetta geti varla hafa verið Tyrkir og Arabar að senda öðrum Tyrkj- um og Aröbum skilaboð, og úr þvi að ég gat hvergi á sjóndeildarhringn- um greint önnur ijós en þau á galeiðum okkar. . .. — Nú gangið þér of langt, Maitre Savary, sagði greifinn glaðlega. Langbátur með tveimur logandi kyndlum var að nálgast. La Bross- ardiére hrópaði til bátsverja að slökkva ljósin. Rödd hrópaði til baka utan úr myrkrinu: — Herra minn, það eru vandræði hjá okkur um borð VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.