Vikan


Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 31.03.1966, Blaðsíða 24
— Ó, drottinn minn að sjá þetta! hrópaði hann. — Blóðið fraus í æðum mér. — Allt i lagi, sagði Vivonne hertogi, þegar hann kom aftur. — Eftir fáeina daga getum við tekið á móti hverju sem er. Madame, komið nú að skoða þessa galeiðu, sem þér flýttuð yður svo mjög að stíga um borð í. Gylltur borðstokkurinn og rauður tjaldskálinn skildi milli Himna- ríkis og Helvítis. Um leið og Angelique var komin út á skutpallinn færði vindurinn að vitum hennar ógeðslegan dauninn af þrælum, sem hölluðu sér yfir árhlunnana með þessu stöðuga tilbreytingarleysi, sem næstum dáleiddi hana. De Vivonne hertogi rétti henni höndina til að leiða hana niður þrepin, en gekk síðan á undan og sýndi henni skipið. Niðri í þrælalestinni lá göngupallur næstum eftir endilöngu skip- inu. Sitt hvorum megin voru óþrifalegar lestir, þar sem þrælarnir voru hlekkjaðir við bekki sína. Hér voru engir skærir litir né gull. Aðeins gljúpt timbrið í bekkjunum, sem þrælarnir voru hlekkjaðir við, fjórir og fjórir saman. Aðmirállinn gekk hægt á undan og reigði sig til að sýna fallega lag- aða kálfana í þröngum, rauðum silkisokkum með gulldúskum, og steig mjög varlega á slímugan plankann í fínu skónum sínum með skarlats- rauðu hælunum. Föt hans voru úr bláu brókaði með rauðum jakkaboð- ungum og breiðum, hvítum mittislinda, brydduðum með gulli. Háls- búnaður hans og manséttur voru úr dýrum knipplingum; hatturinn svo þakinn af strútsfjöðrum, að þegar vindurinn hreyfði þær, var hattur- inn einna líkastur fjölda fugla, sem allir ætluðu að hefja sig til ílugs I einu. Hann nam mjög þétt staðar og grandskoðaði hvað eina, sem fyrir augu bar. Skammt frá þrælaeldhúsinu á bakborða nam hann staðar. Yfir eldstæðinu héngu tveir stórir katlar með kartöflum og svartri baunasúpu, sem var hinn daglegi réttur ræðaranna. Vivonne smakkaði á súpunni og fann að hún var hræðileg. Hann lagði á sig að útskýra fyrir Angelique, að hann hefði persónulega séð um að lagfæra þrælaeldhúsið. — Tækin, sem voru notuð hér áður, vigtuðu fimm þúsund pund. Þau voru óstöðug, og í Þungum sjó gekk innihald þeirra venjulega yfir þrælana, sem næstir voru. Ég lét létta allt dótið og setja það lægra, eins og Þér sjáið nú. Angelique sýndi á sér dauft hrifningarmerki. Óbærileg pestin af ræðurunum ásamt dauninum af baunasúpunni gerði henni óglatt. En Vivonne var hamingjusamur yfir að hafa hana með sér og stoltur af skipi sinu, og hlifði henni ekki við neinu. Hún varð að dást að fegurð og rennileik björgunarbátaanna tveggja. Fögrum línunum í skektunni og litla léttabátnum og stöðu fallbyssnanna á byssupallinum. Sjómennirnir urðu að hreiðra um sig í þröngri lunningunni hjá fall- byssunum. Þar var lítið rúm og Þeir urðu að krjúpa eða sitja allan daginn. Þeir höfðu ekki aðra dægradvöl en að hlusta á ragnið í glæpa mönnunum fyrir neðan eða hrópa skæting til varðmannanna og þræla- verkstjóranna. Það var erfitt að halda uppi lögum og reglu. Vivonne útskýrði, að ræðararnir ynnu á þrem vöktum, sem hver um sig hefði sinn verkstjóra. Venjulega réru tvær vaktir en sú Þriðja hvíldi sig. Ræðararnir voru fengnir úr tukthúsum Frakklands, en eirtnig voru notaðir fangar, sem teknir voru af erlendum skipum í sjóorrustum. — Ræðari þarf að vera mjög sterkur og hafa verið morðingi eða þjófur. Glæpamennirnir, sem þeir senda okkur úr fangelsunum deyja eins og flugur, vegna þess að þeir hafa ekki nógu sterka vöðva. Þess- vegna verðum við að nota svo mikið af Tyrkjum og Márum. Angelique horfði á hóp þræla með sið, ljós skegg, og flestir þeirra voru með útskorin krossmörk um hálsinn. — Þetta geta varla verið Tyrkir, Því þetta er ekki hálfmáni, sem hangir á bringum þeirra. — Þetta eru tyrkneskir þrælar. Það er að segja, þeir eru í raun og veru Rússar, sem við höfum keypt af Tyrkjum, tjrvals ræðarar. VIKAN 13. tbj. — Hvað um þessa þarna yfirfrá með síðu skeggin og stóru nefin? — Þeir eru Georgíumenn frá Kákasusfjöllum, keyptir af riddaranum af Möltu. Þessir hérna eru raunverulegir Tyrkir. Þeir eru sjálfboða- liðar. Við ráðum þá sem aðalræðara, vegna þess hve ofurmannlega sterkir þeir eru. Þeir hjálpa til við að halda uppi reglu, þegar skipið er í hafi. Angelique horfði á hryggi þeirra hreyfast undir rauðum einkennis- klæðunum, hallast fram á við en færast siðan aftur á bak á ný, en í ljós komu skeggjuð andiitin, munnarnir opnir af áreynslunni. Jafnvel enn ógeðslegri en kæfandi pestin og sóðaskapurinn, var dólgslegur svipurinn á andlitum glæpamannanna, þar sem þeir ætluðu að gleypa með augunum konuna, sem birtist eins og hugsýn á göngubrúnni uppi yfir þeim. Hún var í ljósum vorklæðum og fjaðrirnar í stóra hattinum hennar blöktu í vindinum. Allt í einu kom gustur, sem feykti til pilsinu, þannig að útsaumaður faldurinn straukst við andlit glæpamanns, sem hlekkj- aður var við bekk næst göngubrúnni. Með snöggri hreyfingu glefsaði hann eftir kjólfaldinum og beit fast. Angelique gaf frá sér skelfingaróp, og kippti í pilsið til að losa það. Ræðararnir ráku upp villidýrslegan hlátur. Eftir-litsmaðurinn þaut til með keyrið og lét höggin dynja á höfði glæpamannsins, en ræfillinn sleppti ekki. Undir grænu húfunni var flóki af óhreinu hári, sem huldi til hálfs vonzkuna í svörtum augum hans. En þetta var svo frekjulegt augnaráð, svo hörkulegt og ákaft, að Angelique var hálf dáleidd af að horfa á það. Allt í einu fór hrollur um hana, og það var eins og blóðið næmi staðar í æðum hennar. Þetta græðgislega, stríðnislega augnaráð, eins og í hungruðum úlfi, það var henni ekki með öllu framandi. Tveir eftirlitsmenn stukku ofan í lestina og börðu manninn með hnefum og kylfum, þar til þeir brutu í honum tennurnar. Þeir enduðu með því að sparka máttlausum líkama hans, blóði drifnum, undir bekkinn. — Við biðjum fyrirgefningar, herra minn. Við biðjum fyrirgefningar, Madame, sagði yfirvarðmaðurinn auðmjúkur. — Þessi er sá versti. Gersamlega óviðráðanlegur vandræðagripur. Við vitum aldrei, upp á hverju hann tekur næst. De Vivonne hertogi var rauður af reiði. — Bindið hann á bugspjót- ið svo sem eina klukkustund. Smá bað í úthafinu getur kannske róað hann. Hann lagði handleggina utan um Angelique. — Komið með mér, kæra vinkona. Mér þykir mjög fyrir þessu. — Það er allt I lagi með mig, sagði hún og hristi sig. — Ég var bara hrædd, en nú er allt í lagi. Þegar þau gengu burt heyrðist hás rödd hrópa neðan úr lestinni: — Marquise des Anges! — Hvað var hann að segja? spurði Vivonne. Angelique sneri sér náföl við. Tvær hlekkjaðar hendur þreifuðu eins og ránfuglsklær um brún göngubrúarinnar í áttina að fótum hennar. I hryllilega bólgnu og afskræmdu andlitinu, sem mændi upp til hennar, sá hún aftur þessi svörtu augu, sem þutu til hennar upp úr djúpum fortíðarinnar. — Nicholas. Þetta var sonur sauðahirðisins, sem hafði verið bernsku- vinur hennar, og hún hafði aftur þekkt sem Calembredaine í undir- heimum Parísar. De Vivonne leiddi hana aftur inn í tjaldskálann. — Ég hefði átt að vera gætnari. Og það má í raun og veru vera hverjum manni Ijóst, að þetta er ekkert augnayndi fyrir neina konu, og þó vilja flestar minar vinkonur fá að sjá þetta. En ég gerði mér ekki grein fyrir, að þér væruð svona tilfinninganæm. — Þetta er ekkert, sagði Angelique með veikri röddu. Hana langaði til að kasta upp, rétt eins og Flipot hafði gert fyrir skemmstu, þegar einnig hann hafði komið auga á Nicholas, Calem-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.