Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 8
Simi
21240
HEKLA hf
Laugavegi
170-17 2
Aftursætin er hægt að leggja fram og
þar með fóið þér aukið farangurs-rými.
— Bíllinn er klæddur að inncm með
þvottekta leðurlíkingu á sætum, hliðum
og í toppi.
Komið, skoðið og reynið Volkswagen.
Hér á landi er Volkswagen tvímælalaust
vinsælasti, eftirsóttasti og mest seldi bíll-
inn, enda er hann vandaður og sígildur
bíll, en ekkert tízkufyrirbæri. Volkswagen
er því örugg fjórfesting og í hærra end-
ursöluverði en nokkur annar bíll.
-----------------®----------------------
Sætin í Volkswagen eru vönduð og vel
löguð. — Sæta-lögun og hæð er rétt
fyrir hvern sem er. Framsætin eru stillan-
leg bæði á baW og á sjólfu sætinu.
Þannig að eftir langa ökuferð eruð þér
óþreyttur, því að þér getið breytt um
stöðu sætis og baks, yður til hagræðis
og þæginda í akstri. Og ennfremur eru
framsætin með öryggislæsingu.
I
Valin sökum veiklelkans
Það er alkunna, að þegar
nokkrir áhrifamiklir kjarna-
menn deila um eitthvert em-
bættið, verður niðurstaðan
oft sú, að eitthvað dusil-
menni, sem enginn þó hefur
neitt sérstakt á móti, er lát-
ið hreppa hnossið. Sú mun
hafa orðið raunin á í Indlandi,
þegar forsætisráðherra var
valinn þar í stað Shastris.
Ein ástæðan til þess að Ind-
ira Gandhi (hún er ekkert
skyld eða tengd Mahatma
heitnum, þótt nafnið gæti
bent til þess) varð fyrir val-
inu, er sú að nafn föður henn-
ar Jawaharals Nehru, er enn
heilagt í eyrum indversku
milljónanna. Onnur ástæða
var sú að keppinautur henn-
ar, fjármálaráðherrann Mor-
arji Desai, er með afbrigðum
óvinsæll, enda ómannblend-
inn, duglegur og harðsnúinn
og lítið gefinn fyrir að smjaðra
fyrir lýðnum.
Sá, sem mestan þátt átti
í að koma Indiru í forsætis-
ráðherrastól, var Ieiðtogi
Kongressflokksins, Kumaras-
wami Kamaraj, sem sagður
er nú hinn raunverulegi
dröttnandi Indlands, að svo
miklu leyti sem drottnað
verður yfir því landi. Hann
talar hvorki ensku eða hindí,
sem eru þó aðalmál landsins,
enda mun hann Dravídi að
ætt. En hann þekkir sitt fólk,
einkum oddvitana úti í hin-
um óteljandi sveitaþorpum,
sem mestur hluti Indverja býr
í. Hann lofar þeim að þeir
skuli fá að ráða því, sem þeim
þóknast heima fyrir, svo fremi
þeir styðji þann frambjóð-
anda, er hann mælir með við
þá. Og svo studdi hann Ind-
iru Gandhi til forsætisráð-
herratignar — ekki til að hún
stjórnaði landinu, heldur af
því að hún var líkleg til að
leyfa honum og sveitaþing-
mönnum hans að gera það.
Ryndlnoaklefar
I vesfup-þýzkum
fangelsum
Svo er að heyra að Þjóð-
verjar séu ekki með öllu bún-
ir að leggja af þann skepnu-
skap, sem þeir tileinkuðu sér
á Hitlerstímanum og hefur
þeim sjálfsagt ekki verið með
g VIKAN 14. tbl.