Vikan


Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 14
að er vafamál hvort maður sem setur siðferðishugmyndir sinar ofar öllu öðru, sé í raun og veru fyrirmynd annarra. Hvað viðvék Elsie Potter, þá lét Jeremy Grantham sína eigin samvizku dæma sig til miskunnarlausrar sjálfshegningar. Hver sem var hefði getað sagt honum að þetta bjána- lega tiltæki hans væri hrein heimska. En hverj- um gat dottið í hug að þetta tiltæki hefði morð í för með sér. Elsie Potter var hvorki betri né verri en aðr- ar ungar, laglegar stúlkur, sem þræla fyrir dag- legu brauði, en láta sig dreyma um áhyggju- laust líf í notalegu hjónabandi. Hún var einkaritari í snyrtivörufyrirtæki. Grantham var heildsali utan af landi og hús- bóndi Elsie lánaði honum hana til aðstoðar, vegna þess að það átti að vera kvöldsýning á Burtséð frá athugasemdum um viðskiptamál ætlaði hann líka að segja henni frá hve faðir hans væri heilsulaus, og að þessvegna yrði hann að taka við fyrirtækinu, þótt hann hefði engan áhuga á þessari grein viðskipta, innst inni langaði hann til að gera allt annað. — Auðvitað hefi ég ekkert á móti því, herra Grantham, sagði Elsie, án þess að hugsa um nokkuð annað en að fyrirtækið borgaði henni yfirvinnu. Hann hafði tveggja herbergja íbúð á Gulver- bury hótelinu. Það er ekki vert að fara út í smáatriði og lýsa því sem skeði þegar Jeremy Grantham braut eitt af ströngustu siðferðisboð- orðum sínum, en það skal tekið fram að það skeði alveg óvart. Morgunin eftir vaknaði Jeremy Grantham við það að glamrað var í tebolla með skeið. Hann ið örugglega allt sem skeði. Þegar ég sagði að það væri orðið framorðið og þér sögðuð að þetta hefði verið dásamlegt kvöld, ætlaði ég að fara heim. Þér báðuð mig þá um að vera. Fyrst sagði ég nei, en þér hélduð áfram að biðja mig um að vera og suðuðuð í mér, þang- að til ég lét undan. Þér munið þetta, er það ekki? Grantham hikaði andartak. — Jú-ú, ég man það. Hann gat varla stunið upp orðunum. — Eg bið yður að fyrirgefa mér. Það voru augna- bliks áhrif sem fengu mig til að haga mér þannig. — Jæjal Hún lauk við að klæða sig. Hann hafði það á tilfinningunni að honum væri aftur ýtt inn í myrkvið af sálarflækjum, sem hann hafði losnað úr um stund. — Ég hefi hagað mér skammarlega, stamaði hann. — ’/'/’ j iðnsýningunni í Olympia. Sýningunni lauk um tíuleytið. Grantham, sem var í töluverðu áliti heima hjá sér, f Benchester, var ekki eins öruggur í London. Hann var ekki viss um hvort hann átti að borga henni auka- skilding fyrir hjálpina og hann vildi helzt ekki gera neina skyssu. En hún var bæði notaleg og mátulega veraldarvön í framkomu. Hann tók það ráð að bjóða henni til kvöldverðar. Hún lét hann tala og lokkaði hann þannig til að segja ævisögu sína, sem hann skreytti svolítið. Honum leið vel í návist hennar og fannst máltíðin alltof fljótt á enda. — Hafið þér nokkuð á móti því, fröken Pott- er, að koma með mér heim á hótelið. Þá get- um við borið saman athugasemdir okkar? spurði hann. starði á Elsie, skelfingu lostinn. — Þjónustustúlkan kom með teið yðar, hún var dálítið undrandi þegar hún sá mig. Elsie setti bakkann frá sér á náttborðið. Hún var búin að fara í bað, en var ekki fullklædd. Grantham hélt áfram að stara á hana. Svo sagði hann dálítið hörkulega: — Óska yður til hamingju, ég gekk beint í gildr- una . . . — Gildrunal hafði Elsie eftir honum. — Hvaða gildru? Hvað eigið þér við? — Tjah, — þetta endaði með því að ég svaf hjá yðurl — Drottinn minn eilífi! hrópaði Elsie og gat varla trúað sínum eigin eyrum. — Það lýtur út fyrir að þér kennið mér um allt saman. Þér voruð ekki einu sinni mjög drukkinn, þér mun- Ég verð að bæta yður þetta. Hæðnishlátur hennar stakk hann eins og beitt- ur hnffur. — Bæta mér þaðl Með peninguml Ég kann- ast við þetta, ég hefi lesið ( bókum um svona manngerðir. Það er bara eitt sem þér hafið fengið öfugt í kollinn, herra Grantham, það eruð ekki þér sem hafið hagað yður eins og endemis fífl, það er ég! Þegar hún var farin, lá hann lengi á bak- inu og starði upp í loftið. Um tólfleytið hafði hann hugsað sitt ráð og byrjaði strax á fram- kvæmdunum. Þegar Elsie kom að ritvélinni sinni eftir há- degisverðinn, fann hún bréfsnepil, sem festur var við valsinn. Á honum stóð: V VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.