Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 12
Þan nota
tímani
til fnlls
Hér er Unnur á þjóSbúningnum 0
og þrír Japanir kvikmynda hana
vestur á Seltjarnarnesi.
Unnur hefur verið virkur þátttak-
andi í Þjóðdansafélaginu í mörg
ár. Hér syngur hún einsöng hjá
Þjóðdansafélaginu.
Hér skartar frú Unnur Eyfells 0
skautbúningi. Litmynd sem tekin
var af henni við sama tækifæri
hefur verið gefin út á korti.
VIKAN 14. tbl.
á framfæri við listamanninn, að
skipið ætti ef til vill ekki langt
eftir ofansjávar eins og raunin
varð á, og varð aldrei af því að
myndin færi um borð. Á nokkuð
ólíkri bylgjulengd er svo djörf
abstraktmynd, mest í rauðum og
svörtum lit, einnig eftir Jóhann arki-
tekt og höggmyndasmið. í borðstof-
unni er allmiklu hærra undir loft
af eðlilegum ástæðum þar sem gólf
hennar er um það bil hálfum öðr-
um meter lægra en í stofunni. (
seilingarhæð var þar grannur járn-
biti þversum, þar settur vegna þess,
að Jóhann ætlar að gera sérstakan
skulptúr fyrir þetta hús og honum
á að koma fyrir þarna á bitanum.
Það er svo margt athyglisvert og
skemmtilegt innanstokks þarna, að
maður meltir það naumast í stuttri
heimsókn; þar sá ég t.d. röggva-
feld einn forkunnarfagran og var
upplýst, að hann væri eftir móður
Unnar.
Einar Eyfells er vélaverkfræðing-
ur að menntun og hefur um árabil
unnið á Keflavíkurflugvelli. Á síð-
asta ári tók hann hinsvegar við
því embætti hér hjá borginni að
verða umsjónarmaður eldvarna.
Það er umfangsmikið starf; hann
fer t.d. yfir allar teikningar hjá
byggingarfulltrúa, áður en þær eru
lagðar yfrir byggingarnefnd. At-
huga þarf staðsetningu kyndiklefa
og stigahúsa, almennar útgöngu-
leiðir og neyðarútganga, hólfun
sundur á iðnaðarhúsnæði til að
minnka hugsanlegar brunaskemmd-
ir, kröfur um viðvörunar- og slökkvi-
kerfi og ýmislegt fleira í sambandi
við afbrigðalega starfsemi og notk-
un bygginga. Einnig er fylgzt með
innréttingum og frágangi með til-
liti til eldhættu. Fyrst og fremst er
hér um að ræða opinberar bygg-
ingar, iðnaðarhúsnæði og sambýlis-
hús. Hinsvegar nær þetta eftirlit
ekki til einbýlishúsa og smærri húsa.
Undir eldvarnareftirlitið heyra einn-
ig leiðbeiningar og eftirlit með
slökkvitækjum, allsstaðar þar sem
um samkomuhald, atvinnurekstur
eða starfsemi er að ræða. Við þetta
starf er Einar með fjóra menn með
sér og vinnur venjulegan vinnu-
tíma.
Á þessum síðustu og beztu við-
reisnartímum er það algeng um-
kvörtun, að enginn hafi tíma til
neins. Ég hef oft hitt og talað við
fólk, sem er uppfullt af áhuga á
allskonar tómstundaiðju og sporti
en lætur það duga og bætir við:
— bara að maður hefði nú tíma
til þess. Við þetta fólk vildi ég
segja; sjáið þið bara hvernig Unn-
ur og Einar Eyfells fara að því.
Þau hafa tíma til að sinna ótrú-
lega fjölbreyttum áhugamálum, eða
eins og Einar segir sjálfur: — Mað-
ur tekur sér tíma til þess.
Ég sá þau hjónin fyrst fyrir þrem
árum. Það var f ágústmánuði uppi
í Kerlingarfjöllum. Einar var með
allra færustu svigmönnum, sem þar
voru f þann tíma og mér þótti
merkilegt að sjá frúna fylgja hon-
um eftir og ekki aðeins hana, held-
ur einnig dóttur þeirra, sem þar
var með þeim, og þá þegar orðin
býsna fær í skíðasportinu. Nú spurði
ég þau um skíðin og það kom í
Ijós, að þau hafa ekki verið látin
á hilluna eins og við er að búast
hjá fólki, sem náð hefur árangri
Framhald á bls. 48.