Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 37
hún vör við að hún hafði tapað
öðrum hanzkanum sínum og sneri
við til að ná f hann. Hún var kom-
in rétt að mönnunum þegar hún
heyrði Millard segja: — Vesalings
gamli Jeremy, hann er ennþá f
hrosshársskyrtunni . . .
Þetta orð, hrosshársskyrta, kom
henni til að brjóta heilann. Þegar
hún kom heim spurði hún Jeremy
hverskonar skyrta það væri.
— Hrosshársskyrta? Hún var not-
uð á miðöldunum til sjálfspynding-
ar. Munkar báru hrosshársskyrtu til
að afplána syndir sínar. Nú til
dags er þetta notað sem orðtak,
það merkir eitthvað sem er auð-
mýkjandi og erfitt og menn leggja
á sig til sjálfspyndingar.
Allt í einu rann upp nýtt Ijós
fyrir Elsie. Jeremy var einskonar
munkur sjálfur, hann áleit að það
sem fram fór á milli þeirra fyrstu
nóttina á hótelinu í London, hafi
verið dauðasynd. Svo hafði hann
reynt að bæta fyrir það, ekki henni,
heldur sjálfum sér. Þegar hann gift-
ist henni hafði hann lagt á sjálf-
an sig eitthvað sem var „auðmýkj-
andi og erfitt" til að pynda sjálf-
an sig. Hún var honum dýrmæt,
einmitt vegna þess að hann hafði
viðbjóð á hverju augnabliki sem
hann var samvistum við hana.
Hvaða tilfinningar sem Elsie
hafði áður haft gagnvart Jeremy,
varð það nú að óslökkvandi hatri.
Æ oftar dreymdi hana um að myrða
hann.
Hún lék sér að þessari hugsun
allan veturinn. Sjálfsvirðing henn-
ar hafði liðið skipsbrot, hún missti
matarlystina og svaf illa. Það er
hægt að segja upp á mínútu hvenær
þetta ástand hennar tók enda. Það
var klukkan hálf ellefu að kvöldi,
fyrsta júní. Þau höfðu farið í bíó
og þegar þau komu heim lá pakki
á borðinu í anddyrinu með utan-
áskrift Jeremys.
— Þetta er gerðabókin. Bewley
hlýtur að hafa komið með hana
rétt eftir að við fórum,- Þetta sýn-
ir að stjórnin vill hafa hraðann á.
Við verðum að athuga vandlega
hverjum þeir stinga upp á í stjórn.
— Við getum gert það núna.
— Nei! Þú ert þreytt, væna mín
og það er ég líka. Þú getur at-
hugað þetta meðan ég er á skrif-
stofunni á morgun. Það er bezt að
ég loki fyrir gasið, það er bezt
að eiga ekkert á hættu.
Gasiðl
Það var eins og þetta orð æpti
I heilanum á henni, en samt var
sem öll deyfð væri rokin burt og
hún vissi upp á hár hvað hún
ætlaði að gera.
Anna, ég sé að mamma þín er í
símanum!
Þau háttuðu og hún beið þang-
að til Jeremy var sofnaður. Þá fór
hún fram og skrúfaði frá gasinu
aftur, opnaði fyrir gasarininn sem
var næstur rúmi Jeremys. Svo lædd-
ist hún út og lokaði hurðinni á
eftir sér.
Þjónustufólkið fór á fætur klukk-
an sjö. Klukkan átta átti stúlkan
að færa Jeremy morgunteið. Hún
ætlaði að sitja í dagstofunni þang-
að til klukkan hálf sjö. Ennþá var
aðeins liðið að miðnætti.
Setjum svo að Jeremy vakni, áð-
ur en gasið næði að drepa hann.
Hvað átti hún þá að gera. Hún
hló lágt. Þá ætlaði hún að játa
fyrir honum að hún hefði ætlað að
drepa hann og siá svo til hvort
hann fyrirgæfi það líka!
Elsie sat í dagstofunni og fór
að verða auqnlöng eftir morgun-
skímunni. Það var júní og sólin
kom upp klukkan þrjú. Hún leit
á gluggann og svo á klukkuna,
hún var aðeins eitt.
Aldrei höfðu mínúturnar drattazt
svona áfram. Ef hún sæti í myrkr-
inu, gat hún átt það á hættu að
sofna. Hún kveikti því Ijós oq á-
kvað að taka sér eitthvað fyrir
hendur, sem gæti haldið henni vak-
andi. Jeremv hafði beðið hana að
líta yfir gerðarbókina. Það var bezt
að gera það núna.
Hún sökkti sér ofan f bókina.
Þar voru uppfærð nöfn allra sem
höfðu tekið þátt í vörusýningu síð-
asta árs. Þar sá hún Ifka að það
hafði verið stungið upp á því á
fundi að bjóða Millard þátttöku á
næstu sýningu, en Jeremy hafði
skrifað athugasemd á spássíuna:
„óábyggilegur fjárhagslega".
Hún var ekkert reið út í Millard,
þótt hann hefði kallað hana hross-
hársskyrtu. Um morguninn hafði
hún hitt hann í bænum og þau
höfðu fenaið sér kaffi á veitinga-
húsi og þá talaði hann mikið um
vörusýningu næsta árs. Henni
fannst óréttlátt að útiloka hann frá
sýningunni, þótt honum gengi ekki
allskostar vel fjárhagslega. Hún
strikaði því yfir athugasemd Jer-
emys og skrifaði f staðinn: „Mæli
eindregið með að hann sé kos-
inn".
Elsie tók varla eftir morgunskím-
unni. Klukkan tuttugu mínútur yfir
sex var hún búin að fara yfir bók-
ina. Og hún var hreykin af sjálfri
sér, þvf að Jeremy hafði sagt að
þetta væri fimm tíma verk fyrir
þau bæði.
Nú var kominn tími til að fara
upp f svefnherbergið. Það var til
einskis að vera með blautt hand-
klæði, hún varð bara að halda
niðri í sér andanum, annars léti
hún sjálf lífið. Svo opnaði hún dyrn-
ar og flýtti sér að rúmi Jeremys.
Þegar hún var búin að fullvissa
sig um að hann væri dáinn, lædd-
ist hún út aftur og beið eftir þvf
að heyra einhverja hreyfingu, þá
ætlaði hún að draga djúpt and-
ann, flýta sér f rúmið og bíða þar
til hún heyrði þjónustustúikuna
England, Skotland, DanmÖrk, Noregur,
Færeyjar.. .
Flugfélagið sér yður fyrlr fari
á íslandi og um víða veröld
FLUCFELAC ISLANDS
ÍCELANDAIR
VIKAN 14. tbl.