Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 18
— Grípið Þennan æsingamann og takið hann af lifi!
— 1 gálganum, herra minn?
— Nei, það er enginn tími til þess, og það gæti espað hina æsinga-
mennina. Skjótið hann í hnakkagrófina með skammbyssu og kastið
honum fyrir borð.
Langbáturinn hvarf. Nokkrum mínútum seinna glumdu við tvö skot.
Angelique vafði skikkjunni þéttar um sig. Andvarinn var allt í einu
orðinn kaldari og hún fann til þess.
Aðmírállinn renndi augunum yfir ströndina einu sinni enn, en nú
var þar ekkert nema myrkrið.
—• Vindið upp segl og setjið hinar þrjár þrælavaktirnar af stað.
Með ofurlítilli heppni getum við verið komin til Capraia í fyrramálið.
Þá getum við birgt okkur upp af geitakjöti á ný og fengið okkur ferskt
vatn og appelsínur.
Angelique hafði hugsað sér að vaka, en henni hlaut að hafa runnið
í brjóst, því allt í einu varð henni ljóst, að það var farið að birta af
degi. 1 fölri aftureldingunni sá hún eyju framundan. Hún stóð á fæt-
ur, sléttaði úr kjólnum, lagaði hárið og gekk út fyrir tjaldið. Áhöfn-
in var komin fram á. Hún hikaði við að fara yfir göngubrúna, en
lautínant Millerand tók eftir vandræðum hennar og fylgdi henni
yfir.
De Vivonne hertogi var í ágætu skapi. Hann rétti henni sjónaukann
sinn.
— Sjáið hvað þetta er fögur eyja, Madame. Takið eftir þvi ,að það
er ekkert brim við klettana. Það þýðir að sjórinn er mjög slétt.ur.
Angelique átti i nokkrum vandræðum með að stilla sjónaukann, en
að lokum rak hún upp gleðihróp þegar hún sá hellismunna falinn milli
litskrúðugra blóma og mávana svifandi yfir opinu.
— Hvað er þetta kringlótta, sem glampar á þarna yfir til vinstri?
spurði hún?
Hún hafði varla sleppt orðinu, þegar flugeldur skauzt upp í him-
ininn og féll síðan deyjandi til jarðar.
Liðsforingjarnir litu hver á annan. Savary sagði rólega: — Enn
eitt flugeldamerkið. Þeir eiga von á okkur.
— Búið allt undir atlögu, hrópaði Vivonne i gegnum kalllúðurinn.
— Skyttur, takið ykkur stöðu! Við ráðumst til framgöngu. Við erum
þó, andskotinn eigi það, hell floti!
Þrátt fyrir vindinn heyrðu þau hrópin um borð í Dauphine, sem var
skammt framundan galeiðu aðmírálsins.
— Þaggið niður í þessum lýð!
En skerandi há rödd barst yfir allan annan hávaða, og kyrjaði með
óumbreytanlegri síbylju:
La illaha ilallah
Muhammadu, rasul ullah.
En að lokum dó þetta út.
De Vivonne hertogi hélt áfram að gefa fyrirskipanir:
— Gefið skipunum merki um að raða sér upp eftir mikilvægi og
viðbragðsflýti. Látið birgðaskipið vera í miðjunni. Ég verð einnig í
miðjunni til þess að hafa auga með öllu. Dauphine og Fortune eiga að
fara í fararbroddi. Luronne á að vera vinstra megin. Hin þrjú eiga
að vera I hálfhring fyrir aftan.
— Flagg á klettunum, kallaði útkikksmaðurinn.
De Vivonne lyfti sjónaukanum: — Það eru tvö flögg, sagði hann.
— Annað er hvítt, og það er stríðsyfirlýsing samkvæma kristnum sið.
Hitt er rautt með hvítum borða og það er skjaldarmerki á því. Það er
skrýtið, en ég sé ekki betur en það sé silfurmerki Marokko. Það er
.... það er ómögulegt....!
— Ég skil, hvað þér eigið við, herra minn. Berbarnir eru ekki vanir
að hafa merki sín á lofti og Márarnir nota aldrei hvítt flagg ásamt
merki sinu. Og aðeins kristnir menn túlka hvítt flagg sem stríðsyfir-
lýsingu.
jg VIKAN 14. tbl,
— Ég skil þetta ekki, sagði de Vivonne hugsi. — Mér þætti gaman
að vita, hverskonar óvini við eigum í höggi við.
Þrátt fyrir ókyrrar öldur héldu galeiðurnar áfram í röð undir fáum
segium og tóku að búast til orrustu. Allir beindu athyglinni að klett-
unum í mynni sundsins.
1 sama bili komu tvö tyrknesk sjóræningjaskip í Ijós. Aðmírállinn
rétti undirmanni sinum sjónaukann; hann leit i hann og rétti síðan
yfir til Angelique. En hún var þegar tekin að fylgjast með í gegnum
gamlan, mjög langan kíki, alþakinn spanskgrænu, sem Savary hafði
dregið upp úr pússi sínu.
—- Ég sé ekkert á þessum skipum, annað en svertingja og nokkra
fúlmannlega hermenn, sagði hún með vonbrigðahreim.
— Þetta er svívirðileg móðgun!
Vivonne tók ákvörðun. — Gefið Luronne, léttasta skipinu okkar,
fyrirmæli um að elta þessi skip og sökkva þeim. Þessir asnar eru ekki
einu sinni vopnaðir.
Luronne gerði eins og fyrir hana var lagt, og lagði af stað á eftir
langskipunum tveimur. Að lítilli stundu liðinni glumdi við fallbyssa,
og hvellurinn drundi i klettunum. Angelique rétti Savary sjónaukann
og greip báðum höndum fyrir eyrun.
Langskipin voru ósködduð og stefndu út á opið haf.
Fleur de Lys og Concorde höfðu þau í sigti og gátu ekki á sér setið
að taka sig út úr línunni til að komast nær þessu auðvelda skotmarki.
Það glumdu nokkur fallbyssuskot.
— Þeir hittu!
Þrihyrnt segl annars skipsins lá í öldunum. Skipið hvarf í hafið á
fáeinum sekúndum. Svartir kollar nokkurra, sem komizt höfðu af,
sáust á floti i öldunum. Hitt langskipið reyndi að snúa við til að bjarga
mönnunum, en vel miðað skot frá Fleur de Lys og Concorde kom í veg
fyrir að þvi tækist það. Langskipið varð að halda áfram flóttanum.
— Gott, sagði aðmirállinn. — Látið nú galeiðurnar þrjár koma aftur
í röðina.
Skipin gerðu eins og fyrir þau var lagt, með nokkrum erfiðleikum,
því nú var komin töluverð ylgja. Um stund var allt í óreiðu, meðan
skipin voru aftur að komast á sína staði.
Það var þá, sem útkikksmaðurinn hrópaði: — Þrísiglt herskip á
stjórnborða, á leið til okkar.
Skip kom í ljós undir fullum seglum í mynni sundsins og stefndi í
til þeirra á töluverðum hraða.
— Snúið skipunum við og takið á móti óvininum! þrumaði Vivonne.
— Skjótið af þrem fallbyssum, þegar ég gef fyrirmæli. Skjótið!
Stóra fallbyssan í miðjunni rykkti í festingarnar, þegar hleðslan
gusaðist fram úr henni. Angelique fékk hellu fyrir eyrun af hávað-
anum, og púðurlyktin kitlaði hana í nefið. 1 gegnum reykinn heyrði
hún eítirfarandi skipanir, sem gullu hver á eftir annarri, og var jafn-
hraðan hlýtt.
— Fallbyssur á stjórnborða reiðubúnar. Þrísiglan er að komast
framhjá okkur. Reynið að komast 5 skotfæri. Skjótið!
Hávaðinn jókst, og allt ætlaði um koll að keyra. En þrisiglan var
enn ósködduð, og var nú komin of langt í burtu til þess að múskett-
urnar gætu náð til hennar.
Savary fylgdist með í gegnum sjónaukann sinn, af svipaðri ánægju
og skordýrafræðingur myndi horfa á flugu undir smásjánni sinni.
— Þetta er fallegt skip, byggt úr síömsku tekki, rándýrum viði. Eftir
að börkurinn hefur verið fleginn af því verða að líða fimm ár, þar til
tréð er fellt, og síðan verður timbrið að veðrast í sjö ár, áður en má
saga það niður. Á aðalsiglutrénu er hvíta flaggið og oddveifa Marokkó-
konungs i skut, og sérstakur fáni þar að auki, rauður með silfurkórónu
i miðjunni.
— Það er merki Monsieurs Rescators, sagði Vivonne beisklega. —
Ég hefði mátt segja mér það sjálfur.
Hjarta Angelique tók viðbragð. Svo hún var í Þann veginn að sjá