Vikan


Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 20

Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 20
VILLI FRÆNDI MINN Endupminningar um Wllham Somerset Maugham efftir Robin Maugham y c man að ég var í íbúð minni í Brigh- ton og las prófarkir að skáldsögunni minni nýju, þegar ég heyrði fyrstu fréttirnar af hinum alvarlegu veik- indum frænda míns. Ég hafði hið fyrsta samband við Alan Searle, sem hafði verið frænda dyggur fylginautur og einka- ritari síðustu tuttugu árin. Alan var mjög niðurdreginn. „Ég er hræddur um að í þetta sinn sé því í raun og veru að ljúka,“ sagði hann aumingjalega. Ég varð innilega hryggur. Ég hafði ætlað að heimsækja frænda á nýja árinu, en nú varð mér ljóst, að þessi dásamlegi, óviðjafn- anlegi gamli maður var í síðustu heimsókn sinni til sjúkrahússins, og að ég myndi aldr- ei sjá hann framar. Ég hafði hitt hann tvisv- ar sumarið áður í Suður-Frakklandi, en á þessari stundu komu fram í hugann fyrstu minningar mínar um hann. Ég mun hafa verið eitthvað sjö eða átta ára að aldri, þegar hann bauð móður minni og mér til hádegisverðar á Hótel Savoy. Ég var sem heillaður. Ég hafði heyrt foreldra mína og systurnar þrjár tala um Villa frænda: ég vissi að hann var frægur vegna þess að hann skrifaði sögur og leikrit, og ég mundi óljóst eftir aðlaðandi manni með hörundslit eins og bókfell. En mest hlakk- aði ég til að fara til Savoy. „Hvað er gert á Savoy?“ spurði ég frönsku kennslukonuna mína. „Á Savoy!“ varð Mademoiselle Vogne að orði. „Það er slæmur staður og þangað fara slæmir menn og slæmar konur.“ „Hvað gera þau þar?“ „Þau borða ostrur,“ svaraði hún, „og drekka kampavín." Það var bara það. Orðin hrifu. Ég vissi, að með móður mína í nálægð hafði ég enga von um að geta smakkað á kampavíni, en ég var harðákveðinn í því að borða ostrur. Hinn stóri dagur kom. Ég var klæddur í mín beztu föt. Á leiðinni í leigubílnum kleip mamma mig í kinnarnar, því hún sagði að ég væri fölur. Við gengum innum snúninga- dyr hótelsins, og þar sáum við mann — jafn- vel enn fölari en ég var — standa og bíða okkar. Hann vísaði okkur leið að borðinu, og yfirþjónninn rétti hverju okkar geysi- stóran matseðil. Neðst á listanum yfir for- réttina stóð töfraorðið: Ostrur. „Jæja, Robin, hvað langar þig í?“ spurði Villi mig eftir að mamma hafði pantað. „Einhvern forrétt til að byrja með?“ „Jú, þakk fyrir,“ svaraði ég hikandi. „Reyktan lax eða rækjur?“ Ég svaraði engu, en horfði vongóður á hann. „Egg í majonnes eða sardínur?" Ég var þögull. Villi las allan listann af óþrjótandi þolinmæði. Ég þagði stöðugt. Ég þrýsti saman hnjánum og starði niður á borðdúkinn. „Ostrur?“ spurði Villi að síðustu. „Jú, þakk fyrir,“ hrópaði ég upp yfir mig. Villi tók fram einglyrnið sitt, setti það á sinn stað og starði á mig þegjandi. Svo tók hann til máls. „Þú værir ekki líkur þínu fólki,“ sagði hann dapurlega, „ef þú pantaðir ekki það dýrasta.“ Þessi endurminning rifjaði upp aðra frá síðustu heimsókn minni til hans. Við sátum þá í sófa í dagstofunni hans í Villa Maur- esque, með geysidýrmæt húsgögn og mál- verk og listmuni allt í kringum okkur. Vill- an sjálf ásamt lóð var metin á 600.000 sterl- ingspund. Villi hafði ellefu þjóna; hann át af silfurdiskum, og allir aðrir milljónerar Rivíerunnar öfunduðu hann af eldabusk- 2Q VIKAN 14. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.