Vikan


Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 41

Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 41
SKEIFAN KJÖRGA R-ÐI S í M1, 18580-16975 BorðstofuMsgögn úr tekki, palisanader og eik Getum boðið upp á mjög fjölbreytt úrval af borðstofuhúsgögnum innlendum og erlend- um. Athugið að við seljum húsgögn frá flest- um húsgagnaframleiðendum landsins og þekktum erlendum fyrirtækjum. með velþóknun. Skyndilega heyrðist hræðilegt glamur það- an sem hann sat. Allir hættu að tala; héldu að konungur hefði hent frá sér hnífnum til að krefj- ast hljóðs vegna sögunnar, sem hann var að segja. Svo sáum við að fölsku tenn- urnar hans, bæði úr efri og neðri gómi, höfðu fallið niður á disk- inn hans. En Konungurinn lét sér hvergi bregða. Hann hélt máli sínu áfram, þó varla eins skýrmæltur og áður. Síðan þurrkaði hann af tönnunum með pentudúknum, stakk þeim svo aftur upp í sig og hélt áfram með söguna. Hann var sannur séntil- maður.“ Engan hef ég vitað kunna bet- ur að segja sögur en Villa. Ein- hvernveginn virtist hann geta hagnýtt stamið til að gera frá- sögnina enn áhrifameiri. Þegar við dvöldum í villunni hans fyr- ir tveimur sumrum, töluðum við um Fidjieyjar, sem ég hafði þá nýlega heimsótt. „Ég hef komið til Fidji“, sagði Villi, „en það var meðan heims- styrjöldin stóð yfir, svo ég býst við að allt sé orðið öðruvísi nú. En ég man að ég heyrði þar mjög óvenjulega sögu. Hún var mér alltaf í huga, en ég skrifaði hana aldrei. Sagan er um tvo Englendinga, sem bjuggu samn í húsi á af- skekktum stað á Súva, og lifðu þeir saman, harðánægðir í meira en tíu ár. Báðir höfðu þeir gam- an af hundum, en þótt furðulegt væri, hafði hvorugur þeirra átt hund síðan þeir fóru að búa þarna saman. Kvöld eitt, þegar þeir sátu í klúbbnum sínum, spurði einn vinur þeirra þá hvort þá lang- aði ekki til að fá sér lítinn loð- hund. Hann var á förum til Eng- lands og vildi ekki taka hundinn sinn með sér, en langaði til að sjá honum fyrir góðum sama- stað. Þeir tóku boði hans. Loð- hundurinn var allra sniðugasta skepna. Þeir urðu báðir mjög hrifnir af honum. Báðir gerðu þeir sitt bezta til að fá hundinn til að gleyma missi síns fyrrver- andi eiganda. En þegar tímar liðu, tóku vin- irnir að verða ofsalega afbrýðis- samir hvor gagnvart öðrum. Báðir vildu hafa forgang að hylli hundsins. Hvor um sig vildi að hundurinn kæmi til hans og flaðraði upp um hann. Afbrýðis- semi þeirra magnaðist óðum, hélt Villi áfram með sýnilegri ánægju, „og hin ofsalega eignar- ástríða þeirra til hundsins fór að eitra samband þeirra. Þeir rifust nærri viðstöðulaust. Að lokum fóru þeir að hata hvor annan. Villi gerði nú hlé á máli sínu, eins og alltaf þegar hann vildi ná sérstökum, leikrænum áhrif- um í frásögnina. „Að lokum hélt annar þeirra þetta ekki út lengur. Hann gerði sér Ijóst, að lausnin gat ekki orðið nema ein. Hann tók með sér hundinn, sem þeim báðum þótti svo vænt um“, sagði Villi og neri saman höndum er hin dramatíska spenna sögunnar greip hann, „tók hann með sér afsíðis og skaut hann.“ Villi saup á kampavíninu, sem brytinn hafði hellt í glasið hans. „Þú verður að viðurkenna að þetta er óvenjuleg saga,“ sagði hann. „En ég veit að hún er sönn. Hún er full af sannleika. Við Alan búum hér tveir og höfum hund, eins og þú veizt. Og ég verð þess var að mér stendur síður en svo á sama, ef hundur- inn flaðrar meira upp um Alan en mig.“ Stamið hans Villa gerði það annars að verkum, að hann var venjulega ekki margorður; það neyddi hann til að vera áheyT- anda. Hefði hann geta hætt að stama, hefði hann trúlega ekki orðið óvissutrúarmaður, og það er næstum öruggt, að án stamsins hefði hann ekki orðið rithöfund- ur. Stamið hafði á hann djúp- tæk, sálræn áhrif, sem leiddu til stöðugra og stundum ofsafeng- inna tilrauna af hans hálfu til að höndla hamingju og öryggi. Þegar ég sagði Villa, að ég væri að hugsa um að skrifa bók um hann og fjölskylduna, horfði hann þegjandi á mig um stund. „Þú færð að vita hvað þú hefur að gera þegar kemur að kaflan- um um föður þinn,“ sagði hann. „Hann var andstyggilegur mað- ur. Ég hef hitt marga viðbjóðs- lega menn um ævina, en faðir þinn var sannarlega sá viðbjóðs- legasti." Faðir minn hafði næstum al- gera vanþóknun á Villa. Hann var sannfærður um, að yngsti bróðir hans hefði gert „óviðjafn- anlega vitleysu“ þegar hann hætti við að verða læknir og varð þess í stað rithöfundur. Hann fór háðulegum orðum um þá ástríðu Villa að skapa lista- verk. Hann var hrelldur yfir bókunum, sem Villi sendi frá sér og óánægður yfir fátækt hans. Og þegar Villi tók loks að auðg- ast, var faðir minn óánægður með líferni hans eins og það lagði sig. „Enginn gat nokkru sinni feng- ið föður þinn til að viðurkenna, að honum gæti skjátlazt", sagði Villi við mig. „En hann var stór- snjall lögfræðingur. Megingalli hans var sá, að honum líkaði ekki við mannkynið. Og hann hafði enga þolinmæði gagnvart fíflum. VIKAN 14. tbl. ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.